Málsnúmer 2006002

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 239. fundur - 11.06.2020

Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samorku, dags. 2. júní sl., vegna átaks í fráveituframkvæmdum.

Þann 30. mars síðastliðinn var samþykkt á Alþingi þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingaátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Í því fólst m.a að varið verður 200 milljónum króna á árinu í uppbyggingu í fráveitumálum hjá sveitarfélögum og veitufyrirtækjum.

Einnig er í þinglegri meðferð frumvarp til breytinga á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, sem felur í sér að á árunum 2020-2030 verði veitt framlag úr ríkissjóði sem nemur hlutdeild í kostnaði við fráveituframkvæmdir á vegum fráveitna sveitarfélaga eftir því sem nánar verður ákveðið í fjárlögum.