Lagt er til að auglýsing um umferð í Grundarfjarðarbæ frá 2007 verði felld úr gildi, með vísan til 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 sem tóku gildi um sl. áramót.
Í nýjum umferðarlögum er ekki lengur gerð krafa um að ákvarðanir um umferð verði birtar með opinberri auglýsingu, heldur nægir að gefa ákvörðunina til kynna með merkingum. Auk þess heldur bærinn utan um allar ákvarðanir teknar á grunni 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.
Samþykkt samhljóða að fella úr gildi auglýsingu um umferð í Grundarfjarðarbæ. Bæjarstjóra falið að afturkalla hana með tilkynningu til Stjórnartíðinda og auglýsa það á vef bæjarins.
Auk þess heldur bærinn utan um allar ákvarðanir teknar á grunni 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.
Samþykkt samhljóða að fella úr gildi auglýsingu um umferð í Grundarfjarðarbæ. Bæjarstjóra falið að afturkalla hana með tilkynningu til Stjórnartíðinda og auglýsa það á vef bæjarins.