Bæjarráð samþykkir samhljóða 270. fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 270
Lóðir í Ölkeldudal verða auglýstar á næstunni í samræmi við fyrirliggjandi ákvörðun og forgangsröðun bæjarstjórnar. Hönnun á lögnum og gatnagerð vegna lóða vestan við Fellaskjól er í vinnslu.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 270
Halldóra fór yfir verkefnistillöguna. Ennfremur fór hún yfir framlagða tillögu að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulagið. Hún gerði einnig grein fyrir hvernig deiliskipulagstillaga, ásamt umhverfismati hennar, verður unnin. Farið var yfir fyrirkomulag á samráði og kynningu.
Fyrir liggur forhönnun Vegagerðarinnar að stækkun hafnarsvæðisins með nýjum bryggjukanti, sunnan Miðgarðs. Byggt verður m.a. á þeirri forhönnun, á fyrirliggjandi deiliskipulagsforsögn fyrir svæðið og á niðurstöðum úr vinnu sem fram hefur farið síðustu mánuði.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagða verkefnistillögu. Nefndin samþykkir einnig framlagða skipulagslýsingu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt til auglýsingar skv. 40. grein skipulagslaga. Ennfremur er skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að verkefninu í samstarfi við hafnarstjóra.
Bókun fundar
Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að auglýsa skipulagslýsingu fyrir suðursvæði Grundarfjarðarhafnar í samræmi við 40. gr. skipulagslaga.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 270
Í undirbúningi er samningsgerð sem snýr að þróun og uppbyggingu á Framnesi, sbr. stefnu aðalskipulags sem og nýlega aðalskipulagsbreytingu fyrir fremsta hluta Framness, þar sem nú er VÞ-svæði (verslun og þjónusta). Málið hefur verið í vinnslu vegna samningsgerðar, en vinna við deiliskipulag svæðisins var sett til hliðar á meðan.
Málið verður til umfjöllunar á næsta fundi bæjarráðs.
Bókun fundar
Málið er einnig sér liður á dagskrá þessa fundar bæjarráðs, dagskrárliður nr. 2.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 270
Halldóra Hreggviðsdóttir skipulagsráðgjafi hjá Alta er gestur fundarins undir þessum lið gegnum fjarfund.
Eftirtaldir aðilar skiluðu umsögnum/athugasemdum í Skipulagsgátt á kynningartímanum:
Ásthildur Elva Kristjánsdóttir
Minjastofnun Íslands
Veitur ohf.
Vegagerðin
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Einar Sveinn Ólafsson
Farið var yfir þær athugasemdir/umsagnir sem bárust.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að svörum/viðbrögðum við athugasemdum/umsögnum frá framangreindum aðilum.
Á grunni umsagna og athugasemda er ekki talin þörf á að gera breytingu á auglýstri tillögu að breytingu á aðalskipulagi.
Skipulags- og umhverfisnefnd vísar tillögunni til bæjarstjórnar og leggur til að hún verði samþykkt.
Vísað er í fylgiskjal um einstakar athugasemdir og viðbrögð við þeim, sem einnig verður birt í Skipulagsgáttinni.
Bókun fundar
Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu nefndarinnar að svörum/umsögn við athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma skipulagstillögunnar, og ennfremur að hin auglýsta tillaga verði nú send til Skipulagsstofnunar til staðfestingar, óbreytt, sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga.
Í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga, felur bæjarráð skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til staðfestingar, ásamt athugasemdum sem bárust og umsögn sveitarstjórnar um þær. Þeim aðilum er athugasemdir gerðu, verður kynnt afgreiðsla þessi og svör, gegnum Skipulagsgáttina.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 270
Halldóra Hreggviðsdóttir skipulagsráðgjafi hjá Alta var gestur fundarins undir þessum lið gegnum fjarfund.
Halldóra fór yfir verkefnistillöguna. Viðfangsefnin eru m.a. að fá yfirlit yfir rennsli/rennslisleiðir ofanvatns frá upplandi bæjarins og í gegnum bæinn, með skiptingu í vatnasvið og áætlun um magn ofanvatns og marka á þeim grunni örugga meðferð ofanvatns í almenningsrýmum og innan lóða. Finna þarf leiðir við skipulag blágrænna innviða til að samnýta almenningsrými fyrir meðferð ofanvatns og önnur not, s.s. græn svæði og göturými. Markmiðið er m.a. að bærinn verði grænni og seigla hans aukin gagnvart loftslagsbreytingum.
Skipulags- og matslýsing á grundvelli þessarar verkefnistillögu ætti að verða tilbúin til auglýsingar á næstu vikum.
Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulagsfulltrúi tók til máls undir þessum lið. Hann sagðist telja að þetta sé sú umgjörð sem þurfi til að halda utan um verkefnið og leggur til að tillagan verði samþykkt. Rammahlutinn muni auðvelda vinnu við deiliskipulagsverkefni og framkvæmdaverkefni í almenningsrýmum almennt.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og felur Nönnu Vilborgu, verkefnisstjóra skipulags- og umhverfismála, að vinna áfram að málinu í samráði við skipulagsfulltrúa og aðra starfsmenn bæjarins.
Ennfremur leggur skipulags- og umhverfisnefnd til að sótt verði um mótframlag úr Skipulagssjóði við gerð þessa rammahluta aðalskipulags, þar sem þetta er fyrsta skipulag af þessu tagi sem unnið er fyrir heilt bæjarfélag.
Bókun fundar
Bæjarráð samþykkir samhljóða framkomna tillögu um gerð blágræns ofanvatnsskipulags, sem unnið verði sem rammahluti Aðalskipulags Grundarfjarðar. Jafnframt samþykkir bæjarráð að sótt verði um styrk til Skipulagssjóðs á grundvelli sérstöðu verkefnisins.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 270
Skipulags- og umhverfisnefnd, sem jafnframt fer með hlutverk umferðarnefndar, tekur jákvætt í hugmyndir um að prófa mismunandi útfærslur af hraðahindrunum, eða hraðalækkandi aðgerðum, á Grundargötu og öðrum viðkvæmum stöðum í bænum.
Verkefnisstjóra skipulags- og umhverfismála falið að vinna áfram að málinu.
Bókun fundar
Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 270
Skipulags- og umhverfisnefnd minnir á almennar heimildir í aðalskipulagi um ferðaþjónustu á lögbýlum, en heimilt er án breytinga á aðalskipulagi að hafa gististað með rýmum fyrir allt að 20 gesti á hverju lögbýli, og auk þess allt að fimm litla gistikofa (einingar).
Verði umfangið meira en það þarf aðalskipulagsbreytingu úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði.
Hægt er að fara fram á deiliskipulagsgerð fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu þó hún sé innan þessarar heimildar í aðalskipulagi og veltur það á nánara umfangi og útfærslum.
Ekki eru komnar fram upplýsingar um umfang fyrirhugaðrar uppbyggingar og vísar nefndin erindinu því til bæjarstjórnar til frekari skoðunar og umfjöllunar.
Nefndin gerir þó ekki athugasemd við það að hluta landbúnaðarlands í landi Hamra verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði, en minnir á að ekki liggja fyrir upplýsingar um til hve stórs hluta jarðarinnar slík áform nái.
Bókun fundar
Vísað er til erindis Zeppelin arkitekta, dags. 28. júlí 2025, fyrir hönd eigenda jarðarinnar Hamra í Eyrarsveit, vegna hugmynda um gististarfsemi á jörðinni. Í erindinu kemur fram að eigendur jarðarinnar hafi í hyggju að nýta núverandi hús á jörðinni að hluta eða öllu leyti fyrir gistiþjónustu en auk þess byggja fleiri hús sunnan við núverandi íbúðarhús. Óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar til hugmynda eigendanna og þess að breyta notkun hluta jarðarinnar úr landbúnaði í ferðaþjónustu. Áður en erindið barst höfðu Zeppelin arkitektar sent fyrirspurnir um hugsanlegar breytingar á aðalskipulagi.
Ekki liggja fyrir nánar útfærðar tillögur um staðsetningu og fyrirkomulag bygginga sem tengjast verkefninu og er því ekki unnt að svara því, hvort þörf kunni að verða á breytingar á aðalskipulagi fyrir Grundarfjarðarbæ, hvað þá hvort þörf kunni að vera á umhverfismati.
Grundarfjarðarbær leggur því til að kynntar verði sæmilega mótaðar „konsept-hugmyndir“ fyrir skipulagsnefnd, sem síðan tekur afstöðu hvort heimila eigi gerð deiliskipulags, mögulega með einhverjum breytingum á hugmyndinni sem nefndin telur nauðsynlegar. Það kemur svo í ljós í ferlinu, hvort aðalskipulagsbreyting er nauðsynleg og yrði þá sett í farveg.
Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 270
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að gefa út stöðuleyfi.
Bókun fundar
Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 270
Farið var yfir málið og útfærslur á slíku drónabanni. Á vinsælum ferðamannastöðum og á viðkvæmum stöðum má sjá merkingar um slíkt bann.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við að slíku banni verði komið á, og nái eftir atvikum yfir aðliggjandi svæði hestamanna.
Bókun fundar
Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 270
Ekki er til deiliskipulag af svæðinu.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða framkvæmd við breytingu hússins fyrir eigendum húsa í Hamrahlíð 2, Hamrahlíð 4 og Hamrahlíð 5, og Fossahlíð 2, Fossahlíð 4 og Fossahlíð 6, í samræmi við 44. gr. skipulagslaga.
Bókun fundar
Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 270
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhugaðar einingar falli að skilmálum aðalskipulags og samþykkir fyrir sitt leyti þá staðsetningu sem sótt er um.
Bókun fundar
Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 270
Skipulagsfulltrúi lagði fram minnispunkta um það sem fram hefur komið á fundi sem hann átti með fulltrúum Fjársýslunnar/Ríkiseigna, sem fer með málefni ríkisjarða, og í frekari samskiptum við Skógræktarfélag Eyrarsveitar.
Með vísan í framlagða minnispunkta er erindinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Signý tók aftur sæti sitt á fundinum.
Bókun fundar
Áður en ákvörðun er tekin um þetta mál, felur bæjarráð bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa að óska eftir afstöðu Skógræktarfélagsins til þess sem fram kemur í meðfylgjandi minnispunktum um samtal skipulagsfulltrúa við FSRE, m.a. um umfang ræktunar og um girðingar, sem FSRE telur nauðsynlegar utan um skógrækt sem þessa.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 270
Skipulagsfulltrúa er falið að ræða við hlutaðeigandi hagaðila (landeiganda jarðarinnar Hamra og mögulega fleiri) og gefa út framkvæmdaleyfi þegar samkomulag um staðsetningu vegtengingar sunnan þjóðvegar liggur fyrir.
Bókun fundar
Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 270
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að Grundarfjarðarbær veiti í ár umhverfisviðurkenningar til lóðarhafa, í nokkrum flokkum, eins og gert var á árum áður.
Nefndin vísar erindinu áfram til bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Bæjarráð þakkar nefndinni kærlega fyrir þessa góðu hugmynd og samþykkir samhljóða að veittar verði umhverfisviðurkenningar bæjarins í haust.
Starfsfólki í skipulags- og umhverfismálum er falið að leggja upp og ákveða flokkun viðurkenninga og hrinda þessari hugmynd í framkvæmd ásamt nefndarmönnum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 270
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir einróma og leggur til við bæjarstjórn að gatan fái nafnið "Lengja" með skírskotun til samnefnds húss sem lengi stóð þarna við sjávarsíðuna.
Bókun fundar
Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar um að gata þessi skuli heita Lengja.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 270
Bæjarfulltrúum, til viðbótar við bæjarráðsmenn, var boðið að sitja fundinn undir dagskrárliðum nr. 1, 2 og 3.