220. fundur 18. ágúst 2020 kl. 16:30 - 19:48 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ)
  • Runólfur J. Kristjánsson (RJK)
Starfsmenn
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson (SVÁ) skipulags- og byggingafulltrúi
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Unnur Þóra Sigurðardóttir Formaður skipulags- og umhverfisnefndar
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri sat fundinn undir liðum 8-12.

1.Ártún - Óveruleg deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2001026Vakta málsnúmer

Skv. ákvörðun nefndarinnar og í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, var óveruleg deiliskipulagsbreyting vegna stækkunar byggingarreits við Ártún 3, grenndarkynnt með bréfi, sem sent var á nærliggjandi lóðarhafa þann 4. júní 2020.
Frestur til athugasemda rann út 10. júlí sl. Á kynningartíma bárust engar athugasemdir.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna skv. tillögu sem dagsett er 21. apríl 2020.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa ennfremur að gefa út byggingarleyfi, skv. áður framlögðu erindi, að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.

2.Skipulagsmál á Framnesi

Málsnúmer 2008008Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði fram til kynningar nokkur erindi og fyrirspurnir sem borist hafa um byggingarframkvæmdir á Framnesi.
Skipulags- og byggingarfulltrúi telur rétt að ráðist verði í deiliskipulagsvinnu á utanverðu Framnesi. Samræma þarf skilmála á uppbyggingu svæðisins, sjá meðal annars bókun máls nr. 2005043 á 216. fundi nefndarinnar. Rétt er að taka tillit til tveggja deiliskipulaga, á Framnesi, austan við Nesveg frá 2008 (hafnarsvæði) og deiliskipulags á Sólvallareit (lóð G.Run) frá 2017.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði í deiliskipulag á umræddu svæði sbr. 8. kafla skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Skerðingsstaðir Deiliskipulag

Málsnúmer 1803056Vakta málsnúmer

Lögð fram ósk Zeppelin arkitekta f.h. landeigenda, um viðbrögð við ásýndarstúdíu sem unnin hefur verið og er hluti af gerð deiliskipulagstillögu fyrir svæðið.
Lagt fram til kynningar.
Á fundi sínum þann 13. nóvember 2019 yfirfór skipulags- og umhverfisnefnd athugasemdir og umsagnir sem bárust við auglýsta skipulagslýsingu og beindi því til framkvæmdaraðila og skipulagshöfunda að móta deiliskipulag og vinna umhverfisskýrslu á grunni þeirrar afgreiðslu sem þar kom fram.

Skipulagsnefnd barst í lok júlí sl. og þann 11. ágúst sl. myndband frá Zeppelin arkitektum, f.h. landeigenda. Myndbandið sýnir ásýnd fyrirhugaðs hótels í nærumhverfi sínu og er óskað eftir viðbrögðum nefndarinnar við því.

Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að yfirfara framkomin gögn með hliðsjón af þeim ábendingum sem nefndin beindi til skipulagshöfunda við afgreiðslu á umsögnum um lýsingu deiliskipulags þann 13. nóvember 2019, og því hvernig fjallað er um ásýnd Kirkjufells í nýsamþykktu aðalskipulagi sveitarfélagsins (kafli 5.1).
Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa í framhaldi af því að ræða við Zeppelin arkitekta um gögnin.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, að ósk Zeppelin arkitekta, að boðað verði til kynningarfundar um leið og færi gefst.

4.Deiliskipulag Ölkeldudals, breyting

Málsnúmer 2003015Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað skipulagsráðgjafa, sem gerir grein fyrir hugmyndum að breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals, sem eru í vinnslu. Hugmyndir lagðar fyrir nefnd til umræðu.
Atriði sem fjallað er um í deiliskipulagsvinnunni hafa komið til umræðu nefndarinnar nýlega, m.a. ákvörðun, sem tekin var í lokin á aðalskipulagsvinnunni, um að færa göngustíg sem liggur að ölkeldu, þannig að hann liggi milli parhúss að Ölkelduvegi 27 og lóðar nr. 29.
Hinsvegar umræða um fyrirkomulag og mörk lóða í Fellasneið 1-7 og Hellnafelli 8.

Skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir minnisblöð frá Alta, dagsett 7. maí og 12. júní 2020.
Lagt fram til kynningar.

5.Skil á lóð - Ölkelduvegur 19

Málsnúmer 2003023Vakta málsnúmer

Marta Magnúsdóttir skilar inn lóð sem hún hafði fengið úthlutað að Ölkelduvegi 19.
Skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir skil á lóðinni við Ölkelduveg 19 og er hún því laus til úthlutunar.

6.Fellasneið 14 - Stækkun á lóð

Málsnúmer 2007015Vakta málsnúmer

Lögð er fram beiðni lóðarhafa um stækkun á lóð að Fellasneið 14 um tvo metra, yfir lóðarmörk aðliggjandi lóðar að Fellasneið 12, þar sem leiksvæði er nú.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stækkun á lóð um 2 metra og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að lagfæra lóðarblöð og hlutast til um endurnýjun lóðarleigusamnings um lóðina.

7.Grundargata 30 - Fyrirspurn um byggingaráform

Málsnúmer 2008013Vakta málsnúmer

Helgrindur ehf. senda inn fyrirspurn vegna fyrirhugaðra breytinga á efri hæð á Grundargötu 30.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að framkomnar hugmyndir séu í samræmi við nýsamþykkt aðalskipulag Grundarfjarðarbæjar og stefnu sem þar er sett fram um starfsemi í miðbæ.

Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kalla eftir umsókn um byggingarleyfi þegar teikningar liggja fyrir.

8.Reykhólahreppur - Verkefnalýsing vegna endurskoðunar Aðalskipulags Reykhólahrepps 2006-2018 - Umsagnarbeiðni

Málsnúmer 2006039Vakta málsnúmer

Vegna endurskoðunar á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018 var óskað eftir umsögnum/ábendingum um skipulagslýsingu, frá hagaðilum, m.a. sveitarfélögum við Breiðafjörð.
Bæjarráð tók málið fyrir og óskaði eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar.
Umsagnarfrestur er liðinn, en bæjarstjóri hefur kynnt Reykhólahreppi að umsögn muni berast í ágústmánuði.
Lögð fram tillaga bæjarstjóra að umsögn um skipulagslýsinguna.

Þar er lögð áhersla á bættar samgöngur um Skógarstrandarveg og tækifærin sem í þeim felast til aukinnar samvinnu. Ennfremur á sameiginlega hagsmuni um málefni Breiðafjarðar.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við lýsingu skipulagsverkefnisins, tekur undir framlagða tillögu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara erindi Reykhólahrepps.

9.Bergþórugata - Biðskylda

Málsnúmer 2008010Vakta málsnúmer

Tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa um biðskyldu á nýju götunni, Bergþórugötu, gagnvart Sólvöllum annars vegar og Nesvegi hins vegar.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að biðskylda verði samþykkt á umferð um Bergþórugötu, gagnvart Sólvöllum annarsvegar og Nesvegi hinsvegar. Ákvörðunin byggir á ákvæði 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

10.Umsókn um lóð - Ölkelduvegur 29-31

Málsnúmer 2003009Vakta málsnúmer

Fastafl ehf. óskar eftir að úthlutun lóða yfirfærist á Fastafl Þróunarfélag ehf. vegna breytinga á eignarhaldi í félaginu.

Einnig er lögð fram hugmynd frá þeim um að sameina lóðir nr. 29 og 31 og byggja á þeim 5 íbúða raðhús.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við færslu á úthlutun lóða til Fastafls Þróunarfélags ehf. og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kalla eftir teikningum af framkomnum hugmyndum er varða 5 íbúða raðhús á umræddum lóðum.

Nefndin leggur til að í vinnu sem nú stendur yfir við endurskoðun á deiliskipulagi Ölkeldudals sbr. lið 4 á þessum fundi verði tekið tillit til óska framkvæmdaraðila. Ennfremur að í þeirri vinnu verði lóðanúmerum við ofanverðan Ölkelduveg breytt.

11.Hálsaból-sumarhús ehf - Umsagnarb.rek.G.II-Hálsaból sumarhús, Hálsi, Eyrarsveit, Grfj.

Málsnúmer 2007005Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi kynnir að hann hefur farið í úttekt og veitir jákvæða umsögn, vegna endurnýjunar rekstrarleyfis.
Lagt fram til kynningar.

12.Skipulagsstofnun - Málþing um skipulag og hönnun í landslagi

Málsnúmer 2008015Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun stendur fyrir málþingi um landslag og skipulag miðvikudagsmorguninn 26. ágúst nk. Fundurinn tilheyrir morgunfundaröð um landsskipulagsstefnu og verður streymt á Facebook-síðu Skipulagsstofnunar.

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:48.