Málsnúmer 2007005F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 241. fundur - 10.09.2020

  • Bæjarráð - 551 Lögð fram gögn vegna samskipta við nýja kaupendur að neðri hæð húsnæðisins að Grundargötu 30, fastanr. 211 5064, ásamt tillögu þess efnis að Grundarfjarðarbær gangi inn í kaupin á neðri hæð og greiði fyrir þau með eignarhluta sínum á efri hæð hússins, fastanr. 211 5066, auk 10 millj. kr. vaxtalauss skammtímaláns.

    Bæjarráð samþykkir að ganga inn í kaupin að Grundargötu 30, fastanr. 211 5064, ásamt öllu því sem eignarhlutanum fylgir og fylgja ber. Bæjarráð samþykkir jafnframt að efri hæð hússins, fastanr. 211 5066, verði afsalað til núverandi rétthafa neðri hæðar, auk greiðslu að fjárhæð 10 millj. kr. í formi vaxtalauss skammtímaláns, skv. nánari kjörum í kauptilboði.

    Aukinni fjárfestingu að fjárhæð 10 millj. kr. verði mætt með gerð viðauka við fjárhagsáætlun 2020, en gengið verði frá honum á fundi bæjarstjórnar í haust.

    Bæjarstjóra falið að ganga frá skjölum vegna kaupanna.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 551 Í samræmi við afgreiðslu á lið nr. 1 á fundinum verður aukinni fjárfestingu að fjárhæð 10 millj. kr. mætt með gerð viðauka við fjárhagsáætlun 2020, sem tekinn verður fyrir á fundi bæjarstjórnar í haust.