Málsnúmer 2008026

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 641. fundur - 28.08.2025

Farið yfir samskipti við Framkvæmdasýsluna-Ríkiseignir (FSRE) vegna lóðar og húss að Hrannarstíg 2.



Bæjarstjóri og Halldór lögmaður sögðu frá samskiptum við FSRE um umrædda lóð og fasteign, en lóðin var búin til sérstaklega undir lögreglustöð á sínum tíma.

FSRE hefur vísað til þess að land/lóð að Hrannarstíg 2 sé í eigu FSRE. Grundarfjarðarbær telur sig hafa sýnt fram á hið gagnstæða með gögnum sem tengjast kaupum á landi af ríkissjóði á árinu 2005. FSRE hefur ekki andmælt gildi þessara gagna en vill leita leiða að ná samkomulagi um kaup Grundarfjarðarbæjar á húsi, og eftir atvikum lóðarréttindum tengdum Hrannarstíg 2.

Farið yfir þær þreifingar sem verið hafa um eignarhald og verðmæti húss og lóðar.

Bæjarráð fer fram á við FSRE, sem eiganda hússins, að húsið verði fjarlægt af lóðinni fyrir 1. maí 2026.

Bæjarráð felur Halldóri Jónssyni hrl. umboð til samskipta og samninga við FSRE um þetta.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Halldór Jónsson hrl., í fjarfundi - mæting: 09:40
  • Nanna Vilborg Harðardóttir, verkefnastjóri - mæting: 09:40
  • Jósef Ó. Kjartansson, bæjarfulltrúi, í fjarfundi - mæting: 09:40
  • Signý Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi - mæting: 09:40