Málsnúmer 2007002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 240. fundur - 06.07.2020

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og vísar jafnframt til dagskrárliðar 4 á þessum fundi.
  • Lokaafgreiðsla á tillögu að Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039. Skipulags- og umhverfisnefnd - 219 Tillaga að Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, ásamt umhverfisskýrslu, var auglýst samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, þann 4. desember 2019. Athugasemdafrestur rann út þann 22. janúar 2020. Sex aðilar gerðu athugasemdir við framlagða aðalskipulagstillögu og/eða umhverfisskýrslu.

    Í samræmi við 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 1. mgr. 9. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 fór skipulags- og umhverfisnefnd yfir framkomnar athugasemdir, á fundum sínum nr. 212 þann 19. febrúar sl. og 218 þann 1. júlí sl.
    Á síðarnefnda fundinum samþykkti nefndin að afgreiða athugasemdirnar og voru svör nefndarinnar við þeim bókuð í fundargerð 218. fundar. Á sama fundi samþykkti nefndin að gera þær breytingar á aðalskipulagstillögunni sem umsögn um athugasemdirnar leiddi af sér, auk minniháttar leiðréttinga annarra, sem gerð er grein fyrir í sérstöku minnisblaði sem fylgir gögnum málsins og sent verður Skipulagsstofnun.

    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan, svo breytt, verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar, sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga og 1. mgr. 9. gr. laga um umhverfismat áætlana.

    Þeim aðilum er gerðu athugasemdir verði jafnframt send afgreiðsla og umsögn bæjarstjórnar um athugasemdir, niðurstaðan verði auglýst, sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga og gögn verði kynnt viðeigandi aðilum í samræmi við 2. mgr. 9. gr. laga um umhverfismat áætlana, en í umhverfisskýrslu tillögunnar er gerð grein fyrir hvernig umhverfissjónarmið hafa verið felld inn í áætlunina og færð rök fyrir þeirri stefnu sem sett er fram.

    Samþykkt samhljóða.