555. fundur 23. september 2020 kl. 16:15 - 20:32 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG) formaður
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Framkvæmdir 2020

Málsnúmer 1912003Vakta málsnúmer

Liður A:
Herborg Árnadóttir hjá Alta sat fundinn undir hluta þessa liðar gegnum fjarfundabúnað. Þá sátu einnig hluta liðsins gegnum fjarfundabúnað Jósef Ó. Kjartansson og Hinrik Konráðsson.

Herborg kynnti vinnu sína við skoðun á göturýmum/götukössum í Grundarfirði.
Hún lagði fram tillögur að útfærslu á gangstéttum og hjólastígum, sem rúma fjölbreytta fararmáta og farartæki, s.s. reiðhjól, barnavagna, rafskutlur, o.fl.
Um er að ræða undirbúningsvinnu sem nýta á við framkvæmdir bæjarins og endurbætur í göturýmum á næstu árum. Í tillögunum er ennfremur gert ráð fyrir "blágrænum lausnum", sem felast í því að gróðri og gróðurríkum svæðum er ætlað það hlutverk að fanga ofanvatn, um leið og slíkt stuðlar að grænni bæjarmynd.

Umræður urðu um útfærslur, hönnun og framkvæmdir á götum sem skilgreindar hafa verið sem forgangsleiðir, einkum vegna tenginga við skóla og miðbæ.

Herborgu var þökkuð kynningin. Fullunnin tillaga verður lögð fyrir bæjarráð síðar.

Hér viku Herborg, Jósef og Hinrik af fundi.


Liður B:
Bæjarráð fór og skoðaði aðveitustöðvarhús Rarik, efst við Borgarbraut. Bæjarstjóri hefur verið í viðræðum við Rarik um framtíðarnot húss og lóðar. Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

Samþykkt samhljóða.

2.Grundargata 30 - þróun og framtíðarnot

Málsnúmer 2009041Vakta málsnúmer

Bæjarráð fór og skoðaði húsnæðið að Grundargötu 30, en bærinn hefur fest kaup á neðri hæð hússins auk kjallara, í skiptum fyrir efri hæð hússins. Samningar eru í vinnslu.
Vísað er í bókun bæjarráðs undir málsnúmeri 2007014 á 551. fundi þann 19. ágúst sl. um þau tækifæri sem felast í því að bærinn ráði nú yfir auknu rými í húsinu.

Bænum hafa borist fyrirspurnir um nýtingu hússins.

Málið er í vinnslu.

3.Signý Gunnarsdóttir - Grenndargarður - Rafveituskúr

Málsnúmer 2009026Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Skógræktarfélags Eyrarsveitar, með greinargerð um grenndargarða.
Erindið felst í þeirri hugmynd að komið verði upp matjurtagörðum fyrir bæjarbúa innan girðingar við spennistöðvarhús Rarik, efst við Borgarbraut.

Bæjarráð þakkar Skógræktarfélaginu fyrir erindið.
Bæjarráð lýsir áhuga á því að þróa áfram hugmynd að matjurtagörðum, sbr. framlagða hugmynd, með möguleika á skólagörðum sem hluta verkefnis, en vísar jafnframt í fyrri bókun þessa fundar, undir dagskrárlið 1B.

Samþykkt samhljóða.

4.Erindi um að setja upp hundagerði

Málsnúmer 2009011Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Mörtu og Guðbjargar Soffíu Magnúsdætra um hundagerði innan girðingar við spennistöðvarhús Rarik, efst við Borgarbraut.

Bæjarráð þakkar þeim systrum fyrir erindið, en telur staðinn ekki hentugt svæði fyrir hundagerði.

Samþykkt samhljóða.

5.Jafnréttisáætlun Grundarfjarðarbæjar, endurskoðuð

Málsnúmer 2005042Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur um breytingar á jafnréttisáætlun Grundarfjarðarbæjar.

Jafnréttisstofa gerði athugasemdir við innsenda áætlun bæjarins, sem afgreidd var í bæjarráði/jafnréttisnefnd fyrr í sumar og óskaði eftir breytingum á áætluninni. Jafnréttisstofa lagði fyrir bæinn að flýta þeirri afgreiðslu, að viðlögðum dagsektum ef það drægist.

Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að ljúka breytingum og senda Jafnréttisstofu.

Samþykkt samhljóða.

6.Atvinnuvega- og nýsköpunarrn. - Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta

Málsnúmer 2009022Vakta málsnúmer

Sú breyting hefur verið gerð á umsóknarferli frá fyrra ári að ekki er þörf á að sveitarstjórnir sæki sérstaklega um byggðakvóta heldur mun ráðuneytið tilkynna sveitarstjórnum hversu miklar aflaheimildir koma í hlut hvers byggðarlags sem undir þær falla þegar sú skipting liggur fyrir.

Reiknað er með að tilkynning um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2020-2021 verði send til sveitarstjórna fyrir lok októbermánaðar.

Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði um úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 15. október 2020.

Bæjarráð vísar ákvörðun um hvort setja eigi sérreglur til bæjarstjórnarfundar þann 8. október nk.

7.Lausafjárstaða

Málsnúmer 2001004Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

8.Samband íslenskra sveitafélaga - Minnkandi starfshlutfall - Atvinnuleysi

Málsnúmer 2006026Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar excel skjal Sambands íslenskra sveitarfélaga um atvinnuleysi og minnkandi starfshlutfall.

Tölur fyrir ágústmánuð 2020 sýna að í Grundarfirði eru 29 manns atvinnulausir og 10 í skertu starfshlutfalli, alls 39 manns.

9.Vinnumálastofnun - Atvinnuleysi

Málsnúmer 2005031Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit Vinnumálastofnunar um atvinnuleysi á Vesturlandi fyrstu átta mánuði ársins.

10.Umferðarlagabreytingar - Hraðatakmörk

Málsnúmer 1910027Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar svar Vegagerðarinnar við beiðni um breytingar á hámarkshraða á Grundargötu, vegna breytinga á umferðarlögum.
Málið er enn í vinnslu hjá Vegagerðinni.

11.SSV - Fundarboð á Haustþing SSV 2020

Málsnúmer 2009029Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð á haustþing SSV sem haldið verður í Dalabyggð föstudaginn 16. október nk.

12.Samband íslenskra sveitarfélaga - Stuðningur við fráveituframkvæmdir

Málsnúmer 2008007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga til Alþingis með umsögn varðandi stuðning við fráveituframkvæmdir.

13.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fjármálaráðstefna 2020 með breyttu sniði

Málsnúmer 2009021Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar dagskrá fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður á netinu 1. og 2. október nk.
Auk þess verða fræðsluerindi á netinu út allan októbermánuð.


14.Skotfélag Snæfellsness - Ársreikningar og ársskýrsla 2019

Málsnúmer 2006012Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur 2019 ásamt ársskýrslu Skotfélags Snæfellsness.

15.Bongó slf - Samningur um afnot af Sögumiðstöð sumarið 2020

Málsnúmer 2006009Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur við Bongó slf. um afnot af Sögumiðstöð sumarið 2020.

16.Advania - vinnslusamningur

Málsnúmer 2008031Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar vinnslusamningur við Advania.

17.Þjóðskrá Íslands - Þjónustusamningur 2020

Málsnúmer 2009008Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar þjónustusamningur við Þjóðskrá Íslands.

18.Síminn hf - Þjónustusamningur 2020

Málsnúmer 2009007Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar þjónustusamningur við Símann hf. ásamt viðauka.

19.Umhverfisstofnun - Svar við úrbótaáætlun og athugasemdum rekstraraðila

Málsnúmer 2006029Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar svar Umhverfisstofnunar vegna úrbótaáætlunar og athugasemdum rekstraraðila.

20.Kirkjufell, fjall í bæ - Styrkumsókn til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis

Málsnúmer 2008028Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar styrkumsóknir til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins vegna verkefnisins; Kirkjufell, fjall í bæ. Ekki fékkst styrkur í verkefnið.

21.Samband íslenskra sveitarfélaga - Uppbyggingarteymi stöðuskýrsla 5

Málsnúmer 2009036Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla 5 um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19. Verkefnið er samvinnuverkefni félagsmálaráðneytis, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

22.HSH - Héraðsþing HSH

Málsnúmer 2002036Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur HSH vegna frestunar héraðsþings HSH 2020, en þingið mun varða sameinað þingi sem haldið verður 2021.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 20:32.