552. fundur 19. ágúst 2020 kl. 16:30 - 20:59 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG) formaður
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund, sem hófst á að bæjarráð fór í grunnskólann til að skoða framkvæmdir sumarsins.

1.Viðbrögð Grundarfjarðarbæjar vegna Covid-19

Málsnúmer 2004003Vakta málsnúmer

Bæjarráð ræddi um stöðu mála vegna áhrifa Covid, á fyrirtæki, tekjur sveitarfélagsins og fleira.

2.Greitt útsvar 2020

Málsnúmer 2002001Vakta málsnúmer

Lagt fram annars vegar yfirlit Sambands íslenskra sveitarfélaga um útsvar fyrstu sex mánuði ársins 2020. Hins vegar mánaðaryfirlit útsvars fyrstu sjö mánuði ársins 2020, samanborið við sama tímabil 2019.
Útsvarstekjur drógust saman um 19% í júlí 2020, m.v. sama mánuð árið á undan.

3.Framkvæmdir 2020

Málsnúmer 1912003Vakta málsnúmer

Yfirferð um helstu framkvæmdir 2020 og stöðu þeirra.
Bæjarráð fór ásamt skipulags- og byggingarfulltrúa og umsjónarmanni fasteigna í skoðunarferð í grunnskólann. Skoðaðar voru framkvæmdir sumarsins.
Að því búnu var fundað í Ráðhúsi og rætt um eftirfarandi:

1. Ástand grunnskólahúsnæðis, austasta hluta bygginga.
Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir stöðu verkframkvæmda. Rætt um ástand útveggja og þær múrviðgerðir sem farið hafa fram og sem áætlaðar eru, viðgerðir á gluggum o.fl. í samræmi við ástandsskýrslu Eflu, verkfræðistofu frá 2017.

Samþykkt að endurskoða áætlun um viðgerðir á austurhluta skólahúss m.t.t. þess hvort skynsamlegt væri að klæða hluta þeirra veggja sem ætlunin var að ráðast í múrviðgerðir á.
Bæjarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna og upplýsinga um kostnað ef slíkar leiðir yrðu farnar, sbr. umræður fundarins.

2. Þak á NA-hluta skólahúss og viðgerðir á hornstofu.
Framkvæmdir hafa farið fram í sumar. Þak á hornstofu var rifið og þak dúklagt. Viðgerðir unnar
innanhúss á hornstofunni, loftaplötur teknar niður og ljós, viðgerðir á veggjum, málað o.fl. Stofan verður hluti af aðstöðu heilsdagsskólans.

Hér vék Sigurður Valur af fundi og var honum þökkuð koman.

3. Grundargata 65.
Farið yfir ástand íbúðar og næstu skref, en íbúðin er til sölu.

Hér vék Gunnar Jóhann af fundi og var honum þökkuð koman.

4. Gangstéttir, stígar o.fl., ástandsúttekt.
Björg fór yfir úttekt sem er í gangi á ástandi gangstétta, gangbrauta o.fl. Ætlunin er að setja fram forgangsröðun framkvæmda við endurbætur, á grunni ástandsúttektar. Til frekari umræðu í bæjarráði síðar.

Gestir

  • Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Jóhann Elísson umsjónarmaður fasteigna

4.Sögumiðstöðin

Málsnúmer 1801048Vakta málsnúmer

Sögumiðstöðin, framtíðarstarfsemi og notkun hússins.
Bæjarstjóri kynnti viðræður við Sögustofuna, Inga Hans Jónsson, um að taka að sér að aðstoða bæinn við breytingar og fyrirkomulag á framtíðarstarfsemi í Sögumiðstöð, í samræmi við fyrri bókanir menningarnefndar og bæjarstjórnar.

Lögð fram drög að samningi og hugmyndum, sem verða útfærð nánar.
Bæjarstjóra falið að vinna áfram að samningi á þeim grunni sem lagður var fram og leggja fyrir bæjarráð, með aðkomu menningarnefndar, en býður Inga jafnframt til umræðna á fund á næstunni.

Samþykkt samhljóða.

5.Grundargata 30 - Kaup og sala

Málsnúmer 2007014Vakta málsnúmer

Umræða um framtíðarnot hússins, neðri hæðar Grundargötu 30.
Á 551. fundi bæjarráðs var samþykkt að ganga inn í kaup Helgrinda ehf. á eignarhluta á neðri hæð hússins að Grundargötu 30, og að afsala efri hæð til sama aðila. Eignaskiptin eru í frágangsferli.

Við eignaskiptin ræður bærinn yfir auknu rými í húsinu, samtals tæplega 450 m2, sem er aukning um 190 m2. Húsið er miðsvæðis í bænum, rýmið er á jarðhæð, auk rýmis í kjallara hússins. Samið hefur verið um ljósleiðaratengingu við húsið.
Þessi eignabreyting skapar ýmsa nýja þróunarmöguleika, m.a. fyrir fyrirtæki eða einstaklinga sem þarfnast aðstöðu til fjarvinnu, sem er í anda þess hvernig efri hæðin hefur nýst síðustu árin.
Ákvarðanir um nýtingu og útfærslu á rýminu verða teknar fljótlega.

6.Auglýsing um umferð í Grundarfjarðarbæ felld úr gildi

Málsnúmer 2008017Vakta málsnúmer

Lagt er til að auglýsing um umferð í Grundarfjarðarbæ frá 2007 verði felld úr gildi, með vísan til 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 sem tóku gildi um sl. áramót.
Í nýjum umferðarlögum er ekki lengur gerð krafa um að ákvarðanir um umferð verði birtar með opinberri auglýsingu, heldur nægir að gefa ákvörðunina til kynna með merkingum.
Auk þess heldur bærinn utan um allar ákvarðanir teknar á grunni 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

Samþykkt samhljóða að fella úr gildi auglýsingu um umferð í Grundarfjarðarbæ. Bæjarstjóra falið að afturkalla hana með tilkynningu til Stjórnartíðinda og auglýsa það á vef bæjarins.

7.Hálsaból-sumarhús ehf - Umsagnarb.rek.G.II-Hálsaból sumarhús, Hálsi, Eyrarsveit, Grfj.

Málsnúmer 2007005Vakta málsnúmer

Beiðni um umsögn vegna umsóknar um endurnýjun rekstrarleyfis.
Slökkviliðsstjóri og byggingarfulltrúi hafa veitt jákvæða umsögn.
Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi dags. 7. júlí 2020 þar sem óskað er umsagnar bæjarstjórnar um umsókn um rekstur minna gistiheimilis í flokki II, sem rekið er sem Hálsaból, sumarhús að Hálsi.
Fyrir liggja jákvæðar umsagnir slökkviliðsstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði endurnýjað.

Samþykkt samhljóða.

8.Árdís Sveinsdóttir - Bréf til bæjarstjórnar

Málsnúmer 2007013Vakta málsnúmer

Bréf um endurbætur á gangstétt á Borgarbraut.
Bæjarráð hefur haft ástand gangstétta til ítarlegrar skoðunar og gerir sér grein fyrir að mjög víða er orðin brýn þörf fyrir úrbætur.

Í því ljósi setti bæjarráð af stað vinnu í vor við að greina ástand gangstétta, gangbrauta, umferðartenginga o.fl., sbr. umræður sem fram fóru undir lið nr. 3 á þessum fundi.
Þegar samantektin liggur fyrir verður framkvæmdum við endurbætur forgangsraðað.

Bæjarráð þakkar bréfritara erindið og felur bæjarstjóra að svara því.

9.Vegagerðin - Umsókn um styrkvegi 2020 - Kolgrafafjörður og Kirkjufellsbrú

Málsnúmer 2007012Vakta málsnúmer

Vegagerðin úthlutaði bænum 3ja milljón króna styrk til þriggja verkefna; fyrir ræsi í Kolgrafafirði, viðgerð á brú yfir Hrafnsá og vegna skoðunar á ástandi gömlu brúarinnar yfir Kirkjufellsfoss.

10.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - EFS bréf til sveitarstjórna

Málsnúmer 2006021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Samband íslenskra sveitafélaga - Verkefni á sviði félagsþjónustu - upplýsingapóstur til sveitafélaga í júlí 2020

Málsnúmer 2007004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

12.Breiðafjarðarnefnd - Fundargerð 179. fundar stjórnar

Málsnúmer 2007016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

13.Breiðafjarðarnefnd - Fundargerð 180. fundar stjórnar

Málsnúmer 2007017Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

14.Attentus - Samningur um vinnslu persónuupplýsinga

Málsnúmer 2006033Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

15.KPMG Lögmenn - Aðgerðarpakki II - framhald aðgerða stjórnvalda vegna efnahagslegra áhrifa COVID-19

Málsnúmer 2006005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

16.Artak ehf. - Ársreikningur 2019

Málsnúmer 2007008Vakta málsnúmer

Ársreikningur 2019 frá styrkhafa lagður fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

17.FSS - Bygging íbúða fyrir fatlað fólk í Ólafsvík

Málsnúmer 2006035Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

18.Íþrótta-og Ólympíusamband Ísl - Göngum í skólann 2020

Málsnúmer 2008006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

19.SSV - Niðurstöður fyrirtækjakönnunar á Vesturlandi

Málsnúmer 2008014Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

20.Skipulagsstofnun - Málþing um skipulag og hönnun í landslagi

Málsnúmer 2008015Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Fundinum verður streymt á Facebook-síðu Skipulagsstofnunar, 26. ágúst nk.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 20:59.