Málsnúmer 2009034

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 222. fundur - 30.09.2020

Íbúi á Grundargötu 16 óskar eftir leyfi til að gera tímabundið bílastæði á lóðarmörkun sem nær yfir á lóð Grundargötu 14 á meðan umrædd lóð er óbyggð. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umræddar hugmyndir eftir vettvangsskoðun.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við gerð þessa bílastæðis á lóðamörkum Grundargötu 14 og 16 en bendir á að framkvæmd þessi er ávallt víkjandi þar sem um er að ræða byggingarlóð sem búið er að úthluta. Byggingarfulltrúa er falið að hafa samband við lóðarhafa að Grundargötu 14.
Afstaða nefndarinnar í þessu tilviki er ekki fordæmisgefandi.