Málsnúmer 2006002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 241. fundur - 10.09.2020

  • .1 2001004 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 548 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • Bæjarráð - 548 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar í janúar-maí 2020. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar lækkað um 1,7% miðað við sama tímabil í fyrra.

    Bæjarstjóri sagði frá fundi sem hún sat 18. júní sl. með fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, með ríkisskattstjóra og fulltrúum fjármálaráðuneytisins og hagstofunnar, um beiðni sveitarfélaga til Skattsins um haldbetri upplýsingar um útsvarstekjur.

    Sem fyrr, lýsir bæjarráð yfir áhyggjum sínum af þróun útsvarstekna, einkum því hversu sveiflukenndar tekjurnar eru milli mánaða og í samanburði við tekjur fyrri ára. Bæjarráð telur verulega skorta á upplýsingagjöf og gagnsæi þegar kemur að útsvarstekjum sem innheimtar eru af Skattinum. Útsvarið er stærsti tekjustofn bæjarins. Eðlilegt er að haldgóðar upplýsingar liggi fyrir um þróun þess, enda nauðsynlegar forsendur í rekstri sveitarfélagsins.

  • Bæjarráð - 548 Lagt fram tíu ára fjárhagsyfirlit með upplýsingum úr ársreikningi og lykiltölum áranna 2010-2019.
  • .4 2006020 Launaáætlun 2020
    Bæjarráð - 548 Lagt fram yfirlit sem sýnir samanburð á launaáætlun og útgreiddum launum janúar-maí 2020. Skv. yfirlitinu eru raunlaun undir áætlun.
  • Bæjarráð - 548 Fyrir fundinum lágu drög að endurskoðaðri jafnréttisáætlun Grundarfjarðarbæjar.

    Karen Lind Ketilbjarnardóttir og Katrín Súsanna Björnsdóttir, sátu fundinn undir þessum lið. Þær eru sumarstarfsmenn hjá Grundarfjarðarbæ og fól bæjarstjóri þeim að rýna í drög að jafnréttisáætlun bæjarins, með hliðsjón af löggjöf og jafnréttisáætlunum annarra sveitarfélaga.

    Þær kynntu fyrir bæjarráði helstu atriði sem þær höfðu dregið saman, sem ábendingar við endurskoðun jafnréttisáætlunar.

    Góðar umræður urðu um efni áætlunarinnar.

    Karen og Katrínu var þakkað fyrir góða vinnu og kynningu á fundinum.

    Með hliðsjón af gagnlegum ábendingum þeirra mun bæjarráð skoða betur efni og framsetningu áætlunarinnar, ásamt því hvernig megi útfæra þær í starfsemi stofnana bæjarins.

    Bæjarráð/jafnréttisnefnd mun leita eftir samtali við forstöðumenn stofnana í tengslum við endurskoðun jafnréttisáætlunar.

    Frekari vinnu við jafnréttisáætlun Grundarfjarðarbæjar frestað til næsta fundar.
  • Bæjarráð - 548 Lögð fram beiðni skólastjóra grunnskólans um 56% viðbótarstöðugildi við kennslu á haustönn. Útreikningur á launakostnaði liggur fyrir.

    Beiðni skólastjóra samþykkt samhljóða. Svigrúm er fyrir auknu framlagi til grunnskóla í launaáætlun bæjarins, sbr. yfirferð launaáætlunar í 4. lið þessa fundar.
  • Bæjarráð - 548 Fyrir fundinum lágu áður samþykktar vinnutillögur Verkís vegna frágangs á austanverðri Grundargötu. Bæjarráð ræddi fyrirhugaðar framkvæmdir og mögulegar tímasetningar. Málið er í vinnslu.

  • .8 1912003 Framkvæmdir 2020
    Bæjarráð - 548 Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss, sat fundinn undir hluta af þessum lið, vegna umræðna um ástand gangstétta og framkvæmda við þær og um opin svæði innanbæjar fyrir plöntun trjáa.

    Bæjarstjóri fór yfir helstu framkvæmdaverkefni sumarsins.

    Jafnframt umræða um skilti og skiltastefnu, Sögumiðstöð; notkun og framkvæmdir þar og önnur áhugaverð verkefni.
  • Bæjarráð - 548 Lagður fram til kynningar samningur Grundarfjarðarbæjar við Vinnuvernd ehf. um trúnaðarlæknisþjónustu.
  • Bæjarráð - 548 Lagður fram til kynningar tölvupóstur Minjavarðar Vesturlands dags. 19. júní sl., sem er svar við tölvupósti bæjarstjóra. Í póstinum kemur fram að Minjastofnun hafi hætt við að auglýsa eftir sérstökum átaksverkefnum en lagt upp með að styðja frekar við þau verkefni sem í gangi voru fyrir. Ennfremur er bærinn hvattur til að sækja um styrk til Minjastofnunar fyrir endurgerð Samkomuhúss Grundarfjarðar þegar næst verður auglýst.
  • Bæjarráð - 548 Lögð fram til kynningar fundargerð 108. stjórnarfundar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga sem haldinn var 5. júní sl.
  • Bæjarráð - 548 Lögð fram til kynningar fundargerð 885. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 12. júní sl.
  • Bæjarráð - 548 Lagðar fram til kynningar fundargerðir aðalfundar og stjórnarfundar Jeratúns ehf. en fundirnir voru haldnir 20. maí sl.
  • Bæjarráð - 548 Lagt fram til kynningar bréf Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra dags. 12. júní sl. varðandi tilslakanir á takmörkunum frá 15. júní og fjöldatakmörkun sem verður í gildi frá þeim tíma.
  • Bæjarráð - 548 Lagt fram til kynningar bréf Almannavarndardeildar ríkislögreglustjóra dags. 12. júní sl., með leiðbeiningum fyrir vinnuskóla sveitarfélaga.
  • Bæjarráð - 548 Lagt fram til kynningar bréf Almannavarndardeildar ríkislögreglustjóra dags. 12. júní sl., varðandi tilslakanir á takmörkunum frá 15. júní fyrir skóla- og frístundastarf.
  • Bæjarráð - 548 Lagt fram til kynningar yfirlit Sambands íslenskra sveitarfélaga um minnkandi starfshlutfall og atvinnuleysi.
  • Bæjarráð - 548 Lögð fram til kynningar könnun Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 12. júní sl., þar sem leitað er svara við því hvernig unnt sé að einfalda regluverk eða bæta þjónustu hins opinbera.
  • Bæjarráð - 548 Lagður fram til kynningar tölvupóstur Landlæknisembættisins dags. 22. júní sl., varðandi undirbúning landamæraskimunar á flugvöllum og höfnum.