Málsnúmer 2008027

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 241. fundur - 10.09.2020

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 25. ágúst sl. varðandi niðurstöður könnunar á stafrænni stöðu sveitarfélaga 2020.

Þar kemur m.a. fram að óskað er eftir þátttöku sveitarfélaga í könnun vegna greiningar á stafrænni stöðu þjónustu- og verkferla sveitarfélaga, auk tæknilegra innviða. Niðurstöðurnar eru gott innlegg fyrir sveitarfélög við stefnumörkun í stafrænni þróun.

Á fundi stjórnar sambandsins 12. júní sl. var samþykkt að sambandið kannaði afstöðu landshlutasamtaka sveitarfélaga til stofnunar stafræns ráðs. Markmið þess væri að styðja við stefnumótun og forgangsröðun um stafræna framþróun sveitarfélaga og að til verði samstarf sveitarfélaga á landsvísu um þau mál. Tilnefndir til setu í ráðinu verði fulltrúar landshlutanna og Reykjavíkurborgar.