Málsnúmer 2008008

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 220. fundur - 18.08.2020

Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði fram til kynningar nokkur erindi og fyrirspurnir sem borist hafa um byggingarframkvæmdir á Framnesi.
Skipulags- og byggingarfulltrúi telur rétt að ráðist verði í deiliskipulagsvinnu á utanverðu Framnesi. Samræma þarf skilmála á uppbyggingu svæðisins, sjá meðal annars bókun máls nr. 2005043 á 216. fundi nefndarinnar. Rétt er að taka tillit til tveggja deiliskipulaga, á Framnesi, austan við Nesveg frá 2008 (hafnarsvæði) og deiliskipulags á Sólvallareit (lóð G.Run) frá 2017.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði í deiliskipulag á umræddu svæði sbr. 8. kafla skipulagslaga nr. 123/2010.