Málsnúmer 2009022

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 555. fundur - 23.09.2020

Sú breyting hefur verið gerð á umsóknarferli frá fyrra ári að ekki er þörf á að sveitarstjórnir sæki sérstaklega um byggðakvóta heldur mun ráðuneytið tilkynna sveitarstjórnum hversu miklar aflaheimildir koma í hlut hvers byggðarlags sem undir þær falla þegar sú skipting liggur fyrir.

Reiknað er með að tilkynning um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2020-2021 verði send til sveitarstjórna fyrir lok októbermánaðar.

Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði um úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 15. október 2020.

Bæjarráð vísar ákvörðun um hvort setja eigi sérreglur til bæjarstjórnarfundar þann 8. október nk.