Málsnúmer 2008004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 241. fundur - 10.09.2020

 • .1 2001004 Lausafjárstaða
  Bæjarráð - 553 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
 • Bæjarráð - 553 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-ágúst 2020, ásamt samanburði milli sveitarfélaga á Vesturlandi. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar Grundarfjarðarbæjar hækkað um 2,3% miðað við sama tímabil í fyrra.

  Í fjárhagsáætlun 2020 var hins vegar gert ráð fyrir að útsvar myndi hækka um 6,2% á árinu.

 • Bæjarráð - 553 Lagt fram sex mánaða uppgjör A og B hluta bæjarsjóðs, janúar-júní 2020, þar sem fram kemur að rekstrarniðurstaða er 2,5 millj. kr. lakari en árshlutaáætlun gerði ráð fyrir.

  Útsvarstekjur bæjarsjóðs voru 2,3% hærri fyrstu átta mánuði ársins miðað við sama tímabil á árinu 2019, sem er um 10,9 millj. kr. lægra en áætlun gerði ráð fyrir.

  Ef áform Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga ganga eftir, þá lækka jöfnunarsjóðstekjur Grundarfjarðarbæjar úr 223,2 millj. kr. í 201,6 millj. kr., eða um 21,6 millj. kr. samtals á árinu.

  Bæjarráð lýsir yfir verulegum vonbrigðum með þessa ákvörðun Jöfnunarsjóðsins.
 • .4 2006020 Launaáætlun 2020
  Bæjarráð - 553 Lagt fram yfirlit sem sýnir samanburð á launaáætlun og útgreiddum launum Grundarfjarðarbæjar í janúar til ágúst 2020. Skv. yfirlitinu eru raunlaun undir áætlun.
 • Bæjarráð - 553 Lagt fram bréf Sýslumannsins á Vesturlandi vegna innheimtu útsvars. Óskað er eftir að fyrnd krafa að fjárhæð 650 þús. kr. verði afskrifuð, ásamt dráttarvöxtum.

  Samþykkt samhljóða.
 • .6 2005002F Hafnarstjórn - 10
  Bæjarráð - 553
 • Bæjarráð - 553
 • .8 1912003 Framkvæmdir 2020
  Bæjarráð - 553 Bæjarstjóri fór yfir framkvæmdir.

  1. Hraðahindranir á Grundargötu:
  Vegagerðin hefur, að ósk bæjarins, sett á áætlun að gera við hraðahindranir á Grundargötu. Vegagerðin hefur borið undir bæjarstjóra hvort vilji sé til þess að malbika hraðahindranir í staðinn fyrir að hafa þær hellulagðar, til að flýta fyrir framkvæmdahraða.

  Bæjarráð vill halda sig við hellulagðar hraðahindranir á Grundargötu vegna ásýndar miðbæjarins.

  2. Múrhúðun grunnskóla
  Nánari umræða um sprunguviðgerðir, í framhaldi af umræðu síðasta fundar. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa um samskipti við verktaka um útfærslu viðgerða. Frágangur veggja á neðri hæð skólahúss, sunnan- og austanverðs, hefur farið fram. Sléttir fletir verða málaðir að vori. Framkvæmdin er í samræmi við Eflu-skýrsluna frá 2017 og innan fjárhagsáætlunar ársins.
 • Bæjarráð - 553 Lagt til að bæjarráð samþykki að endurnýja heimild nefnda og ráða bæjarins til að halda fundi sína í fjarfundi, í samræmi við heimild útgefna af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem gildir til 10. nóvember nk.

  Ákvörðunin er í samræmi við áður útgefna samþykkt bæjarstjórnar á grunni fyrri heimildar ráðherra.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 553 Lagt fram annars vegar tölvupóstur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um frumkvæðisathugun á samstarfssamningum sveitarfélaga, og hinsvegar bréf til sveitarfélagsins vegna þeirra félaga sem það á aðild að, á Snæfellsnesi og Vesturlandi.
  Lagt er fyrir að gera tilteknar breytingar á samstarfssamningum, í samræmi við leiðbeiningar ráðuneytisins.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu, í samvinnu við hlutaðeigandi samstarfssveitarfélög. Tillögur um breytingar koma síðar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 553 Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um umsögn við umsókn Bjargarsteins á rekstrarleyfi til að reka veitingastað í flokki II.

  Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 553 Lagt fram fundarboð eigendafundar Sorpurðunar Vesturlands sem haldinn verður 7. september nk. Umræður um fyrirhugaðan eigendafund í fyrirtækinu.

  Bæjarstjóri mun fara með atkvæði bæjarins á fundinum, en að auki er bæjarfulltrúum heimil seta á hluthafafundum félagsins.

  Samþykkt samhljóða.
 • .13 2008032 Fjallskil 2020
  Bæjarráð - 553 Lögð voru á fjallskil fyrir árið 2020 og ákveðnir gangnadagar/réttardagar:

  Fyrri leit fari fram laugardaginn í 22. viku sumars, 19. september 2020 og réttað sama dag.

  Síðari leit fari fram laugardaginn í 24. viku sumars, 3. október 2020 og réttað sama dag.

  Réttað verður að Hrafnkelsstöðum og Mýrum.

  Fundargerð vegna fjallskila frá því fyrr í dag og fjallskilaboð 2020 samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 553 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar Sorpurðunar Vesturlands sem haldinn var 12. ágúst sl.
 • Bæjarráð - 553 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir atvinnuleysi á landinu.

  Alls voru 26 manns skráðir í atvinnuleit í Grundarfirði og 11 manns í minnkuðu starfshlutfalli í júlímánuði, samtals 37 manns.
 • Bæjarráð - 553 Lagt fram til kynningar.
 • Bæjarráð - 553 Lagt fram til kynningar fundarboð Jafnréttisstofu á fjar-landsfundi um jafnréttismál sveitarfélaga sem haldinn verður 15. september nk.