Málsnúmer 2009030

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 97. fundur - 17.09.2020

Nefndin hefur til skoðunar reglur um kjör íþróttamanns Grundarfjarðar og mun ljúka því í september.

Nefndin mun senda íþróttafélögunum erindi og óska eftir áliti þeirra um þörf fyrir breytingar á reglunum.

Íþróttamaður ársins verður valinn í nóvember nk. og tilnefndur á aðventudegi Kvenfélagsins sunnudaginn 29. nóvember nk.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 100. fundur - 16.02.2021

Ákvörðun nefndarinnar í lok síðasta árs var að velja ekki íþróttamann Grundarfjarðar 2020, þar sem íþróttastarf var í lágmarki vegna Covid-19 á árinu. Íþróttafélög gátu haldið úti mismiklu starfi; æfingum og keppnum og því var þetta ákveðið.

Í framhaldinu var ákveðið að heiðra í staðinn einstaklinga og/eða jafnvel fyrirtæki sem gert hafa mikið fyrir íþróttastarf.

Nefndin ræddi og mótaði hugmynd um að heiðra einstaklinga sem hafa lagt mikið af mörkum í starfi í baklandi íþrótta- og æskulýðsfélaga.
Hugmyndin sett á blað og bæjarstjóra falið að senda til umsagnar hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum og gefa 10-14 daga, ef einhverjar athugasemdir eru við útfærsluna.

Stefnt verði að því að veita viðurkenningar/þakkir á Sumardaginn fyrsta.