641. fundur 28. ágúst 2025 kl. 08:30 - 11:17 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG) formaður
  • Garðar Svansson (GS)
  • Davíð Magnússon (DM)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Bæjarfulltrúum, til viðbótar við bæjarráðsmenn, var boðið að sitja fundinn undir dagskrárliðum nr. 1, 2 og 3.

1.Útboð á sölu byggingarréttar á miðbæjarreit

Málsnúmer 2504009Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað Helga S. Gunnarssonar ráðgjafa og drög að skilyrtum kaupsamningi um byggingarrétt, sem og innlögð gögn frá bjóðanda í byggingarrétt á miðbæjarreit.



Helgi S. Gunnarsson ráðgjafi hefur haldið utan um samskipti við bjóðanda.



Helgi gerði grein fyrir gögnum og samskiptum um málið.

Bæjarráð samþykkir, á grunni framlagðra gagna og upplýsinga ráðgjafa um samskipti við bjóðanda, að gerður verði skilyrtur kaupsamningur um byggingarrétt á reitnum, í samræmi við útboðslýsingu og tilboð sem barst. Bæjarráði er ljóst að vikið hafi verið frá nánar tilgreindum formsatriðum útboðslýsingar um stöðu kaupanda, sbr. nánar framlögð gögn.

Helga S. Gunnarssyni, ráðgjafa, falið að annast áframhaldandi samskipti við bjóðanda og bæjarstjóra falið að ganga frá kaupsamningi við bjóðanda.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Jósef Ó. Kjartansson, bæjarfulltrúi, í fjarfundi - mæting: 08:30
  • Halldór Jónsson hrl., í fjarfundi - mæting: 08:30
  • Signý Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi - mæting: 08:30
  • Nanna Vilborg Harðardóttir, verkefnastjóri - mæting: 08:30
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi, í fjarfundi - mæting: 08:30
  • Helgi S. Gunnarsson, ráðgjafi, í fjarfundi - mæting: 08:30
  • Halldóra Hreggviðsdóttir, ráðgjafi Alta, í fjarfundi - mæting: 08:30

2.Framnes - lóðarsamningar og uppbygging

Málsnúmer 2508020Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað (vinnuskjal) um undirbúning uppbyggingar á Framnesi og næstu skref, eftir vinnu með þeim ráðgjöfum sem að þessum hluta hafa komið, þeim Helga S. Gunnarssyni og Halldóri Jónssyni hrl.



Einnig lögð fram drög að verkáætlun (vinnuskjal, drög) fyrir næstu skref, sem Helgi hefur tekið saman.

Bæjarstjórn hefur nýlega gert breytingu á aðalskipulagi fyrir fremsta hluta Framness.

Í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 er nú fremst á Framnesi gert ráð fyrir atvinnustarfsemi sem fellur undir landnotkunarflokkinn "verslun og þjónusta", þar á meðal ferðaþjónustu með veitingastöðum, gististöðum, verslun og afþreyingu. "Núverandi athafnastarfsemi er áfram heimil á svæðinu þar til önnur not taka við en gert ráð fyrir að starfsemi færist í átt að verslun, þjónustu og menningu" eins og segir í aðalskipulagi.

Bæjarstjórn hefur hug á að koma af stað uppbyggingu á reitnum VÞ-3, í samræmi við stefnu aðalskipulags. Ljóst þykir að gera þurfi breytingar á nýtingu og afmörkun núverandi lóða með það fyrir augum að tryggja samfellu og hraða í framkvæmd uppbyggingar á svæðinu. Lagt er til að unnið verði að samningsgerð við lóðarhafa fremst á Framnesi, eftir atvikum um innlausn lóðarréttinda, um þróun í takt við þá stefnu sem aðalskipulagið gerir ráð fyrir.

Halldór og Helgi fóru yfir þá vinnu sem fyrir liggur og tillögu um aðferðafræði við uppbyggingu á Framnesi, en reynsla við undirbúning og útboð á byggingarrétti á miðbæjarreit nýtist einnig hér. Samhliða því að ná samkomulagi við núverandi lóðarhafa verði leitað eftir áhugasömum aðilum sem hafa getu til að takast á við slíka uppbyggingu.

Bæjarráð samþykkir áframhaldandi vinnu í samræmi við þá aðferðafræði sem fram kemur í framlögðu minnisblaði og drög að verkáætlun. Bæjarráð samþykkir einnig umboð til Halldórs Jónssonar hrl. og Juris slf., til viðræðna við lóðarhafa á fremstu lóðum á Framnesi, innan VÞ-reits skv. nýlegri aðalskipulagsbreytingu, og til Helga S. Gunnarssonar, til áframhaldandi vinnu skv. framlögðum tillögum. Bæjarráð mun síðan taka afstöðu til samninga við lóðarhafa og fyrirkomulags á uppbyggingarsamningum þegar þeir liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Nanna Vilborg Harðardóttir, verkefnastjóri - mæting: 09:00
  • Helgi S. Gunnarsson, ráðgjafi, í fjarfundi - mæting: 09:00
  • Signý Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi - mæting: 09:00
  • Halldóra Hreggviðsdóttir, ráðgjafi Alta, í fjarfundi - mæting: 09:00
  • Jósef Ó. Kjartansson, bæjarfulltrúi, í fjarfundi - mæting: 09:00
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi, í fjarfundi - mæting: 09:00
  • Halldór Jónsson hrl., í fjarfundi - mæting: 09:00

3.Ríkissjóður Íslands - Hrannarstígur 2, lóðarmál og skipulag

Málsnúmer 2008026Vakta málsnúmer

Farið yfir samskipti við Framkvæmdasýsluna-Ríkiseignir (FSRE) vegna lóðar og húss að Hrannarstíg 2.



Bæjarstjóri og Halldór lögmaður sögðu frá samskiptum við FSRE um umrædda lóð og fasteign, en lóðin var búin til sérstaklega undir lögreglustöð á sínum tíma.

FSRE hefur vísað til þess að land/lóð að Hrannarstíg 2 sé í eigu FSRE. Grundarfjarðarbær telur sig hafa sýnt fram á hið gagnstæða með gögnum sem tengjast kaupum á landi af ríkissjóði á árinu 2005. FSRE hefur ekki andmælt gildi þessara gagna en vill leita leiða að ná samkomulagi um kaup Grundarfjarðarbæjar á húsi, og eftir atvikum lóðarréttindum tengdum Hrannarstíg 2.

Farið yfir þær þreifingar sem verið hafa um eignarhald og verðmæti húss og lóðar.

Bæjarráð fer fram á við FSRE, sem eiganda hússins, að húsið verði fjarlægt af lóðinni fyrir 1. maí 2026.

Bæjarráð felur Halldóri Jónssyni hrl. umboð til samskipta og samninga við FSRE um þetta.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Halldór Jónsson hrl., í fjarfundi - mæting: 09:40
  • Nanna Vilborg Harðardóttir, verkefnastjóri - mæting: 09:40
  • Jósef Ó. Kjartansson, bæjarfulltrúi, í fjarfundi - mæting: 09:40
  • Signý Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi - mæting: 09:40

4.Framkvæmdir 2025

Málsnúmer 2501025Vakta málsnúmer

Farið yfir nokkur framkvæmdaverkefni á vegum bæjar og hafnar.



Bæjarstjóri og Nanna fóru yfir nokkur mál.

- Hraðalækkandi aðgerðir og heildarsýn fyrir Grundargötu:

Sagt frá samskiptum við Vegagerðina, en bærinn hefur óskað eftir endurbótum á hraðalækkandi aðgerðum á Grundargötu. Árið 2021 var Grundargatan öll malbikuð, enda á milli. Við þá aðgerð voru jafnframt teknar upp nokkrar hraðahindranir í götunni, þar sem þær voru orðnar lélegar. Búið er að setja upp tvo "broskalla" á Grundargötu, sem mæla hraða ökutækja, eins og þeir tveir sem fyrir eru við innkomuna í bæinn, að austan og vestan.

Fyrir hönd bæjarins hefur einnig verið óskað eftir endurskoðun á þeirri heildarhönnun sem unnin var fyrir 20 árum, um umferðaröryggi og útfærslur á Grundargötu.

Bæjarráð samþykkir þá tilhögun sem um var rætt.

Samþykkt samhljóða.


- Hellulögn og gatnagerð:

Nanna sagði einnig frá því að samið hefði verið við fyrirtækið Sigurgarða, Borgarnesi, um hellulögn og frágang gangstétta á Hrannarstíg.

Gestir

  • Nanna Vilborg Harðardóttir, verkefnastjóri - mæting: 10:02

5.UMFG - Grasblakvöllur

Málsnúmer 2508014Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá UMFG um að koma upp grasblakvelli utanhúss.

Farið yfir málið og rætt um mögulega staðsetningu.

Bæjarráð samþykkir að kanna möguleika á að staðsetja völlinn á eða við borholusvæðið, neðan við svæði með ærslabelg.
Nönnu falið að teikna upp svæðið m.t.t. grasblakvallar.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Nanna Vilborg Harðardóttir, verkefnastjóri - mæting: 10:20

6.Lausafjárstaða 2025

Málsnúmer 2501016Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

7.Greitt útsvar 2025

Málsnúmer 2502020Vakta málsnúmer

Lögð fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-júní og janúar-júlí 2025.

Skv. yfirlitunum hefur greitt útsvar hækkað um 12,9% tímabilið janúar-júní 2025 og um 13,5% tímabilið janúar-júlí 2025, miðað við sömu tímabil árið 2024.

8.Rekstraryfirlit 2025

Málsnúmer 2505021Vakta málsnúmer

Lagt fram sex mánaða rekstraruppgjör fyrir janúar-júní 2025.
Afkoma reksturs fyrstu sex mánuði ársins er innan áætlunar ársins.

9.Hafnarstjórn - 20

Málsnúmer 2508003FVakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir 20. fundargerð hafnarstjórnar.
  • Í framhaldi af eldra máli sem er "Hafnarsvæði suður - skipulagsforsendur og breytingar", málsnúmer 2406008, er lögð fram undir þessu máli verkefnistillaga Alta, dags. 7. ágúst 2025, um vinnu við deiliskipulag suðursvæðis hafnarinnar.

    Tillagan er einnig til umræðu hjá skipulags- og umhverfisnefnd 20. ágúst 2025.

    Halldóra Hreggviðsdóttir skipulagsráðgjafi hjá Alta er gestur fundarins undir þessum lið gegnum fjarfundarbúnað.
    Hafnarstjórn - 20 Í verkefninu felst að gera deiliskipulag fyrir nýtt þróunarsvæði Grundarfjarðarhafnar, þ.e. stækkun hafnarsvæðisins sunnan Miðgarðs yfir að Suðurgarði og að honum meðtöldum. Einnig fyrir svæði í kringum hafnarvog og hafnarhús, þar sem einnig er tekið á móti ferðafólki. Gert er ráð fyrir vegi eftir landfyllingunni, sem tengir hafnarsvæði (norður) við þjóðveginn austan við þéttbýlið. Þessi áform eru í samræmi við gildandi aðalskipulag.

    Halldóra fór yfir verkefnistillöguna. Ennfremur fór hún yfir framlagða tillögu að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulagið og gerði grein fyrir hvernig deiliskipulagstillagan, ásamt umhverfismati hennar, verður unnin. Farið var yfir fyrirkomulag á samráði og kynningu.

    Fyrir liggur fohönnun Vegagerðarinnar að stækkun hafnarsvæðisins með nýjum bryggjukanti, sunnan Miðgarðs. Byggt verður m.a. á þeirri forhönnun, á fyrirliggjandi deiliskipulagsforsögn fyrir svæðið og á niðurstöðum úr vinnu sem fram hefur farið síðustu mánuði.

    Samkvæmt 3. gr. hafnarreglugerðar fyrir Grundarfjarðarhöfn gerir hafnarstjórn tillögur til bæjarstjórnar um skipulagsmál á hafnarsvæðinu, enda hafi tillögurnar fengið umfjöllun skipulagsnefndar.

    Hafnarstjórn samþykkir framlagða verkefnistillögu. Hafnarstjórn samþykkir einnig framlagða skipulagslýsingu deiliskipulagsins og leggur til við skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn að hún verði samþykkt til auglýsingar skv. 40. gr. skipulagslaga.

    Hafnarstjórn felur hafnarstjóra, í samvinnu við skipulagsfulltrúa, að vinna áfram að verkefninu.

    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag suðursvæðis Grundarfjarðarhafnar og samþykkir jafnframt tillögu hafnarstjórnar um að skipulagslýsingin verði auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga. Er það einnig í samræmi við afgreiðslu á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 20. ágúst sl.

    Samþykkt samhljóða.
  • Rætt um hafnarframkvæmdir og bílamál.
    Hafnarstjórn - 20 Hafnarstjóri ræddi um framkvæmdir við "krikann" við Norðurgarð, sbr. bókun hafnarstjórnar á 19. fundi sínum þann 27. júní sl.
    Til viðbótar við bókun þess fundar um krikann, samþykkir hafnarstjórn að í undirbúningi sé einnig höfð áætlun um flotbryggju og stöpul, eins og hugmyndir hafa gert ráð fyrir að sett yrði upp milli Norðurgarðs og Miðgarðs, til viðbótar við þá flotbryggju sem fyrir er þar.

    Hafnarstjóri ræddi um þörf á endurnýjun vinnubifreiðar hafnarinnar. Kominn er tími á endurnýjun, en bíllinn hefur síðan sl. haust einnig verið notaður við saltdreifingu (hálkuvarnir) á götum bæjarins. Hafnarstjórn samþykkir að farið verði í að leita að hentugri bíl.

    Bókun fundar Bæjarráð staðfestir framangreinda afgreiðslu hafnarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Lagt fram til afgreiðslu erindi dags. 11. ágúst 2025 frá Skíðaráði v. Skíðasvæði Snæfellsness.


    Hafnarstjórn - 20 Óskað er eftir fjárstyrk úr hafnarsjóði, til fjármögnunar á byggingu skíðaskála/aðstöðuhúss.

    Hafnarsjóður hefur hingað til ekki veitt fjárstyrki, nema eins og nýlega með þátttöku í söfnun fyrir kaupum á nýja björgunarskipinu Björgu, fyrir Breiðafjarðarsvæðið, og var sú afgreiðsla gerð að tilhlutan bæjarstjórnar, í samstarfi við aðrar bæjarstjórnir á norðanverðu Snæfellsnesi.

    Hafnarstjórn telur verkefnið jákvætt, en telur það falla utan hlutverks og heimilda hafnarsjóðs og því sé hafnarstjórn ekki fært að verða við erindinu.

10.Skipulags- og umhverfisnefnd - 270

Málsnúmer 2508001FVakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir samhljóða 270. fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar.

  • Til kynningar:

    Deiliskipulag Ölkeldudals tók gildi 7. júlí sl. og var gildistakan auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og á vef bæjarins. Kærufrestur rann út 7. ágúst sl. Þeim sem gert höfðu athugasemdir eða umsagnir við tillöguna var tilkynnt um málskotsrétt sinn.

    Engin kæra barst vegna gildistöku deiliskipulagsins.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 270 Lóðir í Ölkeldudal verða auglýstar á næstunni í samræmi við fyrirliggjandi ákvörðun og forgangsröðun bæjarstjórnar. Hönnun á lögnum og gatnagerð vegna lóða vestan við Fellaskjól er í vinnslu.


  • Lögð fram verkefnistillaga dags 7. ágúst 2025 um vinnu við deiliskipulag suðursvæðis hafnarinnar. Ennfremur tillaga að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulagið.

    Í verkefninu felst að gera deiliskipulag fyrir nýtt þróunarsvæði Grundarfjarðarhafnar, þ.e. stækkun hafnarsvæðisins sunnan Miðgarðs yfir að Suðurgarði og að honum meðtöldum. Einnig fyrir svæði í kringum hafnarvog og hafnarhús, þar sem einnig er tekið á móti ferðafólki. Gert er ráð fyrir vegi eftir landfyllingunni, sem tengir hafnarsvæði (norður) við þjóðveginn austan við þéttbýlið. Þetta yrði þjóðvegur niður að höfninni. Þessi áform eru í samræmi við gildandi aðalskipulag.

    Hafnarstjórn er verkkaupi og fundaði í gær, 19. ágúst 2025, um tillöguna. Hafnarstjórn samþykkti verkefnistillögu og skipulagslýsingu deiliskipulagsins og leggur til við skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt til auglýsingar skv. 40. gr. skipulagslaga.

    Halldóra Hreggviðsdóttir skipulagsráðgjafi hjá Alta er gestur fundarins undir þessum lið gegnum fjarfund.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 270 Halldóra fór yfir verkefnistillöguna. Ennfremur fór hún yfir framlagða tillögu að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulagið. Hún gerði einnig grein fyrir hvernig deiliskipulagstillaga, ásamt umhverfismati hennar, verður unnin. Farið var yfir fyrirkomulag á samráði og kynningu.

    Fyrir liggur forhönnun Vegagerðarinnar að stækkun hafnarsvæðisins með nýjum bryggjukanti, sunnan Miðgarðs. Byggt verður m.a. á þeirri forhönnun, á fyrirliggjandi deiliskipulagsforsögn fyrir svæðið og á niðurstöðum úr vinnu sem fram hefur farið síðustu mánuði.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagða verkefnistillögu. Nefndin samþykkir einnig framlagða skipulagslýsingu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt til auglýsingar skv. 40. grein skipulagslaga. Ennfremur er skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að verkefninu í samstarfi við hafnarstjóra.
    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að auglýsa skipulagslýsingu fyrir suðursvæði Grundarfjarðarhafnar í samræmi við 40. gr. skipulagslaga.

  • Bæjarstjóri og skipulagsfulltrúi sögðu frá stöðu málsins. Skipulags- og umhverfisnefnd - 270 Í undirbúningi er samningsgerð sem snýr að þróun og uppbyggingu á Framnesi, sbr. stefnu aðalskipulags sem og nýlega aðalskipulagsbreytingu fyrir fremsta hluta Framness, þar sem nú er VÞ-svæði (verslun og þjónusta). Málið hefur verið í vinnslu vegna samningsgerðar, en vinna við deiliskipulag svæðisins var sett til hliðar á meðan.

    Málið verður til umfjöllunar á næsta fundi bæjarráðs.

    Bókun fundar Málið er einnig sér liður á dagskrá þessa fundar bæjarráðs, dagskrárliður nr. 2.
  • Skipulagsfulltrúi auglýsti þann 11. júní sl. tillögu um breytingu á aðalskipulagi í tengslum við uppbyggingu á miðbæjarreit. Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum var til 30. júlí sl. og alls bárust sex umsagnir/athugasemdir í Skipulagsgátt á auglýsingatíma tillögunnar.

    Lagt fram yfirlit yfir athugasemdir og umsagnir sem bárust og tillaga að viðbrögðum og svörum við þeim.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 270 Halldóra Hreggviðsdóttir skipulagsráðgjafi hjá Alta er gestur fundarins undir þessum lið gegnum fjarfund.

    Eftirtaldir aðilar skiluðu umsögnum/athugasemdum í Skipulagsgátt á kynningartímanum:

    Ásthildur Elva Kristjánsdóttir
    Minjastofnun Íslands
    Veitur ohf.
    Vegagerðin
    Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
    Einar Sveinn Ólafsson

    Farið var yfir þær athugasemdir/umsagnir sem bárust.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að svörum/viðbrögðum við athugasemdum/umsögnum frá framangreindum aðilum.

    Á grunni umsagna og athugasemda er ekki talin þörf á að gera breytingu á auglýstri tillögu að breytingu á aðalskipulagi.

    Skipulags- og umhverfisnefnd vísar tillögunni til bæjarstjórnar og leggur til að hún verði samþykkt.

    Vísað er í fylgiskjal um einstakar athugasemdir og viðbrögð við þeim, sem einnig verður birt í Skipulagsgáttinni.

    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu nefndarinnar að svörum/umsögn við athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma skipulagstillögunnar, og ennfremur að hin auglýsta tillaga verði nú send til Skipulagsstofnunar til staðfestingar, óbreytt, sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga.

    Í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga, felur bæjarráð skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til staðfestingar, ásamt athugasemdum sem bárust og umsögn sveitarstjórnar um þær. Þeim aðilum er athugasemdir gerðu, verður kynnt afgreiðsla þessi og svör, gegnum Skipulagsgáttina.


  • Lögð fram til kynningar og umræðu tillaga að nálgun við gerð blágræns ofanvatnsskipulags, sem verði gert að rammahluta aðalskipulags.
    Verkefnið er framhald stefnumótunar bæjarins í aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar um endurnýjun ofanvatnskerfis bæjarins með innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna og er kostað að hluta af fjárstyrk bæjarins til ICEWATER-verkefnisins.

    Með þessu blágræna ofanvatnsskipulagi er verið að móta stefnu um tilhögun fráveitu og meðferðar ofanvatns í allri byggðinni. Á grunni þess verði tryggð markviss innleiðing og uppbygging blágrænna innviða og almenningsrýma í Grundarfjarðarbæ, samhliða endurnýjun ofanvatnskerfisins.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 270 Halldóra Hreggviðsdóttir skipulagsráðgjafi hjá Alta var gestur fundarins undir þessum lið gegnum fjarfund.

    Halldóra fór yfir verkefnistillöguna. Viðfangsefnin eru m.a. að fá yfirlit yfir rennsli/rennslisleiðir ofanvatns frá upplandi bæjarins og í gegnum bæinn, með skiptingu í vatnasvið og áætlun um magn ofanvatns og marka á þeim grunni örugga meðferð ofanvatns í almenningsrýmum og innan lóða. Finna þarf leiðir við skipulag blágrænna innviða til að samnýta almenningsrými fyrir meðferð ofanvatns og önnur not, s.s. græn svæði og göturými. Markmiðið er m.a. að bærinn verði grænni og seigla hans aukin gagnvart loftslagsbreytingum.

    Skipulags- og matslýsing á grundvelli þessarar verkefnistillögu ætti að verða tilbúin til auglýsingar á næstu vikum.

    Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulagsfulltrúi tók til máls undir þessum lið. Hann sagðist telja að þetta sé sú umgjörð sem þurfi til að halda utan um verkefnið og leggur til að tillagan verði samþykkt. Rammahlutinn muni auðvelda vinnu við deiliskipulagsverkefni og framkvæmdaverkefni í almenningsrýmum almennt.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og felur Nönnu Vilborgu, verkefnisstjóra skipulags- og umhverfismála, að vinna áfram að málinu í samráði við skipulagsfulltrúa og aðra starfsmenn bæjarins.

    Ennfremur leggur skipulags- og umhverfisnefnd til að sótt verði um mótframlag úr Skipulagssjóði við gerð þessa rammahluta aðalskipulags, þar sem þetta er fyrsta skipulag af þessu tagi sem unnið er fyrir heilt bæjarfélag.
    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða framkomna tillögu um gerð blágræns ofanvatnsskipulags, sem unnið verði sem rammahluti Aðalskipulags Grundarfjarðar. Jafnframt samþykkir bæjarráð að sótt verði um styrk til Skipulagssjóðs á grundvelli sérstöðu verkefnisins.
  • Mál lagt fram til kynningar og umræðu.

    Vegna kvartana frá íbúum og umræðu um hraðalækkandi aðgerðir hefur verið til skoðunar að setja upp hraðahindranir í prufuskyni á völdum stöðum í bænum.

    Nanna Vilborg Harðardóttir, verkefnisstjóri skipulags- og umhverfismála, sagði frá tilögum sem hafa komið fram og fundum með Vegagerðinni um hraðalækkandi aðgerðir á Grundargötunni, sem er þjóðvegur í þéttbýli.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 270 Skipulags- og umhverfisnefnd, sem jafnframt fer með hlutverk umferðarnefndar, tekur jákvætt í hugmyndir um að prófa mismunandi útfærslur af hraðahindrunum, eða hraðalækkandi aðgerðum, á Grundargötu og öðrum viðkvæmum stöðum í bænum.

    Verkefnisstjóra skipulags- og umhverfismála falið að vinna áfram að málinu.
    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Zeppelin Arkitektar hafa sent erindi fyrir hönd nýrra landeigenda að Hömrum, þar sem gerð er fyrirspurn til bæjarstjórnar um afstöðu til breyttrar landnotkunar á jörðinni.

    Gert er ráð fyrir að hluti jarðarinnar fari úr landbúnaði í ferðaþjónustu.
    Nýr landeigandi hyggst nýta núverandi hús að hluta eða öllu leyti undir gistiþjónustu og jafnframt byggja nokkur stök eða samliggjandi gistihús sunnan við núverandi íbúðarhús á bakkanum sem snýr að Kirkjufelli. Engar útfærslur liggja fyrir að svo komnu máli.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 270 Skipulags- og umhverfisnefnd minnir á almennar heimildir í aðalskipulagi um ferðaþjónustu á lögbýlum, en heimilt er án breytinga á aðalskipulagi að hafa gististað með rýmum fyrir allt að 20 gesti á hverju lögbýli, og auk þess allt að fimm litla gistikofa (einingar).
    Verði umfangið meira en það þarf aðalskipulagsbreytingu úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði.

    Hægt er að fara fram á deiliskipulagsgerð fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu þó hún sé innan þessarar heimildar í aðalskipulagi og veltur það á nánara umfangi og útfærslum.

    Ekki eru komnar fram upplýsingar um umfang fyrirhugaðrar uppbyggingar og vísar nefndin erindinu því til bæjarstjórnar til frekari skoðunar og umfjöllunar.

    Nefndin gerir þó ekki athugasemd við það að hluta landbúnaðarlands í landi Hamra verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði, en minnir á að ekki liggja fyrir upplýsingar um til hve stórs hluta jarðarinnar slík áform nái.

    Bókun fundar Vísað er til erindis Zeppelin arkitekta, dags. 28. júlí 2025, fyrir hönd eigenda jarðarinnar Hamra í Eyrarsveit, vegna hugmynda um gististarfsemi á jörðinni. Í erindinu kemur fram að eigendur jarðarinnar hafi í hyggju að nýta núverandi hús á jörðinni að hluta eða öllu leyti fyrir gistiþjónustu en auk þess byggja fleiri hús sunnan við núverandi íbúðarhús. Óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar til hugmynda eigendanna og þess að breyta notkun hluta jarðarinnar úr landbúnaði í ferðaþjónustu. Áður en erindið barst höfðu Zeppelin arkitektar sent fyrirspurnir um hugsanlegar breytingar á aðalskipulagi.

    Ekki liggja fyrir nánar útfærðar tillögur um staðsetningu og fyrirkomulag bygginga sem tengjast verkefninu og er því ekki unnt að svara því, hvort þörf kunni að verða á breytingar á aðalskipulagi fyrir Grundarfjarðarbæ, hvað þá hvort þörf kunni að vera á umhverfismati.

    Grundarfjarðarbær leggur því til að kynntar verði sæmilega mótaðar „konsept-hugmyndir“ fyrir skipulagsnefnd, sem síðan tekur afstöðu hvort heimila eigi gerð deiliskipulags, mögulega með einhverjum breytingum á hugmyndinni sem nefndin telur nauðsynlegar. Það kemur svo í ljós í ferlinu, hvort aðalskipulagsbreyting er nauðsynleg og yrði þá sett í farveg.

    Samþykkt samhljóða.
  • Leikskólinn Sólvellir óskar eftir stöðuleyfi fyrir Bambahúsi (gróðurhús) á lóð leikskólans.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 270 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að gefa út stöðuleyfi.
    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Erindi frá forstöðumanni menningar- og markaðsmála, hafnarstjóra og bæjarstjóra, þar sem óskað er umsagnar hjá skipulags- og umhverfisnefnd.

    Nokkur truflun hefur verið af drónaflugi frá ferðamönnum og hefur Hesteigendafélagið óskað eftir því að kannað verði hvort hægt sé að banna drónaflug staðbundið yfir hesthúsahverfinu, sbr. umræður á fundi fulltrúa hafnar og bæjar með stjórn Hesteigendafélagsins 7. júlí sl.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 270 Farið var yfir málið og útfærslur á slíku drónabanni. Á vinsælum ferðamannastöðum og á viðkvæmum stöðum má sjá merkingar um slíkt bann.

    Skipulags- og umhverfisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við að slíku banni verði komið á, og nái eftir atvikum yfir aðliggjandi svæði hestamanna.

    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

  • Að ósk byggingarfulltrúa er lögð fyrir fundinn byggingarleyfisumsókn frá eigendum að Hamrahlíð 7.

    Samkvæmt teikningu verður útlitsbreyting og hærri þakhæð á útvegg sem stendur við lóðarmörk að Hamrahlíð 5. Einnig bætist við útgangur austast á húsinu, þ.e. þeirri hlið sem snýr að Hamrahlíð.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 270 Ekki er til deiliskipulag af svæðinu.

    Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða framkvæmd við breytingu hússins fyrir eigendum húsa í Hamrahlíð 2, Hamrahlíð 4 og Hamrahlíð 5, og Fossahlíð 2, Fossahlíð 4 og Fossahlíð 6, í samræmi við 44. gr. skipulagslaga.

    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Grundarfjarðarbær óskar eftir heimild fyrir staðsetningu tveggja gámaeininga (húseininga) sem verði nýttar sem aðstaða við íþróttavöll (salerni og bækistöð fyrir iðkendur, og sem áhaldageymsla fyrir íþróttir.

    Ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, en í skilmálum aðalskipulags fyrir ÍÞ-5 íþróttasvæði kemur fram:

    "Gert er ráð fyrir uppbyggingu sem nýtist til fjölbreyttrar íþróttaiðkunar. Gott aðgengi fótgangandi og hjólandi verði að svæðinu og frágangur vandaður. Möguleiki er á uppbyggingu nýrrar áhaldageymslu og/eða aðstöðuhúsi tengdu íþróttavelli og skíðasvæðinu sunnar á vegum Ungmennafélags Grundarfjarðar."
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 270 Skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhugaðar einingar falli að skilmálum aðalskipulags og samþykkir fyrir sitt leyti þá staðsetningu sem sótt er um.

    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Á 267. fundi nefndarinnar þann 3. apríl sl. var tekin fyrir fyrirspurn frá Skógræktarfélagi Eyrarsveitar vegna hugmynda um birkiskógrækt í landi Hallbjarnareyrar. Landeigandi er ríkissjóður. Var skipulagsfulltrúa falið að ræða við hlutaðeigandi aðila.

    Signý vék af fundi undir þessum dagskrárlið.


    Skipulags- og umhverfisnefnd - 270 Skipulagsfulltrúi lagði fram minnispunkta um það sem fram hefur komið á fundi sem hann átti með fulltrúum Fjársýslunnar/Ríkiseigna, sem fer með málefni ríkisjarða, og í frekari samskiptum við Skógræktarfélag Eyrarsveitar.

    Með vísan í framlagða minnispunkta er erindinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Signý tók aftur sæti sitt á fundinum.
    Bókun fundar Áður en ákvörðun er tekin um þetta mál, felur bæjarráð bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa að óska eftir afstöðu Skógræktarfélagsins til þess sem fram kemur í meðfylgjandi minnispunktum um samtal skipulagsfulltrúa við FSRE, m.a. um umfang ræktunar og um girðingar, sem FSRE telur nauðsynlegar utan um skógrækt sem þessa.


  • Á 269. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi til vegagerðar í landi Hamra, þar sem sumarbústaðaland yrði tengt við þjóðveg sunnan vegar.

    Skipulagsfulltrúa var falið að gefa út framkvæmdaleyfi með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar. Vegagerðin samþykkti fyrir sitt leyti að vegtenging yrði sett sunnan þjóðvegar í landi Hamra, en benti þó jafnframt á að samkvæmt veghönnunarreglum þyrftu hið minnsta að vera 400 metrar milli vegtenginga. Með vísan til þess yrði því ekki hægt að bæta við annarri vegtengingu síðar.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 270 Skipulagsfulltrúa er falið að ræða við hlutaðeigandi hagaðila (landeiganda jarðarinnar Hamra og mögulega fleiri) og gefa út framkvæmdaleyfi þegar samkomulag um staðsetningu vegtengingar sunnan þjóðvegar liggur fyrir.
    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Árlegt umhverfisrölt bæjarstjórnar og skipulags- og umhverfisnefndar var haldið 24. og 25. júní sl., fyrra kvöldið með opnu húsi í Samkomuhúsinu og hins vegar með göngu um bæinn kvöldið eftir.

    Nokkrar ábendingar komu fram og rætt var almennt um verkefni bæjarins og umhverfi bæjarbúa.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 270 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að Grundarfjarðarbær veiti í ár umhverfisviðurkenningar til lóðarhafa, í nokkrum flokkum, eins og gert var á árum áður.

    Nefndin vísar erindinu áfram til bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Bæjarráð þakkar nefndinni kærlega fyrir þessa góðu hugmynd og samþykkir samhljóða að veittar verði umhverfisviðurkenningar bæjarins í haust.
    Starfsfólki í skipulags- og umhverfismálum er falið að leggja upp og ákveða flokkun viðurkenninga og hrinda þessari hugmynd í framkvæmd ásamt nefndarmönnum.


  • Framhald fyrri umræðu, um tillögur að götuheiti fyrir botnlanga ónefndrar götu sem liggur norðan Grundargötu 12-28. Hluti húsanna er með heimilisfang við Grundargötu en aðkomu frá botnlanganum. Málið var lagt til hliðar m.a. vegna yfirstandandi undirbúnings og skoðunar á nýrri landfyllingu á suðursvæði hafnar, sem gæti tengst umræddum götustubbi til suðurs.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 270 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir einróma og leggur til við bæjarstjórn að gatan fái nafnið "Lengja" með skírskotun til samnefnds húss sem lengi stóð þarna við sjávarsíðuna.

    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar um að gata þessi skuli heita Lengja.

  • Engin önnur mál komu fram. Skipulags- og umhverfisnefnd - 270

11.Ríkey Konráðsdóttir - Menning og nýsköpun í Grundarfirði - tillaga að verkefni og mögulegu samstarfi

Málsnúmer 2508016Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Ríkeyju Konráðsdóttur um menningu og nýsköpun í Grundarfirði.

Leggur hún til að stofnað verði samvinnufélag bæjarbúa og sveitarfélagsins, sem taki ákvörðun um nýtingu Sögumiðstöðvar, fjármögnun o.fl., fyrir skapandi starfsemi.



Bæjarráð þakkar Ríkeyju fyrir erindið.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa erindinu til menningarnefndar og forstöðumanns markaðs- og menningarmála til umfjöllunar og umsagnar.

12.Starf íþrótta- og tómstundafulltrúa

Málsnúmer 2502024Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað starfshóps um ráðningu í starf íþrótta- og tómstundafulltrúa með tillögum um næstu skref í ferlinu.



Hópinn skipa bæjarfulltrúarnir Davíð Magnússon og Loftur Árni Björgvinsson, en fundað var 21. og 27. ágúst. Bæjarstjori og skrifstofustjóri sátu einnig fundina.

Fyrir liggur uppsögn íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Brýnt er að manna starfið sem fyrst og er því lagt til að unnið verði úr þeim umsóknum sem bárust um starfið í mars sl. í ljósi breyttrar stöðu og að fyrra ráðningarferli sé endurvakið. Umsóknir um opinber störf gilda í sex mánuði og eru umsóknir því enn gildar, að því leyti sem umsækjendur samþykkja það.

Bæjarráð samþykkir samhljóða þessa tillögu fulltrúanna og felur þeim áframhaldandi umboð til að vinna að ráðningarferlinu.

13.Grund - kaup á jörð

Málsnúmer 2504023Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar afsal dags. 30. júní 2025, fyrir jörðinni Grund, sem bærinn hefur keypt og hefur nú greitt að fullu.



Fylgiskjöl:

14.Grundargata 30 leigusamningar

Málsnúmer 2303005Vakta málsnúmer

Lagðir fram til kynningar tveir leigusamningar um skrifstofuhúsnæði að Grundargötu 30.

15.Varmadælur í Grundarfirði. Umsókn í Loftlags- og orkusjóð

Málsnúmer 2508001Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umsókn Grundarfjarðarbæjar um styrk úr Loftslags- og orkusjóði, vegna orkuskipta í mannvirkjum bæjarins.

16.Golfklúbburinn Vestarr - Bárarvöllur

Málsnúmer 2402017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar gögn Golfklúbbsins Vestarr í samræmi við ákvæði samstarfssamnings bæjarins og GVG frá árinu 2024, í tengslum við styrk til kaupa á landi undir völlinn.

17.Golfklúbburinn Vestarr - Ársreikningur 2023-2024

Málsnúmer 2507013Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir Golfklúbbinn Vestarr vegna tímabilsins 2023-2024.

18.Samband íslenskra sveitarfélaga - Forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2026 - 2029

Málsnúmer 2507012Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga með forsendum fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2026-2029.

19.Innviðaráðuneytið - Fræðsla um hinsegin málefni fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga

Málsnúmer 2507004Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Innviðaráðuneytisins, dags. 4. júlí sl., varðandi fræðslu um hinsegin málefni fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk.

20.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - Eftirfylgni með hækkun veiðigjalda

Málsnúmer 2507002Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. júlí sl., um yfirlýsingu Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem jafnframt fylgir með.

21.SSV - Samstarfsyfirlýsing við HVE

Málsnúmer 2508017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samstarfsyfirlýsing sem undirrituð var af HVE og SSV 14. ágúst 2025.

Fylgiskjöl:

22.Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið - Umhverfisþing 15. og 16. september

Málsnúmer 2508015Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar dagskrá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um XIV. Umhverfisþing sem haldið verður 15. og 16. september nk.

23.UMFÍ - Ungmennaráðstefnan UNGT FÓLK OG LÝÐHEILSA

Málsnúmer 2507014Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Ungmennaráðs UMFÍ, dags. 2. júlí sl., um Ungmennaráðstefnuna Ungt fólk og lýðheilsa, sem haldin verður 12.-14. september nk.

24.Heilbrigðisnefnd Vesturlands - Fundargerðir 2025

Málsnúmer 2503021Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 196. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, sem haldinn var 13. ágúst sl.

25.SSKS - Fundargerðir 2025

Málsnúmer 2503009Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 82. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, sem haldinn var 2. júlí sl.

26.SSV - Fundarboð á haustþing 2025

Málsnúmer 2508021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð SSV á haustþing SSV 2025 sem haldið verður á Akranesi 24. september nk.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:17.