Málsnúmer 2010006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 243. fundur - 26.11.2020

Til máls tóku JÓK, SÞ og BÁ.
  • Fyrstu drög hafnarstjóra að fjárhagsáætlun 2021 lágu fyrir fundinum, ásamt yfirliti yfir raunstöðu m.v. septemberlok 2020.

    Hafnarstjórn - 12 Staða 2020
    Hafnarstjóri kynnti fjárhagsstöðu hafnarinnar, skv. framlögðu yfirliti og útkomuspá ársins 2020.
    Tekjur voru áætlaðar samtals 91,8 millj.kr. 2020 - áætlað að þær geti farið í um 90 millj. kr. þrátt fyrir að tekjur ársins af skemmtiferðaskipum séu engar.
    Útgjöld voru áætluð 57,3 millj.kr. en reiknað er með að þau verði talsvert undir því.
    Framkvæmdakostnaður var áætlaður um 125 milljónir fyrir árið 2020 og er áætlað að hann endi í um 120 millj.kr. m.v. stöðu verkframkvæmda.

    Hafnarstjórn lýsir yfir ánægju með þessa stöðu, sem verður að teljast mjög góð m.v. þær breyttu forsendur sem orðið hafa á árinu.

    Áætlun 2021
    Hafnarstjóri fór yfir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun 2021.
    Tekjur eru áætlaðar um 94 millj. kr., en gert ráð fyrir að af bókuðum komum skemmtiferðaskipa séu 20-25% þeirra tekna að skila sér.
    Útgjöld eru áætluð um 61 millj. kr., með markaðsstarfi og án fjármagnskostnaðar.
    Fyrirvari er gerður um að forsendur geti breyst vegna óvissrar stöðu á komandi ári og mun hafnarstjórn þá taka áætlunina til endurskoðunar og leggja til breytingar í viðauka.
    Hafnargerð/framkvæmdakostnaður ársins 2021, hlutur hafnarinnar, er áætlaður um 45 millj.kr.

    Hafnarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu að fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar fyrir árið 2021 og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

    Jafnframt leggur hafnarstjórn til að samtals verði áætlaðar 45 m.kr. í fjárfestingar vegna hafnargerðar, með fyrirvara um stöðu verkframkvæmda á þessu ári, sem kynnt verður nánar í desember.
  • Farið yfir stöðu hafnarframkvæmda.
    Hafnarstjórn - 12 Hafnarstjóri fór yfir stöðu hafnarframkvæmda.

    Lenging Norðurgarðs;
    Borgarverk hefur lokið vinnu við sína verkhluta, að öðru leyti en því að undirverktakar á þeirra vegum vinna nú að því að steypa kant, setja niður þybbur og stiga og keyra efni í hæð. Ætlunin er að þessu ljúki nú í nóvember.
    Eftir er kafaravinna við að koma fyrir annóðum, til varnar tæringu stálþilsins.

    Þekja, lagnir og raforkuvirki á Norðurgarði;
    Búið er að taka grunn fyrir rafmagns- og vatnshúsi á Norðurgarði og er gert ráð fyrir að það verði uppsteypt í vetur.
    Framkvæmdir við að steypa þekju munu hefjast með vorinu.
    Áætluð verklok í júní 2021.

    Viðgerðir á þekju á eldri hluta Norðurgarðs;
    Lokið er um 50% þeirra viðgerða sem ráðast þarf í, á þekju á eldri hluta Norðurgarðs.

    Landfylling;
    Vinna við fyrirstöðugarð í landfyllingu og dælingu efnis í fyllinguna er langt komin.

  • Hafnarstjórn - 12 Farið var yfir skipulagsmál á hafnarsvæði, fram á Framnes, austan Nesvegar, og ennfremur til suðurs að Gilósi.

    Farið var yfir ýmsa áhugaverða möguleika á tengingum og frágangi á hafnarsvæði, m.a. möguleika á öruggum leiðum fyrir gangandi.

    Áður hefur hafnarstjórn farið yfir þá nýju möguleika sem opnast með tengingu með lengdum hafnargarði, nýju Bergþórugötunni og nýju landfyllingunni á hafnarsvæðinu austanvert á Framnesi.

    Þörf er á því að taka upp deiliskipulag hafnarsvæðis austan Framness og ennfremur að ganga nánar frá skipulagi á Norðurgarði vegna breytinga tengdum lengingu Norðurgarðs. Hafnarstjórn leggur til að hafin verði skipulagsvinna vegna þessa á árinu 2021.
    Í fjárhagsáætlun ársins 2021 gerir hafnarstjórn ráð fyrir fjármunum til skipulagsgerðar, í samráði við og eftir samþykki bæjarstjórnar.

  • Fyrir fundinum lágu teikningar og drög að umsókn RARIK um leyfi fyrir viðbyggingu við rafmagnshús á Norðurgarði. Viðbótin er hugsuð fyrir nýjan rafmagnsspenni, sem myndi þjóna Norðurgarði.
    Hafnarstjórn - 12 Hafnarstjóri fór yfir teikningar sem fyrir lágu og fyrirhugaða umsókn frá RARIK.

    Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti, að RARIK leggi fram umsókn um byggingarleyfi skv. þessum áformum, til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúaembætti bæjarins.

  • Hafnarstjórn - 12 Hafnarstjóri fór yfir úrgangsmál hafnarinnar. Helstu vandamálin felast í því að lausn vantar á endurvinnslu veiðarfæraúrgangs.

  • Hafnasambandsþingi, sem vera átti í Ólafsvík í lok september 2020, var frestað.
    Ný dagsetning rafræns þings verður ákveðin síðar.
    Hafnarstjórn - 12
  • Kynning frá Hafnasambandinu á dagskrá vinnustofu Rafstaðlaráðs um landtengingar skipa og um staðla, sem haldin var 7. október sl.
    Hafnarstjórn - 12
  • Fundargerð 425. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.
    Hafnarstjórn - 12
  • Fundargerð 426. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.
    Hafnarstjórn - 12
  • Fundargerð 427. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.
    Hafnarstjórn - 12