241. fundur 10. september 2020 kl. 16:30 - 19:41 í Samkomuhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Garðar Svansson (GS)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn, sem er sá fyrsti að loknu sumarhléi bæjarstjórnar.

1.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.

Hún sagði frá fundi sem hún sótti í síðustu viku ásamt fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, með Skattinum o.fl. um betri upplýsingagjöf til sveitarfélaga um útsvar. Hún sagði jafnframt frá starfi nefndar sem hún á sæti í, til að endurskoða fjármálakafla sveitarstjórnarlaga.

Bæjarstjóri fór yfir helstu verkefni og starfsemi bæjarins, m.a. ráðningar sumarstarfsfólks og stöðu verklegra framkvæmda.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu - Umræða

Málsnúmer 1808012Vakta málsnúmer

Umræða um Sögumiðstöð. RG sagði frá fundi sem fulltrúar bæjarráðs ásamt bæjarstjóra og formanni menningarnefndar áttu varðandi uppbyggingu á starfsemi í Sögumiðstöð, til að efla húsið sem samfélagsmiðstöð.

Forseti sagði frá því að fjármálaráðstefnan 2020 verði á netinu þetta árið og að aðalfundur SSV verði haldinn Búðardal síðar í september.

3.Atvinnumál - Umræða

Málsnúmer 1808013Vakta málsnúmer


Umræða um atvinnumál.

Á fundi bæjarráðs þann 3. september sl. lágu fyrir tölur um atvinnuleysi. Alls voru 26 manns skráðir í atvinnuleit í Grundarfirði og 11 manns í minnkuðu starfshlutfalli í júlímánuði, samtals 37 manns. Tölur hafa ekki borist frá ágústmánuði.

Bæjarstjóri sagði frá því að nokkrar fyrirspurnir hefðu borist frá rekstraraðilum í ferðaþjónustu, sem vildu skila rekstrarleyfum vegna gistingar og taka húsnæði úr notum sem gistirými, með breytingu yfir í íbúðarhúsnæði. Slíkar breytingar eru alfarið á borði sýslumanns, sem gefur út rekstrarleyfi.

Jafnframt rætt um fyrirspurn varðandi frekari frestun gjalddaga fasteignagjalda. Sveitarfélög eru bundin af heimildum í lögum til slíks og ekki hafa verið gerðar frekari breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, hvað þetta varðar, heldur en gerðar voru sl. vor og unnið er eftir.

Forseti lagði til að bæjarstjórn óski eftir fundum/samtölum á næstu vikum við fulltrúa fyrirtækja, einkum þeirra sem hafa orðið fyrir áhrifum vegna Covid-19.

Bæjarstjóra falið að útfæra nánar fyrirkomulag, í samráði við bæjarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

4.Bæjarráð - 546

Málsnúmer 2005005FVakta málsnúmer

Allir tóku til máls.
  • 4.1 2005015 Ársreikningur 2019
    Bæjarráð - 546 Lagður fram ársreikningur Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2019.

    Bæjarráð samþykkir ársreikninginn með áritun sinni og telst hann tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.

5.Bæjarráð - 547

Málsnúmer 2005007FVakta málsnúmer

Allir tóku til máls.
  • 5.1 2001004 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 547 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • Bæjarráð - 547 Lögð fram greinargerð skipulags- og byggingafulltrúa ásamt kostnaðaráætlun vegna frágangs snúningsplans og baklóða við Fellabrekku 15-21.

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins, til að mæta kostnaði við frágang snúningsplans og baklóða við Fellabrekku 15-21, uppá 7,5 millj. kr. Fjárveiting var ekki ákveðin til verksins í lok árs 2019 vegna óvissu um kostnað.

    Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn, að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2020, til að mæta kostnaði við endurnýjun á dælu fyrir slökkviliðið, og heimild til að mæta kostnaði við kaup á bifreið fyrir áhaldahús, ef hagstæð kjör á hentugri bifreið fást nú á næstu vikum. Í viðauka sem lagður verði fyrir bæjarstjórnarfund í júní verði tilgreindar fjárhæðir fyrir þessa liði.

    Ennfremur var rætt um framkvæmdir ársins vegna utanhússviðhalds grunnskólans. Bæjarráð mun fylgjast með kostnaðaráætlun verksins.

    Bæjarstjóri kynnti fram komnar hugmyndir arkitektastofu um uppsetningu milliveggs í leikskóla.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 547 Gerð grein fyrir þeim umsóknum sem borist hafa um sumarstörf fyrir námsmenn. Lagður fram kostnaðarútreikningur vegna starfanna.

    Einnig lagður fram til kynningar, tölvupóstur frá Gunnari Njálssyni f.h. Skógræktarfélags Eyrarsveitar varðandi verkefni í sumar.
  • 5.4 2005038 Vinnuskóli 2020
    Bæjarráð - 547 Lagt til að bæjarstjóri megi auglýsa störf í vinnuskóla fyrir börn úr 7. bekk, ef aðsókn 8.-10. bekkinga verður með þeim hætti að svigrúm skapist fyrir að ráða 7. bekkinga inn.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 547 Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um styrki til starfsmanna leik- og grunnskóla sem stunda fjarnám.

    Bæjarráð fór yfir drögin og felur skrifstofustjóra og bæjarstjóra að gera breytingar á þeim í samræmi við umræður á fundinum. Drögin, þannig breytt, verði lögð fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 547 Lögð fram drög að endurskoðaðri jafnréttisáætlun Grundarfjarðarbæjar.

    Bæjarráð tekur drögin til skoðunar á fundi sínum í júní.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 547 Lögð fram til kynningar niðurstaða verðkönnunar sem fram fór um frágang snúningsplans í Fellasneið og baklóða við Fellabrekku 15-21. Tveir skiluðu inn verðtilboðum.
    Skipulags- og byggingarfulltrúi mun ganga frá samningi við lægstbjóðanda, Þ.G. Þorkelsson verktaka ehf.
  • Bæjarráð - 547 Lögð fram til kynningar drög að nýjum beitarsamningi við Hesteigendafélag Grundarfjarðar.

    Bæjarráð yfirfór drögin og samþykkir þau fyrir sitt leyti.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 547 Lögð fram til kynningar fjórða útgáfa Hagvísis, sem gefinn er út af SSV.
  • Bæjarráð - 547 Lagt fram til kynningar yfirlit Vinnumálastofnunar yfir atvinnuleysi.
  • Bæjarráð - 547 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir aðgerðir ríkisstjórnar og Alþingis í tengslum við Covid-19 sem snúa að sveitarfélögum.
  • Bæjarráð - 547 Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 26. maí sl. varðandi endurgreiðslu virðisaukaskatts á byggingarstað.
  • Bæjarráð - 547 Lögð fram til kynningar tilkynning stjórnarráðsins vegna aukaúthlutunar framlaga fyrir dreifbýlið í verkefninu "Ísland ljóstengt" ásamt áhugakönnun um þátttöku í aukaúthlutuninni.
  • Bæjarráð - 547 Lögð fram til kynningar svör minjavarðar Vesturlands við fyrirspurn bæjarstjóra um verkefni í minjavernd, sbr. umræður í bæjarstjórn 14. maí sl.

    Bæjarráð leggur til að endurbætur/breytingar á Samkomuhúsi Grundarfjarðar verði tilnefndar sem verkefni vegna átaks Minjastofnunar í húsverndarmálum.

    Samþykkt samhljóða.
  • 5.15 2005026 Aðalfundur SSV 2020
    Bæjarráð - 547 Lagt fram til kynningar fundarboð aðalfundar SSV sem haldinn verður 15. júní nk.

  • Bæjarráð - 547 Lagt fram til kynningar svar bæjarstjóra til Umhverfisstofnunar dags. 15. maí sl. ásamt greinargerð um áform vegna lokunarfyrirmæla.
  • Bæjarráð - 547 Lögð fram til kynningar auglýsing heilbrigðisráðherra vegna takmörkunar á samkomum vegna farsóttar, dags. 22. maí sl. sem tók gildi 25. maí sl.

  • Bæjarráð - 547 Lagðar fram til kynningar upplýsingar um útboð verkefna á sviði jarðhita og vatnsaflsvirkjana á vegum Uppbyggingarsjóðs EES.

  • Bæjarráð - 547 Lögð fram til kynningar skýrsla Umhverfisstofnunar um landsvörslu við Breiðafjörð fyrir árið 2019.
  • Bæjarráð - 547 Lagður fram til kynningar samningur við Tómas Frey Kristjánsson vegna ljósmynda af viðburðum í Grundarfirði árið 2020.
  • Bæjarráð - 547 Lagt fram til kynningar ársuppgjör Sjómannadagsráðs Grundarfjarðar vegna ársins 2019.
  • Bæjarráð - 547 Lagður fram til kynningar ársreikningur Setbergssóknar árið 2019.
  • Bæjarráð - 547 Lagður fram til kynningar ársreikningur UMFG árið 2019.
  • Bæjarráð - 547 Lagður fram til kynningar tölvupóstur Þjóðskrár Íslands vegna forsetakosninga 2020 og útgáfu kjörskrárstofns.

    Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer nú fram í Ráðhúsi Grundarfjarðar, skv. samkomulagi Sýslumannsembættisins við Grundarfjarðarbæ. Opið verður kl. 10-14 alla virka daga frá 9. júní nk.

6.Bæjarráð - 548

Málsnúmer 2006002FVakta málsnúmer

  • 6.1 2001004 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 548 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • 6.2 2002001 Greitt útsvar 2020
    Bæjarráð - 548 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar í janúar-maí 2020. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar lækkað um 1,7% miðað við sama tímabil í fyrra.

    Bæjarstjóri sagði frá fundi sem hún sat 18. júní sl. með fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, með ríkisskattstjóra og fulltrúum fjármálaráðuneytisins og hagstofunnar, um beiðni sveitarfélaga til Skattsins um haldbetri upplýsingar um útsvarstekjur.

    Sem fyrr, lýsir bæjarráð yfir áhyggjum sínum af þróun útsvarstekna, einkum því hversu sveiflukenndar tekjurnar eru milli mánaða og í samanburði við tekjur fyrri ára. Bæjarráð telur verulega skorta á upplýsingagjöf og gagnsæi þegar kemur að útsvarstekjum sem innheimtar eru af Skattinum. Útsvarið er stærsti tekjustofn bæjarins. Eðlilegt er að haldgóðar upplýsingar liggi fyrir um þróun þess, enda nauðsynlegar forsendur í rekstri sveitarfélagsins.

  • Bæjarráð - 548 Lagt fram tíu ára fjárhagsyfirlit með upplýsingum úr ársreikningi og lykiltölum áranna 2010-2019.
  • 6.4 2006020 Launaáætlun 2020
    Bæjarráð - 548 Lagt fram yfirlit sem sýnir samanburð á launaáætlun og útgreiddum launum janúar-maí 2020. Skv. yfirlitinu eru raunlaun undir áætlun.
  • Bæjarráð - 548 Fyrir fundinum lágu drög að endurskoðaðri jafnréttisáætlun Grundarfjarðarbæjar.

    Karen Lind Ketilbjarnardóttir og Katrín Súsanna Björnsdóttir, sátu fundinn undir þessum lið. Þær eru sumarstarfsmenn hjá Grundarfjarðarbæ og fól bæjarstjóri þeim að rýna í drög að jafnréttisáætlun bæjarins, með hliðsjón af löggjöf og jafnréttisáætlunum annarra sveitarfélaga.

    Þær kynntu fyrir bæjarráði helstu atriði sem þær höfðu dregið saman, sem ábendingar við endurskoðun jafnréttisáætlunar.

    Góðar umræður urðu um efni áætlunarinnar.

    Karen og Katrínu var þakkað fyrir góða vinnu og kynningu á fundinum.

    Með hliðsjón af gagnlegum ábendingum þeirra mun bæjarráð skoða betur efni og framsetningu áætlunarinnar, ásamt því hvernig megi útfæra þær í starfsemi stofnana bæjarins.

    Bæjarráð/jafnréttisnefnd mun leita eftir samtali við forstöðumenn stofnana í tengslum við endurskoðun jafnréttisáætlunar.

    Frekari vinnu við jafnréttisáætlun Grundarfjarðarbæjar frestað til næsta fundar.
  • Bæjarráð - 548 Lögð fram beiðni skólastjóra grunnskólans um 56% viðbótarstöðugildi við kennslu á haustönn. Útreikningur á launakostnaði liggur fyrir.

    Beiðni skólastjóra samþykkt samhljóða. Svigrúm er fyrir auknu framlagi til grunnskóla í launaáætlun bæjarins, sbr. yfirferð launaáætlunar í 4. lið þessa fundar.
  • Bæjarráð - 548 Fyrir fundinum lágu áður samþykktar vinnutillögur Verkís vegna frágangs á austanverðri Grundargötu. Bæjarráð ræddi fyrirhugaðar framkvæmdir og mögulegar tímasetningar. Málið er í vinnslu.

  • 6.8 1912003 Framkvæmdir 2020
    Bæjarráð - 548 Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss, sat fundinn undir hluta af þessum lið, vegna umræðna um ástand gangstétta og framkvæmda við þær og um opin svæði innanbæjar fyrir plöntun trjáa.

    Bæjarstjóri fór yfir helstu framkvæmdaverkefni sumarsins.

    Jafnframt umræða um skilti og skiltastefnu, Sögumiðstöð; notkun og framkvæmdir þar og önnur áhugaverð verkefni.
  • Bæjarráð - 548 Lagður fram til kynningar samningur Grundarfjarðarbæjar við Vinnuvernd ehf. um trúnaðarlæknisþjónustu.
  • Bæjarráð - 548 Lagður fram til kynningar tölvupóstur Minjavarðar Vesturlands dags. 19. júní sl., sem er svar við tölvupósti bæjarstjóra. Í póstinum kemur fram að Minjastofnun hafi hætt við að auglýsa eftir sérstökum átaksverkefnum en lagt upp með að styðja frekar við þau verkefni sem í gangi voru fyrir. Ennfremur er bærinn hvattur til að sækja um styrk til Minjastofnunar fyrir endurgerð Samkomuhúss Grundarfjarðar þegar næst verður auglýst.
  • Bæjarráð - 548 Lögð fram til kynningar fundargerð 108. stjórnarfundar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga sem haldinn var 5. júní sl.
  • Bæjarráð - 548 Lögð fram til kynningar fundargerð 885. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 12. júní sl.
  • Bæjarráð - 548 Lagðar fram til kynningar fundargerðir aðalfundar og stjórnarfundar Jeratúns ehf. en fundirnir voru haldnir 20. maí sl.
  • Bæjarráð - 548 Lagt fram til kynningar bréf Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra dags. 12. júní sl. varðandi tilslakanir á takmörkunum frá 15. júní og fjöldatakmörkun sem verður í gildi frá þeim tíma.
  • Bæjarráð - 548 Lagt fram til kynningar bréf Almannavarndardeildar ríkislögreglustjóra dags. 12. júní sl., með leiðbeiningum fyrir vinnuskóla sveitarfélaga.
  • Bæjarráð - 548 Lagt fram til kynningar bréf Almannavarndardeildar ríkislögreglustjóra dags. 12. júní sl., varðandi tilslakanir á takmörkunum frá 15. júní fyrir skóla- og frístundastarf.
  • Bæjarráð - 548 Lagt fram til kynningar yfirlit Sambands íslenskra sveitarfélaga um minnkandi starfshlutfall og atvinnuleysi.
  • Bæjarráð - 548 Lögð fram til kynningar könnun Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 12. júní sl., þar sem leitað er svara við því hvernig unnt sé að einfalda regluverk eða bæta þjónustu hins opinbera.
  • Bæjarráð - 548 Lagður fram til kynningar tölvupóstur Landlæknisembættisins dags. 22. júní sl., varðandi undirbúning landamæraskimunar á flugvöllum og höfnum.

7.Bæjarráð - 549

Málsnúmer 2006003FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð - 549 Lagður fram kjörskrárstofn frá Þjóðskrá Íslands, vegna forsetakosninga 27. júní 2020. Kjörskrárstofninn miðast við þau sem skráð eru með lögheimili í sveitarfélaginu þremur vikum fyrir kjördag eða 6. júní 2020.

    Bæjarráð samþykkir kjörskrána í samræmi við ákvæði 4. mgr. 32. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar og felur bæjarstjóra að undirrita hana og leggja fram í samræmi við ákvæði í 2. mgr. 24. gr. kosningalaga.

    Samþykkt samhljóða.

8.Bæjarráð - 550

Málsnúmer 2006005FVakta málsnúmer

Allir tóku til máls.
  • 8.1 2001004 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 550 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • 8.2 2002001 Greitt útsvar 2020
    Bæjarráð - 550 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-júní 2020. Skv. yfirlitinu er greitt útsvar 0,3% lægra en á sama tímabili í fyrra.

    Bæjarstjóri sagði frá því að fyrirhugaður væri fundur fulltrúa sveitarfélaga með Skattinum, eftir verslunarmannahelgi, til að ræða óskir sveitarfélaga um haldbetri upplýsingagjöf Skattsins um útsvar sveitarfélaga.
  • Bæjarráð - 550 Lögð fram tillaga að viðbótarfjárveitingu vegna yfirbreiðslu yfir sundlaug, sem nauðsynlegt er að endurnýja.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að keypt verði yfirbreiðsla yfir sundlaug. Aukafjárframlagi verði mætt með lækkun annarra liða fjárfestingaáætlunar.
  • 8.4 1912003 Framkvæmdir 2020
    Bæjarráð - 550 Farið yfir helstu framkvæmdir.

    Bæjarstjóri sagði frá úttekt á ástandi gangstétta, stíga, tenginga o.fl. Marta Magnúsdóttir tók að sér að vinna með bænum að ástandsúttekt gangstétta, sem bæjarráð samþykkti nýlega að láta vinna.

    Ennfremur rætt um framkvæmdir á austanverðri Grundargötu og nokkur svæði innanbæjar, sem forstöðumenn hjá bænum og bæjarstjóri hafa áhuga á að planta í trjám. Bæjarstjóri hefur óskað eftir samstarfi við Skógræktarfélagið.
  • Bæjarráð - 550 Lögð fram tillaga að skiltastefnu Grundarfjarðarbæjar. Grundarfjarðarbær fékk styrk, til að vinna að öryggismálum (m.a. skiltastefnu) út frá Kirkjufelli og ferðafólki.

    Rætt hvar unnt sé að sinna öryggismálum ferðafólks með skilaboðum, m.a. á skiltum og hvar setja eigi slík skilti. Sett hefur verið upp skilti vegna öryggismála (viðvörunarskilti) við Kirkjufell. Rætt um næstu skilti sem væru endurnýjuð við innkomina í bæinn, við snúningsplan vestast og við hafnargarðinn við Suðurgarð.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða skiltastefnu Grundarfjarðarbæjar.
  • Bæjarráð - 550 Framhald umræðu um jafnréttisáætlun bæjarins.

    Jafnréttisstofa hefur lagt hart að Grundarfjarðarbæ að skila inn endurskoðaðri jafnréttisáætlun á yfirstandandi kjörtímabili. Til stóð að ljúka þeirri vinnu í haust, að aflokinni yfirferð með forstöðumönnum stofnana bæjarins o.fl.
    Í ljósi erindis Jafnréttisstofu í tölvupósti dags. 6. júlí sl. er lagt til að fyrirliggjandi drög að jafnréttisáætlun verði samþykkt núna og send Jafnréttisstofu.

    Í samræmi við umræður bæjarráðs/jafnréttisnefndar á síðasta fundi sínum, er jafnframt lagt til að þeirri vinnu sem hafin var við umbætur á áætluninni, verði fram haldið og áætlunin sem nú er samþykkt verði endurskoðuð, með aðkomu forstöðumanna stofnana varðandi framkvæmd jafnréttismála.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Bæjarstjóri sagði frá því að Jafnréttisstofa hefði gert nokkrar athugasemdir við innsenda áætlun. Bæjarráð/jafnréttisnefnd muni fara yfir það á næsta fundi sínum.
  • Bæjarráð - 550 Í framhaldi af samþykkt bæjarstjórnar þann 14. maí sl. Starfsmaður var ráðinn með liðsinni Vinnumálastofnunar, en bærinn greiðir viðbótarframlag. Lagður fram útreikningur á framlagi miðað við mismunandi fjölda mánaða.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að greiða framlag í þrjá mánuði. Kostnaður verði færður milli liða í launaáætlun bæjarins.

  • Bæjarráð - 550 Lögð fram verkefnislýsing vegna aðalskipulags Reykhólahrepps, sem send var til umsagnar nágrannasveitarfélaga og gefinn frestur til umsagna til 10. ágúst nk.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn frá umhverfis- og skipulagsnefnd um erindið.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 550 Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lokið við frumdrög að markaðsgreiningu á heildsölumörkuðum fyrir staðaraðgang með fasttengingu og miðlægan aðgang með fasttengingu fyrir fjöldaframleiddar vörur.

    Markaðsgreiningin er grundvöllur ákvörðunar um það hvort leggja skuli á, viðhalda eða fella niður sérstakar kvaðir á fjarskiptafyrirtæki sem útnefnd hafa verið með umtalsverðan markaðsstyrk.

    Hefur stofnunin óskað eftir viðbrögðum fjarskiptafyrirtækja og annarra hagsmunaaðila við þeim frumdrögum sem hér eru lögð fyrir bæjarráð.

    ---
    Nú er lokið lagningu ljósleiðaranets í dreifbýli Grundarfjarðarbæjar og tengingar komnar á í dreifbýli víðast hvar á landinu.

    Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar telur mikilvægt að skapað verði umhverfi sem styður við áframhaldandi uppbyggingu ljósleiðaranets í þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni, til að ekki skerðist enn frekar samkeppnisstaða þeirra gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Bæjarráð hvetur Póst- og fjarskiptastofnun til þess að leggja ekki kvaðir á fjarskiptafyrirtæki sem gætu verið hamlandi fyrir frekari uppbyggingu á landsbyggðinni.

    Mikilvægt er að skapað verði umhverfi sem styður við áframhaldandi uppbyggingu í þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni í samræmi við stefnu Alþingis í fjarskiptum fyrir árin 2019-2033, þar sem stefnt er að því að ljósleiðaravæðing verði áfram forgangsverkefni og að ljósleiðaravæðingu allra lögheimila og vinnustaða á Íslandi verði lokið árið 2025.

    Samþykkt samhljóða.

  • Bæjarráð - 550 Lagður fram til kynningar undirritaður samningur við tryggingafélagið VÍS, sem gerður er á grunni niðurstöðu úr útboði á tryggingamálum bæjarins.
  • Bæjarráð - 550 Lögð fram til kynningar fundargerð 161. fundar stjórnar Heilbrigðisnefndar Vesturlands sem haldinn var 27. maí sl.
  • Bæjarráð - 550 Lögð fram til kynningar tilkynning um landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga og 20 ára afmælisráðstefnu Jafnréttisstofu sem haldin verða á Akureyri 15. og 16. september í samstarfi Akureyrarbæjar, Jafnréttisstofu og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
  • Bæjarráð - 550 Lagt fram til kynningar bréf félags- og barnamálaráðherra dags 22. júní sl., um aukið félagsstarf fyrir fullorðið fatlað fólk sumarið 2020 vegna Covid-19.
  • Bæjarráð - 550 Lagt fram til kynningar fréttabréf Skipulagsstofnunar, Torgið, sem kemur út tvisvar á ári og er ætlað að miðla upplýsingum um starf Skipulagsstofnunar og kynna um leið nýjungar og fagleg efni á sviði skipulagsmála.
  • Bæjarráð - 550 Lagt fram til kynningar nýtt götukort Grundarfjarðarbæjar 2020.
  • Bæjarráð - 550 Lagt fram til kynningar skjal Þjóðskrár Íslands með töflu eftir sveitarfélögum, sem sýnir íbúafjölda 1. desember 2018 og 2019, og 1. júlí 2020 og mismun þar á milli. Íbúafjöldi 1. des. 2018 var 876, fjöldi íbúa 1. des. 2019 var 877, en íbúar þann 1. júlí 2020 voru 874.

9.Bæjarráð - 551

Málsnúmer 2007005FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð - 551 Lögð fram gögn vegna samskipta við nýja kaupendur að neðri hæð húsnæðisins að Grundargötu 30, fastanr. 211 5064, ásamt tillögu þess efnis að Grundarfjarðarbær gangi inn í kaupin á neðri hæð og greiði fyrir þau með eignarhluta sínum á efri hæð hússins, fastanr. 211 5066, auk 10 millj. kr. vaxtalauss skammtímaláns.

    Bæjarráð samþykkir að ganga inn í kaupin að Grundargötu 30, fastanr. 211 5064, ásamt öllu því sem eignarhlutanum fylgir og fylgja ber. Bæjarráð samþykkir jafnframt að efri hæð hússins, fastanr. 211 5066, verði afsalað til núverandi rétthafa neðri hæðar, auk greiðslu að fjárhæð 10 millj. kr. í formi vaxtalauss skammtímaláns, skv. nánari kjörum í kauptilboði.

    Aukinni fjárfestingu að fjárhæð 10 millj. kr. verði mætt með gerð viðauka við fjárhagsáætlun 2020, en gengið verði frá honum á fundi bæjarstjórnar í haust.

    Bæjarstjóra falið að ganga frá skjölum vegna kaupanna.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 551 Í samræmi við afgreiðslu á lið nr. 1 á fundinum verður aukinni fjárfestingu að fjárhæð 10 millj. kr. mætt með gerð viðauka við fjárhagsáætlun 2020, sem tekinn verður fyrir á fundi bæjarstjórnar í haust.

10.Bæjarráð - 552

Málsnúmer 2007004FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð - 552 Bæjarráð ræddi um stöðu mála vegna áhrifa Covid, á fyrirtæki, tekjur sveitarfélagsins og fleira.
  • 10.2 2002001 Greitt útsvar 2020
    Bæjarráð - 552 Lagt fram annars vegar yfirlit Sambands íslenskra sveitarfélaga um útsvar fyrstu sex mánuði ársins 2020. Hins vegar mánaðaryfirlit útsvars fyrstu sjö mánuði ársins 2020, samanborið við sama tímabil 2019.
    Útsvarstekjur drógust saman um 19% í júlí 2020, m.v. sama mánuð árið á undan.
  • 10.3 1912003 Framkvæmdir 2020
    Yfirferð um helstu framkvæmdir 2020 og stöðu þeirra. Bæjarráð - 552 Bæjarráð fór ásamt skipulags- og byggingarfulltrúa og umsjónarmanni fasteigna í skoðunarferð í grunnskólann. Skoðaðar voru framkvæmdir sumarsins.
    Að því búnu var fundað í Ráðhúsi og rætt um eftirfarandi:

    1. Ástand grunnskólahúsnæðis, austasta hluta bygginga.
    Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir stöðu verkframkvæmda. Rætt um ástand útveggja og þær múrviðgerðir sem farið hafa fram og sem áætlaðar eru, viðgerðir á gluggum o.fl. í samræmi við ástandsskýrslu Eflu, verkfræðistofu frá 2017.

    Samþykkt að endurskoða áætlun um viðgerðir á austurhluta skólahúss m.t.t. þess hvort skynsamlegt væri að klæða hluta þeirra veggja sem ætlunin var að ráðast í múrviðgerðir á.
    Bæjarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna og upplýsinga um kostnað ef slíkar leiðir yrðu farnar, sbr. umræður fundarins.

    2. Þak á NA-hluta skólahúss og viðgerðir á hornstofu.
    Framkvæmdir hafa farið fram í sumar. Þak á hornstofu var rifið og þak dúklagt. Viðgerðir unnar
    innanhúss á hornstofunni, loftaplötur teknar niður og ljós, viðgerðir á veggjum, málað o.fl. Stofan verður hluti af aðstöðu heilsdagsskólans.

    Hér vék Sigurður Valur af fundi og var honum þökkuð koman.

    3. Grundargata 65.
    Farið yfir ástand íbúðar og næstu skref, en íbúðin er til sölu.

    Hér vék Gunnar Jóhann af fundi og var honum þökkuð koman.

    4. Gangstéttir, stígar o.fl., ástandsúttekt.
    Björg fór yfir úttekt sem er í gangi á ástandi gangstétta, gangbrauta o.fl. Ætlunin er að setja fram forgangsröðun framkvæmda við endurbætur, á grunni ástandsúttektar. Til frekari umræðu í bæjarráði síðar.

  • 10.4 1801048 Sögumiðstöðin
    Sögumiðstöðin, framtíðarstarfsemi og notkun hússins. Bæjarráð - 552 Bæjarstjóri kynnti viðræður við Sögustofuna, Inga Hans Jónsson, um að taka að sér að aðstoða bæinn við breytingar og fyrirkomulag á framtíðarstarfsemi í Sögumiðstöð, í samræmi við fyrri bókanir menningarnefndar og bæjarstjórnar.

    Lögð fram drög að samningi og hugmyndum, sem verða útfærð nánar.
    Bæjarstjóra falið að vinna áfram að samningi á þeim grunni sem lagður var fram og leggja fyrir bæjarráð, með aðkomu menningarnefndar, en býður Inga jafnframt til umræðna á fund á næstunni.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Bæjarstjóri vísaði í minnispunkta sína, þar sem sagt er frá því að fulltrúar úr bæjarráði, formaður menningarmálanefndar og bæjarstjóri hafi fundað með Inga Hans þann 9. september, í samræmi við þessa bókun bæjarráðsins. Þar var farið yfir óskir og næstu skref.
  • Umræða um framtíðarnot hússins, neðri hæðar Grundargötu 30. Bæjarráð - 552 Á 551. fundi bæjarráðs var samþykkt að ganga inn í kaup Helgrinda ehf. á eignarhluta á neðri hæð hússins að Grundargötu 30, og að afsala efri hæð til sama aðila. Eignaskiptin eru í frágangsferli.

    Við eignaskiptin ræður bærinn yfir auknu rými í húsinu, samtals tæplega 450 m2, sem er aukning um 190 m2. Húsið er miðsvæðis í bænum, rýmið er á jarðhæð, auk rýmis í kjallara hússins. Samið hefur verið um ljósleiðaratengingu við húsið.
    Þessi eignabreyting skapar ýmsa nýja þróunarmöguleika, m.a. fyrir fyrirtæki eða einstaklinga sem þarfnast aðstöðu til fjarvinnu, sem er í anda þess hvernig efri hæðin hefur nýst síðustu árin.
    Ákvarðanir um nýtingu og útfærslu á rýminu verða teknar fljótlega.
  • Lagt er til að auglýsing um umferð í Grundarfjarðarbæ frá 2007 verði felld úr gildi, með vísan til 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 sem tóku gildi um sl. áramót. Bæjarráð - 552 Í nýjum umferðarlögum er ekki lengur gerð krafa um að ákvarðanir um umferð verði birtar með opinberri auglýsingu, heldur nægir að gefa ákvörðunina til kynna með merkingum.
    Auk þess heldur bærinn utan um allar ákvarðanir teknar á grunni 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

    Samþykkt samhljóða að fella úr gildi auglýsingu um umferð í Grundarfjarðarbæ. Bæjarstjóra falið að afturkalla hana með tilkynningu til Stjórnartíðinda og auglýsa það á vef bæjarins.
  • Beiðni um umsögn vegna umsóknar um endurnýjun rekstrarleyfis.
    Slökkviliðsstjóri og byggingarfulltrúi hafa veitt jákvæða umsögn.
    Bæjarráð - 552 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi dags. 7. júlí 2020 þar sem óskað er umsagnar bæjarstjórnar um umsókn um rekstur minna gistiheimilis í flokki II, sem rekið er sem Hálsaból, sumarhús að Hálsi.
    Fyrir liggja jákvæðar umsagnir slökkviliðsstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði endurnýjað.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bréf um endurbætur á gangstétt á Borgarbraut. Bæjarráð - 552 Bæjarráð hefur haft ástand gangstétta til ítarlegrar skoðunar og gerir sér grein fyrir að mjög víða er orðin brýn þörf fyrir úrbætur.

    Í því ljósi setti bæjarráð af stað vinnu í vor við að greina ástand gangstétta, gangbrauta, umferðartenginga o.fl., sbr. umræður sem fram fóru undir lið nr. 3 á þessum fundi.
    Þegar samantektin liggur fyrir verður framkvæmdum við endurbætur forgangsraðað.

    Bæjarráð þakkar bréfritara erindið og felur bæjarstjóra að svara því.
  • Bæjarráð - 552 Vegagerðin úthlutaði bænum 3ja milljón króna styrk til þriggja verkefna; fyrir ræsi í Kolgrafafirði, viðgerð á brú yfir Hrafnsá og vegna skoðunar á ástandi gömlu brúarinnar yfir Kirkjufellsfoss.
  • Bæjarráð - 552 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 552 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 552 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 552 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 552 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 552 Lagt fram til kynningar.
  • Ársreikningur 2019 frá styrkhafa lagður fram til kynningar. Bæjarráð - 552 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 552 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 552 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 552 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 552 Lagt fram til kynningar. Fundinum verður streymt á Facebook-síðu Skipulagsstofnunar, 26. ágúst nk.

11.Bæjarráð - 553

Málsnúmer 2008004FVakta málsnúmer

  • 11.1 2001004 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 553 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • 11.2 2002001 Greitt útsvar 2020
    Bæjarráð - 553 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-ágúst 2020, ásamt samanburði milli sveitarfélaga á Vesturlandi. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar Grundarfjarðarbæjar hækkað um 2,3% miðað við sama tímabil í fyrra.

    Í fjárhagsáætlun 2020 var hins vegar gert ráð fyrir að útsvar myndi hækka um 6,2% á árinu.

  • 11.3 2009001 Sex mánaða uppgjör
    Bæjarráð - 553 Lagt fram sex mánaða uppgjör A og B hluta bæjarsjóðs, janúar-júní 2020, þar sem fram kemur að rekstrarniðurstaða er 2,5 millj. kr. lakari en árshlutaáætlun gerði ráð fyrir.

    Útsvarstekjur bæjarsjóðs voru 2,3% hærri fyrstu átta mánuði ársins miðað við sama tímabil á árinu 2019, sem er um 10,9 millj. kr. lægra en áætlun gerði ráð fyrir.

    Ef áform Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga ganga eftir, þá lækka jöfnunarsjóðstekjur Grundarfjarðarbæjar úr 223,2 millj. kr. í 201,6 millj. kr., eða um 21,6 millj. kr. samtals á árinu.

    Bæjarráð lýsir yfir verulegum vonbrigðum með þessa ákvörðun Jöfnunarsjóðsins.
  • 11.4 2006020 Launaáætlun 2020
    Bæjarráð - 553 Lagt fram yfirlit sem sýnir samanburð á launaáætlun og útgreiddum launum Grundarfjarðarbæjar í janúar til ágúst 2020. Skv. yfirlitinu eru raunlaun undir áætlun.
  • Bæjarráð - 553 Lagt fram bréf Sýslumannsins á Vesturlandi vegna innheimtu útsvars. Óskað er eftir að fyrnd krafa að fjárhæð 650 þús. kr. verði afskrifuð, ásamt dráttarvöxtum.

    Samþykkt samhljóða.
  • 11.6 2005002F Hafnarstjórn - 10
    Bæjarráð - 553
  • Bæjarráð - 553
  • 11.8 1912003 Framkvæmdir 2020
    Bæjarráð - 553 Bæjarstjóri fór yfir framkvæmdir.

    1. Hraðahindranir á Grundargötu:
    Vegagerðin hefur, að ósk bæjarins, sett á áætlun að gera við hraðahindranir á Grundargötu. Vegagerðin hefur borið undir bæjarstjóra hvort vilji sé til þess að malbika hraðahindranir í staðinn fyrir að hafa þær hellulagðar, til að flýta fyrir framkvæmdahraða.

    Bæjarráð vill halda sig við hellulagðar hraðahindranir á Grundargötu vegna ásýndar miðbæjarins.

    2. Múrhúðun grunnskóla
    Nánari umræða um sprunguviðgerðir, í framhaldi af umræðu síðasta fundar. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa um samskipti við verktaka um útfærslu viðgerða. Frágangur veggja á neðri hæð skólahúss, sunnan- og austanverðs, hefur farið fram. Sléttir fletir verða málaðir að vori. Framkvæmdin er í samræmi við Eflu-skýrsluna frá 2017 og innan fjárhagsáætlunar ársins.
  • Bæjarráð - 553 Lagt til að bæjarráð samþykki að endurnýja heimild nefnda og ráða bæjarins til að halda fundi sína í fjarfundi, í samræmi við heimild útgefna af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem gildir til 10. nóvember nk.

    Ákvörðunin er í samræmi við áður útgefna samþykkt bæjarstjórnar á grunni fyrri heimildar ráðherra.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 553 Lagt fram annars vegar tölvupóstur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um frumkvæðisathugun á samstarfssamningum sveitarfélaga, og hinsvegar bréf til sveitarfélagsins vegna þeirra félaga sem það á aðild að, á Snæfellsnesi og Vesturlandi.
    Lagt er fyrir að gera tilteknar breytingar á samstarfssamningum, í samræmi við leiðbeiningar ráðuneytisins.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu, í samvinnu við hlutaðeigandi samstarfssveitarfélög. Tillögur um breytingar koma síðar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 553 Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um umsögn við umsókn Bjargarsteins á rekstrarleyfi til að reka veitingastað í flokki II.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 553 Lagt fram fundarboð eigendafundar Sorpurðunar Vesturlands sem haldinn verður 7. september nk. Umræður um fyrirhugaðan eigendafund í fyrirtækinu.

    Bæjarstjóri mun fara með atkvæði bæjarins á fundinum, en að auki er bæjarfulltrúum heimil seta á hluthafafundum félagsins.

    Samþykkt samhljóða.
  • 11.13 2008032 Fjallskil 2020
    Bæjarráð - 553 Lögð voru á fjallskil fyrir árið 2020 og ákveðnir gangnadagar/réttardagar:

    Fyrri leit fari fram laugardaginn í 22. viku sumars, 19. september 2020 og réttað sama dag.

    Síðari leit fari fram laugardaginn í 24. viku sumars, 3. október 2020 og réttað sama dag.

    Réttað verður að Hrafnkelsstöðum og Mýrum.

    Fundargerð vegna fjallskila frá því fyrr í dag og fjallskilaboð 2020 samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 553 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar Sorpurðunar Vesturlands sem haldinn var 12. ágúst sl.
  • Bæjarráð - 553 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir atvinnuleysi á landinu.

    Alls voru 26 manns skráðir í atvinnuleit í Grundarfirði og 11 manns í minnkuðu starfshlutfalli í júlímánuði, samtals 37 manns.
  • Bæjarráð - 553 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 553 Lagt fram til kynningar fundarboð Jafnréttisstofu á fjar-landsfundi um jafnréttismál sveitarfélaga sem haldinn verður 15. september nk.

12.Bæjarráð - 554

Málsnúmer 2009001FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð - 554 Íbúðin var auglýst til leigu og bárust þrjár umsóknir, en ein þeirra var dregin til baka.

    Eftir yfirferð umsókna í samræmi við reglur um úthlutun leiguíbúða og matsviðmið vegna úthlutunar leiguíbúða, úthlutar bæjarráð Ragnheiði Kristjánsdóttur íbúðinni.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 554 Íbúðin var auglýst til leigu og bárust tvær umsóknir.

    Eftir yfirferð umsókna í samræmi við reglur um úthlutun leiguíbúða og matsviðmið vegna úthlutunar leiguíbúða, úthlutar bæjarráð Söru Wiktoria Komosa íbúðinni.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 554 Lögð fram ósk skólastjóra grunnskólans um að lækka mánaðarlega áskrift vegna ávaxta úr 2.000 kr. í 1.500 kr.

    Samþykkt samhljóða.

13.Skipulags- og umhverfisnefnd - 221

Málsnúmer 2008006FVakta málsnúmer

  • Orri Árnason hjá Zeppelin arkitektum kynnir ásýndarstúdíu sem hann hefur unnið fyrir hönd landeigenda, sem vinna nú að deiliskipulagi fyrir svæðið.
    Bæjarfulltrúum var boðið að sitja fundinn undir þessum lið.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 221 Orri sýndi myndband sem gerir grein fyrir útliti fyrirhugaðrar hótelbyggingar að Skerðingsstöðum og hvernig hún fellur að landslagi og umhverfi. Myndbandið sýnir aðkomu úr þremur áttum, þannig að "ekið" er frá Búlandshöfða, frá Mýrum og svo sjónarhorn hinum megin Lárvaðals.

    Einnig fór hann yfir kynningu sem hann hafði útbúið, þar sem fyrirhuguðum byggingum hefur verið skeytt inná ljósmyndir teknar frá mismunandi sjónarhornum í nágrenninu.

    Fram komu spurningar um fyrirhugaða stærð (herbergisfjölda), lýsingu og ásýnd, meðal annars frá þéttbýlinu, um gróðurbelti og fleira. Einnig komu fram spurningar um minni húsin, tengsl þeirra og samræmi við hótelbyggingu.

    Orra var þökkuð kynning hans og yfirferð gagna og bæjarfulltrúum þökkuð þátttaka í þessum lið.

    Orri, Jósef og Rósa viku hér af fundi.

    Bókun fundar SÞ vék af fundi undir liðum 13.1 og 13.2.

    Til máls tóku JÓK, UÞS, RG, GS, HK og BÁ.
  • Fyrir nefndinni lágu erindi Zeppelin arkitekta, frá 31. júlí og 11. ágúst sl. um ásýndarstúdíu, ásamt kynningarmyndbandi. Gögnin voru kynnt nefndinni á 220. fundi. Ennfremur gögn sem lögð voru fram í kynningu á þessum fundi, sjá dagskrárlið nr. 1.
    Í fyrrgreindu erindi Zeppelin arkitekta er óskað eftir afstöðu nefndarinnar til framlagðrar ásýndarstúdíu, áður en farið er í frekari vinnu við gerð deiliskipulagstillögunnar.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 221 Í fram komnu myndbandi er gerð grein fyrir útliti fyrirhugaðrar hótelbyggingar að Skerðingsstöðum og hvernig hún fellur að landslagi og umhverfi. Myndbandið sýnir aðkomu úr þremur áttum, þannig að "ekið" er frá Búlandshöfða, frá Mýrum og svo sjónarhorn hinum megin Lárvaðals. Einnig liggja fyrir ljósmyndir, teknar frá mismunandi sjónarhornum í nágrenninu, þar sem fyrirhuguðum byggingum hefur verið skeytt inná.

    Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í þau gögn um ásýnd sem kynnt hafa verið, eins og þau liggja fyrir á þessu stigi, með fyrirvara um að unnið verði áfram að gerð deiliskipulagstillögu með hliðsjón af framlögðum gögnum, sem og afgreiðslu nefndarinnar á athugasemdum við skipulagslýsingu, sbr. 206. fund nefndarinnar þann 13. nóvember 2019.

    Með vísan til umræðu undir dagskrárlið 1 á fundinum, hvetur skipulags- og umhverfisnefnd til þess að hugað verði betur að samræmi stakstæðra húsa við hótelbygginguna og nærumhverfi mannvirkjanna.
    Bókun fundar Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar.

    Til máls tóku JÓK, UÞS, RG, GS, HK og BÁ.

    SÞ tók aftur sæti sitt á fundinum.
  • 13.3 2008019 Skíðadeild UMFG
    Skíðadeild Ungmennafélags Grundarfjarðar óskar eftir leyfi til þess að setja upp þrjár snjósöfnunargrindur meðfram skíðabrekku Skíðadeildar UMFG. Skipulags- og umhverfisnefnd - 221 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í ósk Skíðadeildarinnar um að setja upp þrjár snjósöfnunargrindur. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fara yfir staðsetningu grindanna með fulltrúum Skíðadeildarinnar og að því loknu gefa út framkvæmdarleyfi til Skíðadeildar UMFG að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 221 Lögð fram til kynningar Fjallskil 2020.
  • Mál sem eru í vinnslu hjá skipulags- og byggingarfulltrúa, til kynningar. Skipulags- og umhverfisnefnd - 221 Skipulags- og byggingarfulltrúi sagði frá málum sem hann hefur í vinnslu.
    Hann sagði einnig frá fundi sem skipulags- og byggingarfulltrúaembættið gekkst fyrir í síðustu viku, í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Iðnmeisturum og byggingarstjórum með löggildingu frá Mannvirkjastofnun var boðið á fundinn.
    Farið var yfir verklag við leyfisveitingar og eftirlit með byggingarframkvæmdum, ábyrgðir og fleira. Gerð var grein fyrir nýjungum og breytingum sem eru að verða á fyrirkomulagi byggingarmála. Nýtt fyrirkomulag mun auka skilvirkni og yfirsýn þessara mála.

14.Kosning í nefndir skv. B lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 1806014Vakta málsnúmer

Unnur Þóra Sigurðardóttir hefur óskað eftir úrsögn úr skipulags- og umhverfisnefnd. Lagt til að í hennar stað komi Eymar Eyjólfsson í nefndina sem aðalmaður D-lista.

Unni Þóru voru þökkuð störf hennar sl. 6 ár í nefndinni, þar af síðustu 2 ár sem formaður.

Samþykkt samhljóða.

15.Ályktun um tekjutap sveitarfélaga og útgjöld vegna nýrra verkefna

Málsnúmer 2009020Vakta málsnúmer

Til máls tóku JÓK, BÁ og UÞS.

Lögð fram svohljóðandi bókun:

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar lýsir yfir þungum áhyggjum af neikvæðri þróun tekna sveitarfélagsins, einkum útsvars og jöfnunarsjóðsframlaga. Vegna áhrifa Covid-19 hafa útsvarstekjur sveitarfélagsins dregist saman frá áætlunum ársins, Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur skert framlög sín, auk þess sem þjónustutekjur og tekjur Grundarfjarðarhafnar hafa dregist saman. Á sama tíma hafa útgjöld bæjarins aukist vegna viðbótarfjárfestingar í innviðum auk annarra ráðstafana sem grípa hefur þurft til vegna ástandsins.

Sveitarfélögin standa undir fjölþættri, lögskyldri grunnþjónustu við íbúa sína. Sú þjónusta hefur aldrei verið eins mikilvæg og í því ástandi sem nú ríkir. Framlög úr Jöfnunarsjóði eru umtalsverður hluti þeirra tekna sem sveitarfélagið reiðir sig á til að standa undir lögskyldri þjónustu. Það hlutverk sjóðsins verður að hafa í huga nú.

Á síðustu árum hafa engin lát verið á nýjum skyldum og verkefnum sem sveitarfélögum er ætlað að sinna, án þess að tryggt sé að tekjur fylgi til að standa undir þeim, hvort heldur sem er á grunni laga eða stjórnvaldsfyrirmæla.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar skorar á Alþingi og ráðherra ríkisstjórnarinnar að virða ákvæði 129. gr. sveitarstjórnarlaga og leggja ekki nýjar skyldur og verkefni í fang sveitarfélaga, án þess að áhrif þeirra séu metin og án þess að tekjur séu tryggðar til að standa undir þeim.

Bæjarstjórn mótmælir harðlega niðurskurði á framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Bæjarstjórn beinir jafnframt þeirri fyrirspurn til ráðherra sveitarstjórnarmála og fjármála- og efnahagsráðherra, til hvaða aðgerða verði gripið nú í því skyni að styðja sveitarfélög, svo þau geti rækt lögskyld verkefni sín og komist yfir þær erfiðu aðstæður sem uppi eru.

Samþykkt samhljóða.

16.Ályktun um viðhald þjóðvega á Snæfellsnesi

Málsnúmer 2009014Vakta málsnúmer

Til máls tóku JÓK og GS.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar skorar á samgönguráðherra og fjárlaganefnd Alþingis að tryggja fjármagn til nauðsynlegs viðhalds á þjóðvegi 54, Snæfellsnesvegi og þjóðvegi 56 um Vatnaleið.

Ástand þjóðvegar 54, frá Borgarnesi, um Mýrar og vestur eftir Snæfellsnesi, er mjög bágborið. Sig og frostskemmdir hafa gert veginn ósléttan yfirferðar, vegkantar eru víða brotnir og hafa gefið eftir á löngum köflum og vestan Vegamóta er vegurinn of mjór. Á kafla vestan þéttbýlis Grundarfjarðar eru vegkantar einnig lélegir og þarfnast styrkingar. Á sumum stöðum er vatnsagi á vegi mikið vandamál. Sama á við um þjóðveg 56 um Vatnaleið.

Verulega aukin umferð á síðustu árum, sumar sem vetur, kallar á aukin framlög til Vegagerðarinnar, ekki síst til almenns viðhalds. Þó nýjar vegaframkvæmdir séu af hinu góða, þá má ekki gleymast að sinna viðhaldi eldri vega þannig að sú fjárfesting skili arðsemi; geti þjónað hlutverki sínu og öryggi vegfarenda sé tryggt.

Samþykkt samhljóða.

17.Sýslumaðurinn á Vesturlandi - Umsagnarb. rek. G.II - Hellnafelli

Málsnúmer 2008025Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um umsögn vegna umsóknar Hellnafells gistingar, Hellnafelli, um leyfi til að reka gististað í flokki II.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt, enda liggja nú fyrir jákvæðar umsagnir skipulags- og byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra.

Samþykkt samhljóða.

18.Sýslumaðurinn á Vesturlandi - Umsagnarb. rek. G.II - Ferðaþjónusta Setbergi

Málsnúmer 2009019Vakta málsnúmer


Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um umsögn vegna umsóknar Ferðaþjónustunnar Setbergi, að Setbergi, um leyfi til að reka gististað í flokki II.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt, enda liggja nú fyrir jákvæðar umsagnir skipulags- og byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra.

Samþykkt samhljóða.

19.Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneyti - Áhrif COVID-19 á fjármál sveitarfélaga

Málsnúmer 2009004Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 31. ágúst sl. varðandi fjármál sveitarfélaga vegna Covid-19 faraldursins. Erindið hefur tengsl við dagskrárlið 15.

20.Sorpurðun Vesturlands hf. - Eigendafundur 7. sept

Málsnúmer 2008018Vakta málsnúmer

BÁ og UÞS sátu eigendafund Sorpurðunar Vesturlands hf. sem haldinn var í Borgarnesi 7. sept. sl. UÞS sagði frá fundinum.

Lögð fram gögn Sorpurðunar Vesturlands (SV) varðandi færar leiðir í úrgangsmálum á Vesturlandi.

Ennfremur lögð fram ályktun fundarins, en fundurinn samþykkti að fela stjórn félagsins að móta framtíðarstefnu í sorpmálum og leggja fyrir eigendur.

Til máls tóku JÓK, UÞS og BÁ.

21.Grundarfjarðarbær - Tillaga persónuverndarfulltrúa

Málsnúmer 2008004Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar tillögur persónuverndarfulltrúa bæjarins að verklagsreglum um öryggisbresti í persónuvernd.

Samþykkt samhljóða.

22.Ungmennafélag Íslands - Ungt fólk og lýðræði

Málsnúmer 2009010Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) varðandi ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði sem haldin verður 17. september nk.

23.FSS - Fundargerð 109. fundar stjórnar FSS

Málsnúmer 2009016Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 109. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga (FSS), sem haldinn var 8. september sl.

24.Fundarboð aðalfundar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga

Málsnúmer 2009015Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð aðalfundar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga (FSS), sem haldinn verður í Grundarfirði 29. september nk.

25.Samband íslenskra sveitarfélaga - Niðurstöður könnunar

Málsnúmer 2008027Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 25. ágúst sl. varðandi niðurstöður könnunar á stafrænni stöðu sveitarfélaga 2020.

Þar kemur m.a. fram að óskað er eftir þátttöku sveitarfélaga í könnun vegna greiningar á stafrænni stöðu þjónustu- og verkferla sveitarfélaga, auk tæknilegra innviða. Niðurstöðurnar eru gott innlegg fyrir sveitarfélög við stefnumörkun í stafrænni þróun.

Á fundi stjórnar sambandsins 12. júní sl. var samþykkt að sambandið kannaði afstöðu landshlutasamtaka sveitarfélaga til stofnunar stafræns ráðs. Markmið þess væri að styðja við stefnumótun og forgangsröðun um stafræna framþróun sveitarfélaga og að til verði samstarf sveitarfélaga á landsvísu um þau mál. Tilnefndir til setu í ráðinu verði fulltrúar landshlutanna og Reykjavíkurborgar.

26.Samband íslenskra sveitarfélaga - Stöðuskýrslur uppbyggingarteymis félags- og atvinnumála

Málsnúmer 2008029Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar stöðuskýrslur uppbyggingarteymis félags- og atvinnumála.

27.Fiskistofa - Nýtt fiskveiðiár 2020-2021

Málsnúmer 2009003Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Fiskistofu dags. 31. ágúst sl. vegna fiskveiðiársins 2020-2021, um úthlutun aflamarks fyrir komandi fiskveiðiár o.fl.

28.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðun - Endurskoðun á meðferð og ráðstöfun 5,3% aflaheimilda

Málsnúmer 2002040Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur um frumvarp um breytingar á 5,3% kerfinu sem er nú til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda.

29.Ferðamálastofa - Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki

Málsnúmer 2009017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar auglýsing Ferðamálastofu þar sem auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Frestur til að sækja um er til 6. október nk.


30.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 886. fundar stjórnar

Málsnúmer 2009009Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 886. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 28. ágúst sl.

31.Samband íslenskra sveitarfélaga - Yfirlit helstu mál á vettvangi ESB árið 2020 varðandi sveitarfélög

Málsnúmer 2008033Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi yfirlit yfir helstu mál á vettvangi ESB árið 2020 er varða íslensk sveitarfélög.

32.Samband íslenskra sveitarfélaga - Stærsti viðburður sveitarstjórnarstigsins í Evrópu

Málsnúmer 2009013Vakta málsnúmer


Lögð fram til kynningar kynning Sambands íslenskra sveitarfélaga á Evrópuvikunni, sem er ráðstefna um uppbyggingu og byggðaþróun og er stærsti viðburður sveitarstjórnarstigsins í Evrópu. Haldnir verða viðburðir vítt og breytt á þriggja vikna tímabili, 5.-20. október nk. Aðalmálefni verða Græn Evrópa, uppbygging og samstarf og valdefling íbúa.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:41.