Skíðadeild Ungmennafélags Grundarfjarðar óskar eftir leyfi til þess að setja upp þrjár snjósöfnunargrindur meðfram skíðabrekku Skíðadeildar UMFG.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í ósk Skíðadeildarinnar um að setja upp þrjár snjósöfnunargrindur. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fara yfir staðsetningu grindanna með fulltrúum Skíðadeildarinnar og að því loknu gefa út framkvæmdarleyfi til Skíðadeildar UMFG að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum.