Málsnúmer 2007002

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 550. fundur - 08.07.2020

Lögð fram tillaga að skiltastefnu Grundarfjarðarbæjar. Grundarfjarðarbær fékk styrk, til að vinna að öryggismálum (m.a. skiltastefnu) út frá Kirkjufelli og ferðafólki.

Rætt hvar unnt sé að sinna öryggismálum ferðafólks með skilaboðum, m.a. á skiltum og hvar setja eigi slík skilti. Sett hefur verið upp skilti vegna öryggismála (viðvörunarskilti) við Kirkjufell. Rætt um næstu skilti sem væru endurnýjuð við innkomina í bæinn, við snúningsplan vestast og við hafnargarðinn við Suðurgarð.

Bæjarráð samþykkir samhljóða skiltastefnu Grundarfjarðarbæjar.

Bæjarráð - 556. fundur - 28.09.2020

Grundarfjarðarbær fékk styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppsetningar á skiltum um öryggismál, í samræmi við markaða skiltastefnu.

Lögð fram tillaga að uppsetningu tveggja upplýsinga- og fræðslu/öryggisskilta, vestan og austan megin þéttbýlis, í stað þeirra sem fyrir eru.

Bæjarstjóra falið að vinna áfram að útfærslu á skiltum og gerð þeirra.
Bæjarráð samþykkir breytta staðsetningu skiltis austan byggðar, en að sú staðsetning verði borin undir Grundarfjarðarhöfn og skipulags- og umhverfisnefnd.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 605. fundur - 26.05.2023

Lögð fram gögn úr undirbúningsvinnu um fyrirkomulag og mögulegt útlit skilta í bænum.

Unnið er með hliðsjón af "Vegrún", wwww.godarleidir.is, skiltahandbók um skilti í náttúru Íslands.

Tillagan nær til skilta í þéttbýlinu og er lagt til að sett verði upp skilti, svokallaðir „vegprestar“ sem vísa á helstu þjónustu í Grundarfirði.
Í næsta áfanga er endurnýjun tveggja skilta, sitt hvorum megin í bænum.

Bæjarráð samþykkir ofangreindar tillögur og að bjóða þjónustuaðilum „plötu“ á skiltinu, á kostnaðarverði, þannig að merking í bænum væri samræmd.

Samþykkt samhljóða.