243. fundur 26. nóvember 2020 kl. 16:30 - 21:14 á fjarfundi
Nefndarmenn
 • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
 • Hinrik Konráðsson (HK)
 • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
 • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
 • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
 • Garðar Svansson (GS)
 • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
Starfsmenn
 • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
 • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir framlagða minnispunkta sína. Fram kom meðal annars að sú barátta sem við höfum tekið þátt í, við að fá haldbetri upplýsingar um útsvar og skiptingu þess, til sveitarfélaga, virðist vera að skila árangri.

Fram kom að mikil vinna hefur farið í styttingu vinnuvikunnar hjá okkar starfsfólki, eins og vítt og breitt um landið.

Hún ræddi málefni FSS og fjárhagsáætlun næsta árs, en aukinn kostnaður er áætlaður vegna starfsemi nýrra íbúða fyrir fatlað fólk, auk þess sem sveitarfélögin greiða stofnframlag vegna byggingarinnar í ár og á næsta ári.

Hún sagði frá starfsemi og verkefnum hjá Svæðisgarðinum Snæfellsnesi og umræðum á fundi Byggðasamlags Snæfellinga.

Bæjarstjóri ræddi jafnframt vinnu við skoðun á sameiginlegu skipulags- og byggingarfulltrúaembætti, en Haraldur Líndal Haraldsson hefur aðstoðað sveitarfélögin fjögur, sem að standa, við undirbúning. Málið verður til umræðu á fundi bæjarráðs í næstu viku.

Ný uppfærsla er komin á vefsjá bæjarins. Allar húsateikningar og fleiri teikningar, tæplega 2000 talsins, hafa nú verið yfirfærðar inná vefsjána. Upplýsingar um lausar lóðir og lóðir í byggingu eru komnar inní vefsjána og verða þær upplýsingar uppfærðar þar.

Slóð á vefsjá: https://geo.alta.is/grundarfjordur/vefsja/?

Forseti sagði frá símafundi sem hann og bæjarstjóri áttu með lögmanni vegna samnings Grundarfjarðarbæjar við Orkuveitu Reykjavíkur um orkuveitumál. Málið verður til umræðu á næsta fundi bæjarráðs.

2.Atvinnumál - Umræða

Málsnúmer 1808013Vakta málsnúmer

Rætt um Samgönguáætlun Vesturlands og stöðu á Grundargötu 30 vegna skipta á eignarhlutum sem verður fljótlega. Endanleg skipti fara fram um áramót.

Allir tóku til máls.

3.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu - Umræða

Málsnúmer 1808012Vakta málsnúmer

Forseti tók til umræðu eftirfarandi mál:

Birting gagna með fundargerðum bæjarstjórnar og bæjarráðs. Sveitarfélög sem ákveðið hafa að birta fundargögn undir fundargerðum sínum, hafa sum hver sett sér reglur um opinbera birtingu gagna, þar sem fram koma leiðbeiningar um það hvaða gögn sé heimilt að birta og hvaða gögn megi ekki birta, m.a. samkvæmt löggjöf um persónuvernd. Hann lagði til að bæjarráði verði falið að skoða umgjörð kringum slíka birtingu, m.a. reglur sem önnur sveitarfélög hafa sett sér og gera tillögu um hvort birta eigi gögn með fundargerðum bæjarins, og þá með hvaða skilmálum.

Samþykkt samhljóða.

Rætt var um fundi sem haldnir verða á næstunni;

- Hafnasambandsþing verður haldið á morgun, 27. nóvember. Fjarfundur. Okkar fulltrúar eru Hafsteinn hafnarstjóri og Björg bæjarstjóri.
- Fundur Breiðafjarðarnefndar með bæjarfulltrúum 30. nóvember nk. Haldinn sem fjarfundur.
- Skipulags- og umhverfisnefnd, miðvikudag 2. desember
- Bæjarráð, aukið, fimmtudag 3. des.
- Fulltrúaráðsfundur Svæðisgarðsins, fjarfundur, mánudag 7. des.
- Bæjarstjórn, fimmtudag 10. des.
- Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, föstudag 18. des. nk. Fjarfundur.

Allir tóku til máls.

4.Bæjarráð - 557

Málsnúmer 2009006FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 557. fundar bæjarráðs.
 • 4.1 2001004 Lausafjárstaða
  Bæjarráð - 557 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
 • 4.2 2006020 Launaáætlun 2020
  Bæjarráð - 557 Lagt fram yfirlit sem sýnir samanburð á launaáætlun og útgreiddum launum Grundarfjarðarbæjar janúar til september 2020.

  Skv. yfirlitinu eru raunlaun undir áætlun.
 • Bæjarráð - 557 Lögð fram tillaga að álagningarprósentu útsvars árið 2021.

  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarprósenta verði óbreytt frá fyrra ári eða 14,52%.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 557 Lögð fram og kynnt bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2021, sundurliðuð niður á álagningarflokka. Fasteignamat lækkar á milli áranna 2020 og 2021.

  Jafnframt lagður fram samanburður á fasteignagjöldum og álagningu nágrannasveitarfélaga.

  Bæjarráð óskar eftir skýringum á lækkun fasteignamats milli ára og felur skrifstofustjóra að afla upplýsinga.

  Vísað til næsta fundar bæjarráðs.

 • 4.5 2010028 Gjaldskrár 2021
  Bæjarráð - 557 Lagður fram samanburður á gjaldskrám nokkurra sveitarfélaga ásamt gjaldskrám ársins 2020.

  Umræða um þörf fyrir gjaldskrárhækkanir í samhengi við áætlaðar kostnaðarhækkanir ársins 2021.

  Frekari vinnu vísað til næsta fundar bæjarráðs.
 • Bæjarráð - 557 Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 8. október sl. varðandi forsendur fjárhagsáætlana 2021-2024. Jafnframt lögð fram sviðsmynd 1 að rekstrarreikningi ársins 2021 og skýrsla HLH ehf.

  Umræður um komandi fjárhagsáætlunargerð og tillögur úr rekstrarúttekt HLH ehf.

  Frekari vinnu vísað til næsta fundar bæjarráðs.
 • Bæjarráð - 557 Umræður um líðan og félagslega stöðu bæjarbúa í Covid-ástandinu.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir samtali við fagaðila um stöðuna.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 557 Lagt fram erindi leikskólastjóra sem óskar eftir 15% viðbótarstöðugildi vegna mönnunar á deildir. Erindið er lagt fram í samræmi við fyrri bókun bæjarráðs varðandi breytingar á stöðugildum.

  Jafnframt lagt fram yfirlit yfir stöðugildi og yfirlit yfir starfsmannaþörf miðað við fjölda barna á leikskólanum.

  Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins sem verður til nánari umræðu á fundi með leikskólastjóra vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

  Samþykkt samhljóða.


 • Bæjarráð - 557 Lagt fram erindi frá Soffaníasi Cecilssyni ehf. varðandi það hvort Grundarfjarðarbær muni nýta sér forkaupsrétt á fiskiskipinu Sigurborgu SH-24, skipaskráningarnúmer 1019, í samræmi við lög um stjórn fiskveiða nr. 116/2006, vegna kauptilboðs, sem borist hefur í skipið. Fyrir liggur að enginn kvóti er á skipinu.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða að nýta ekki forkaupsrétt Grundarfjarðarbæjar á Sigurborgu SH-24. Bæjarráð hafði áður samþykkt rafrænt.
  Bókun fundar Til máls tóku JÓK, GS og BÁ.

 • Bæjarráð - 557 Lögð fram kostnaðaráætlun umsjónarmanns fasteigna á breytingum í kjallara að Grundargötu 30.

  Bæjarráð samþykkir að verja 1.500 þús. kr. í endurbætur á kjallara að Grundargötu 30, svo Ungmennafélag Grundarfjarðar geti stundað þar rafíþróttir, sbr. ósk félagsins. Um nýtingu hússins skal gerður samningur. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi og nánari samtali um notkun rýmisins.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 557 Lagður fram tölvupóstur með samskiptum bæjarins við Deloitte varðandi endurskoðun ársins og kostnað við endurskoðun.

  Bæjarstjóri og skrifstofustjóri sögðu frá samtali við Deloitte á árlegum fundi sem fram fór í vikunni.
 • Bæjarráð - 557 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir atvinnuleysi á landinu. Í september voru 32 einstaklingar með lögheimili í Grundarfirði án atvinnu.
 • Bæjarráð - 557 Íbúð 102 að Ölkelduvegi 9 hefur verið framleigð af Leigufélaginu Bríet til íbúa. Íbúðin, sem er laus frá 1. nóvember nk., hefur verið auglýst þrisvar sinnum, en ekki hafa borist umsóknir eftir síðari auglýsingar.

  Íbúðin verður áfram í auglýsingu.
  Bókun fundar Til máls tóku JÓK, GS, RG, UÞS, BÁ og SÞ.
 • Bæjarráð - 557 Lagt fram til kynningar bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 15. október sl. þar sem tilkynnt er að sveitarfélögum muni verða veittur lengri frestur til að leggja fram og ljúka gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2021, óski þau þess. Ástæðan er sú óvissa sem nú er uppi vegna áhrifa Covid-19.

  Eftirfarandi frestir eru veittir:

  - til framlagningar tillögu að fjárhagsáætlun, fyrir 1. desember 2020 í stað 1. nóvember
  - til að ljúka síðari umræðu fjárhagsáætlunar, frestur til 31. desember 2020, í stað 15. desember.

  Sveitarstjórnir þurfa þó að óska eftir auknum fresti við ráðuneytið, þurfi þau þess.

  Bæjarráð samþykkir að fela skrifstofustjóra f.h. bæjarins að óska eftir fresti til framlagningar og afgreiðslu fjárhagsáætlunar, í samræmi við ofangreint.

 • Bæjarráð - 557 Lagt fram til kynningar fundarboð á aðalfund Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, ásamt ársreikningi og skýrslu stjórnar. Fundurinn verður haldinn sem fjarfundur föstudaginn 30. október nk.

5.Bæjarráð - 558

Málsnúmer 2010005FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 558. fundar bæjarráðs.
 • Fyrir fundinum lágu myndir af helstu framkvæmdum ársins í viðkomandi stofnunum og tillögur um framkvæmdir og viðhald húsnæðis, tækjakaup o.fl. á komandi fjárhagsári.
  Bæjarráð - 558 Í staðinn fyrir heimsóknir bæjarráðs í stofnanir bæjarins, fékk bæjarráð forstöðumenn í heimsókn inná fjarfund og fór með þeim yfir stöðu verklegra framkvæmda og fjárfestingarverkefna ársins 2020. Sýndar voru myndir af framkvæmdum og endurbótum sem átt hafa sér staða á síðustu mánuðum, í stofnunum, auk þess sem farið var yfir þarfir stofnana fyrir komandi fjárhagsár.

  Inná fundinn komu eftirtaldir gestir:

  Umsjónarmaður fasteigna, Gunnar Jóhann Elísson.
  Farið var yfir framkvæmdir sem snúa að íbúðum að Hrannarstíg 18 og Hrannarstíg 28-40, húsnæði að Borgarbraut 16 og Grundargötu 30.
  Kristín Halla Haraldsdóttir kom einnig inn á fundinn undir yfirferð á málefnum samkomuhúss og tjaldsvæðis.

  Valgeir Þór Magnússon, verkstjóri áhaldahúss og slökkviliðsstjóri.
  Farið var yfir framkvæmdir við innréttingu áhaldahúss, sem flutti alfarið í húsnæði að Nesvegi 19 fyrr á árinu. Farið var yfir nauðsynlega endurnýjun tækja og verkfæra, yfir fráveitumál og þarfir slökkviliðs.

  Anna Rafnsdóttir, leikskólastjóri.
  Farið var yfir framkvæmdir við húsnæði leikskóla og leikskólalóð á þessu ári og yfir nauðsynlegar framkvæmdir og viðhald á komandi fjárhagsári.
  Einnig rætt við Önnu um starfsemi leikskólans á Covid-tímum, reynslu og lærdóm. Bæjarráð færir Önnu og starfsfólki leikskólans þakkir fyrir starf þeirra á krefjandi tímum.

  Unnið verður að því að kostnaðarmeta frekar einstaka liði. Auk þess munu forstöðumenn forgangsraða þar sem þess er þörf.

  Gestum fundarins var þakkað fyrir komuna á fundinn og yfirferð undir þessum lið.


 • Framhald umræðu frá síðasta bæjarráðsfundi.
  Bæjarráð - 558 Anna Rafnsdóttir var gestur undir þessum lið fundarins.
  Málið er í vinnslu, samhliða skoðun launaáætlunar og frekari vinnu vegna fjárhagsáætlunargerðar 2021.
 • Bæjarráð - 558 Lagt fram tilboð Attentus í vinnu við undirbúning jafnlaunavottunar hjá Grundarfjarðarbæ. Sveitarfélögin á Snæfellsnesi fylgjast að í þessari vinnu.

  Tilboðið samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 558 Bæjarstjóri hafði lagt inn fyrirspurn hjá Minjastofnun um fyrirkomulag styrkveitinga með hliðsjón af möguleikum á styrk til breytinga á samkomuhúsi Grundarfjarðar, einkum gluggasetningu á norðurhlið.

  Lögð fram til kynningar tölvupóstsamskipti þar um. Bæjarráð þakkar fyrir upplýsingarnar, en verkefnið kemur þó ekki til framkvæmda á komandi fjárhagsári.

 • Bæjarráð - 558 Ágóðahlutur Grundarfjarðarbæjar árið 2020 úr Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélagi Íslands er 586.600 kr.

  Lagt fram til kynningar.
 • Bæjarráð - 558 Lagt fram til kynningar.

6.Bæjarráð - 559

Málsnúmer 2011001FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 559. fundar bæjarráðs.
 • Bæjarráð - 559 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
 • 6.2 2002001 Greitt útsvar 2020
  Bæjarráð - 559 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-október 2020. Skv. yfirlitinu er greitt útsvar 1,2% lægra en á sama tímabili í fyrra og 5,6% undir áætlun ársins.

  Jafnframt lagt fram svar Fjársýslu ríkisins vegna fyrirspurnar skrifstofustjóra um sveiflur í útsvarsgreiðslum. Svarið fól ekki í sér viðhlítandi skýringar.
 • Bæjarráð - 559 Lögð fram og yfirfarin drög að launaáætlun ásamt áætluðum stöðugildum stærstu stofnana.

  Undir þessum lið komu eftirtaldir gestir og sátu hluta fundarins:

  Aðalsteinn Jósepsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja.
  Rætt um framkvæmdir ársins 2020 í íþróttamannvirkjum og framkvæmdaþörf ársins 2021.

  Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri grunnskóla og tónlistarskóla og Gunnar Jóhann Elísson, umsjónarmaður fasteigna.
  Farið yfir þörf fyrir tækjakaup og rætt um framkvæmdir ársins 2020 á grunnskóla. Skólastjóri sýndi gegnum vef þær breytingar sem framkvæmdar voru í hornstofu sem tekin var undir starfsemi heilsdagsskóla. Jafnframt farið yfir framkvæmdaþörf ársins 2021.

  Bæjarráð þakkaði skólastjóra og starfsfólki grunnskólans fyrir gott starf á erfiðum tímum.

  Ragnheiður D. Benidiktsdóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðvar.
  Farið yfir starf félagsmiðstöðvar, sem hefur farið fram með breyttum hætti. Starfsemin hefur farið fram úti, í stærra húsnæði eða á netinu vegna aðstæðna í samfélaginu.

  Sunna Njálsdóttir, forstöðumaður bókasafns og Upplýsingamiðstöðvar.
  Farið yfir starfsemi bókasafns, en minna hefur verið um heimsóknir og útlán, rætt um skönnun á myndum Bærings Cecilssonar sem hafist var handa við sl. sumar og fleira.

  Gestum fundarins var þakkað fyrir komuna á fundinn og yfirferð þeirra.

  Frekari vinnu við fjárhagsáætlun vísað til næsta fundar bæjarráðs.
 • Bæjarráð - 559 Lögð fram ýmis viðbótargögn vegna fasteignagjalda 2021, útskýringar á lækkun fasteignamats á eignum í Grundarfjarðarbæ og yfirlit yfir kostnað við sorphirðu síðustu ár.

  Frekari vinnu vísað til næsta fundar bæjarráðs.
 • 6.5 2010028 Gjaldskrár 2021
  Bæjarráð - 559 Lögð fram gögn varðandi þjónustugjaldskrár bæjarins.

  Frekari vinnu vísað til næsta fundar bæjarráðs.
 • Bæjarráð - 559 Lagðar fram umsóknir sem bárust um styrki vegna ársins 2021 og samantekið yfirlit þeirra.

  Frekari vinnu vísað til næsta fundar bæjarráðs.
 • Bæjarráð - 559 Lagður fram tölvupóstur frá Gunnari Kristjánssyni þar sem hann reifar hugmynd um störf án staðsetningar og að hafa til taks hentugt húsnæði í því skyni. Hann býður fram til kaups eða leigu fasteignina að Hrannarstíg 5.

  Bæjarráð þakkar Gunnari fyrir erindið og fyrir að vekja athygli á störfum án staðsetningar. Á vettvangi bæjarstjórnar er í vinnslu hugmynd að húsnæði undir störf án staðsetningar og getur bærinn að svo stöddu ekki ráðist í frekari skuldbindingar.

  Samþykkt samhljóða.

 • Bæjarráð - 559 Lagt fram bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu dags. 13. október 2020. Erindið var sent Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi sem áframsendi það til sveitarfélaga á Vesturlandi.

  Í bréfinu er óskað eftir niðurfellingu fasteignagjalda, frestun til allt að tíu ára á greiðslu gjalda 2020-2022 með lagaheimild, og/eða lengingu á lögveði vegna fasteignaskatta, til að styðja við atvinnurekendur í ferðaþjónustu.

  Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar bendir á að Grundarfjarðarbæ er þröngur fjárhagslegur stakkur sniðinn. Fasteignagjöld eru hluti af lögbundnum tekjum sveitarfélaga, sbr. lög um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið fer með málefni sveitarfélaga. Sveitarfélög hafa lítið svigrúm til að bregðast við og heimild til breytinga eða frestunar greiðslu fasteignagjalda er háð skýrri lagaheimild, líkt og heimild til frestunar á greiðslu fasteignagjalda sem samþykkt var á Alþingi 30. mars sl. Ljóst er að sveitarfélögum landsins er því ekki heimilt að afsala sér lögboðnum tekjum eins og fasteignaskatti. Auk þess yrði þá að mæta því með öðrum tekjum sem ekki blasa við nú. Um leið vill bæjarráð árétta að staða sveitarfélagsins eins og margra annarra sveitarfélaga er þröng og hugmyndir um slíkar breytingar á greiðslu fasteignagjalda eru grundvallaratriði, sem ekki verða ákveðin án samstöðu allra sveitarfélaga og aðkomu ríkisins.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 559 Lagt fram til kynningar bréf baráttuhóps smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu, sem sent var til stjórnvalda 3. nóvember sl., með yfirlýsingu, kröfum og tillögum.

  Bæjarráð vísar í svar skv. lið 8.
 • Bæjarráð - 559 Lögð fram til kynningar ýmis gögn varðandi Snæfellingshöllina. Formaður sagði frá samskiptum við stjórnarmenn í Snæfellingshöllinni.

  Málinu vísað til næsta fundar bæjarráðs.
 • Bæjarráð - 559 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fellaskjóls vegna ársins 2019.

7.Bæjarráð - 560

Málsnúmer 2011003FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 560. fundar bæjarráðs.
 • Bæjarráð - 560 Lagt til að bæjarráð samþykki að endurnýja heimild nefnda og ráða bæjarins til að halda fundi sína sem fjarfundi, í samræmi við nýja heimild útgefna af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem gildir til 10. mars 2021. Ákvörðunin er í samræmi við áður útgefnar samþykktir bæjarstjórnar og bæjarráðs á grunni fyrri sambærilegra heimilda ráðherra.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 560 Lögð fram drög að launaáætlun ásamt drögum að rekstraráætlun A- og B-hluta bæjarsjóðs vegna ársins 2021. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir fjárfestingaóskir næsta árs.

  Á þessu stigi fjárhagsáætlunarvinnunnar lítur út fyrir verulegt tekjutap, auk þess sem hækkanir vegna nýgerðra kjarasamninga eru þungar í skauti. Rekstrarniðurstaða ársins stefnir því í að vera neikvæð.

  Fjárhagsáætlun 2021 vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 560 Lögð fram fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar vegna ársins 2021 ásamt fundargerð 12. fundar hafnarstjórnar.
 • Bæjarráð - 560 Lagður fram tölvupóstur frá Sorpurðun Vesturlands þar sem tilkynnt er um 5% hækkun urðunargjalda frá 1. janúar 2021.
 • Bæjarráð - 560 Lögð fram drög að áætlun fasteignagjalda 2021 ásamt samanburði og yfirliti yfir kostnað við sorpgjöld árin 2011-2020.

  Lagt til að sorpgjald hækki úr 45.000 kr. í 48.000 kr. á ári og að sorpgjald sumarhúsa hækki úr 17.500 kr. í 18.700 kr. á ári. Við þá breytingu hækka fasteignagjöld um 0,1% milli ára.

  Samþykkt samhljóða.

 • 7.6 2010028 Gjaldskrár 2021
  Bæjarráð - 560 Lagt fram yfirlit yfir breytingu tekna við breytingar á gjaldskrám ásamt samanburði.

  Lagt til að þjónustugjaldskrár 2021 hækki um 2,5%.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 560 Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir vegna ársins 2021 ásamt umsóknum og greinargerðum.

  Lagt til að styrkveitingar ársins 2021, að undanskyldum Golfklúbbnum Vestarr, verði eins og árið 2020.

  Samþykkt samhljóða.

  GS vék af fundi undir umræðu um Golfklúbbinn Vestarr.

  Lagt til að styrkveitingar ársins 2021 til Golfklúbbsins Vestarr verði eins og árið 2020.

  Samþykkt samhljóða.

  GS tók aftur sæti sitt á fundinum.
  Bókun fundar Til máls tóku JÓK, GS, UÞS, HK, RG og BS.
 • Bæjarráð - 560 Jónas Gestur Jónasson, endurskoðandi hjá Deloitte, og Hinrik Konráðsson sátu fundinn undir þessum lið gegnum fjarfundabúnað.

  Rætt var um eignarhluta, verðútreikning og verðmæti Snæfellingshallarinnar ehf.

  Bæjarráð vísar tillögu að endanlegu uppgjöri til bæjarstjórnar skv. umræðum á fundinum.

  Samþykkt samhljóða.

 • 7.9 1801048 Sögumiðstöðin
  Bæjarráð - 560 Lögð fram drög að samningi við Ildi ehf um ráðgjöf og vinnu við breytingar á húsnæði og starfsemi Sögumiðstöðvar.

  Kostnaður vegna samnings við Ildi ehf. mun verða greiddur af sjóði sem greitt hefur verið árlega inn á vegna samnings við Eyrbyggju-Sögumiðstöð.

  Bæjarstjóra falið að ganga frá samningnum við Ildi ehf.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 560 Lagður fram til kynningar tölvupóstur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og samskipti varðandi vinnuhóp um öldrunarmál.
 • Bæjarráð - 560 Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla félagsmálaráðuneytisins varðandi uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19.
 • Bæjarráð - 560 Lögð fram til kynningar kynning Leigufélagsins Bríet ehf. sem kynnt er sveitarfélögum.
 • Bæjarráð - 560 Lagt fram til kynningar fréttabréf SSV, þar sem m.a. er fjallað um styrki til framhaldsskóla á Vesturlandi.
 • Bæjarráð - 560 Lagður fram til kynningar tölvupóstur nefndarsviðs Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

8.Hafnarstjórn - 12

Málsnúmer 2010006FVakta málsnúmer

Til máls tóku JÓK, SÞ og BÁ.
 • Fyrstu drög hafnarstjóra að fjárhagsáætlun 2021 lágu fyrir fundinum, ásamt yfirliti yfir raunstöðu m.v. septemberlok 2020.

  Hafnarstjórn - 12 Staða 2020
  Hafnarstjóri kynnti fjárhagsstöðu hafnarinnar, skv. framlögðu yfirliti og útkomuspá ársins 2020.
  Tekjur voru áætlaðar samtals 91,8 millj.kr. 2020 - áætlað að þær geti farið í um 90 millj. kr. þrátt fyrir að tekjur ársins af skemmtiferðaskipum séu engar.
  Útgjöld voru áætluð 57,3 millj.kr. en reiknað er með að þau verði talsvert undir því.
  Framkvæmdakostnaður var áætlaður um 125 milljónir fyrir árið 2020 og er áætlað að hann endi í um 120 millj.kr. m.v. stöðu verkframkvæmda.

  Hafnarstjórn lýsir yfir ánægju með þessa stöðu, sem verður að teljast mjög góð m.v. þær breyttu forsendur sem orðið hafa á árinu.

  Áætlun 2021
  Hafnarstjóri fór yfir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun 2021.
  Tekjur eru áætlaðar um 94 millj. kr., en gert ráð fyrir að af bókuðum komum skemmtiferðaskipa séu 20-25% þeirra tekna að skila sér.
  Útgjöld eru áætluð um 61 millj. kr., með markaðsstarfi og án fjármagnskostnaðar.
  Fyrirvari er gerður um að forsendur geti breyst vegna óvissrar stöðu á komandi ári og mun hafnarstjórn þá taka áætlunina til endurskoðunar og leggja til breytingar í viðauka.
  Hafnargerð/framkvæmdakostnaður ársins 2021, hlutur hafnarinnar, er áætlaður um 45 millj.kr.

  Hafnarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu að fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar fyrir árið 2021 og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

  Jafnframt leggur hafnarstjórn til að samtals verði áætlaðar 45 m.kr. í fjárfestingar vegna hafnargerðar, með fyrirvara um stöðu verkframkvæmda á þessu ári, sem kynnt verður nánar í desember.
 • Farið yfir stöðu hafnarframkvæmda.
  Hafnarstjórn - 12 Hafnarstjóri fór yfir stöðu hafnarframkvæmda.

  Lenging Norðurgarðs;
  Borgarverk hefur lokið vinnu við sína verkhluta, að öðru leyti en því að undirverktakar á þeirra vegum vinna nú að því að steypa kant, setja niður þybbur og stiga og keyra efni í hæð. Ætlunin er að þessu ljúki nú í nóvember.
  Eftir er kafaravinna við að koma fyrir annóðum, til varnar tæringu stálþilsins.

  Þekja, lagnir og raforkuvirki á Norðurgarði;
  Búið er að taka grunn fyrir rafmagns- og vatnshúsi á Norðurgarði og er gert ráð fyrir að það verði uppsteypt í vetur.
  Framkvæmdir við að steypa þekju munu hefjast með vorinu.
  Áætluð verklok í júní 2021.

  Viðgerðir á þekju á eldri hluta Norðurgarðs;
  Lokið er um 50% þeirra viðgerða sem ráðast þarf í, á þekju á eldri hluta Norðurgarðs.

  Landfylling;
  Vinna við fyrirstöðugarð í landfyllingu og dælingu efnis í fyllinguna er langt komin.

 • Hafnarstjórn - 12 Farið var yfir skipulagsmál á hafnarsvæði, fram á Framnes, austan Nesvegar, og ennfremur til suðurs að Gilósi.

  Farið var yfir ýmsa áhugaverða möguleika á tengingum og frágangi á hafnarsvæði, m.a. möguleika á öruggum leiðum fyrir gangandi.

  Áður hefur hafnarstjórn farið yfir þá nýju möguleika sem opnast með tengingu með lengdum hafnargarði, nýju Bergþórugötunni og nýju landfyllingunni á hafnarsvæðinu austanvert á Framnesi.

  Þörf er á því að taka upp deiliskipulag hafnarsvæðis austan Framness og ennfremur að ganga nánar frá skipulagi á Norðurgarði vegna breytinga tengdum lengingu Norðurgarðs. Hafnarstjórn leggur til að hafin verði skipulagsvinna vegna þessa á árinu 2021.
  Í fjárhagsáætlun ársins 2021 gerir hafnarstjórn ráð fyrir fjármunum til skipulagsgerðar, í samráði við og eftir samþykki bæjarstjórnar.

 • Fyrir fundinum lágu teikningar og drög að umsókn RARIK um leyfi fyrir viðbyggingu við rafmagnshús á Norðurgarði. Viðbótin er hugsuð fyrir nýjan rafmagnsspenni, sem myndi þjóna Norðurgarði.
  Hafnarstjórn - 12 Hafnarstjóri fór yfir teikningar sem fyrir lágu og fyrirhugaða umsókn frá RARIK.

  Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti, að RARIK leggi fram umsókn um byggingarleyfi skv. þessum áformum, til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúaembætti bæjarins.

 • Hafnarstjórn - 12 Hafnarstjóri fór yfir úrgangsmál hafnarinnar. Helstu vandamálin felast í því að lausn vantar á endurvinnslu veiðarfæraúrgangs.

 • Hafnasambandsþingi, sem vera átti í Ólafsvík í lok september 2020, var frestað.
  Ný dagsetning rafræns þings verður ákveðin síðar.
  Hafnarstjórn - 12
 • Kynning frá Hafnasambandinu á dagskrá vinnustofu Rafstaðlaráðs um landtengingar skipa og um staðla, sem haldin var 7. október sl.
  Hafnarstjórn - 12
 • Fundargerð 425. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.
  Hafnarstjórn - 12
 • Fundargerð 426. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.
  Hafnarstjórn - 12
 • Fundargerð 427. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.
  Hafnarstjórn - 12

9.Fjárhagsáætlun 2020 - viðauki 3

Málsnúmer 1909023Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2020. Í viðaukanum er fært á milli deilda, áætluð laun og annar kostnaður lækkaður á móti tekjutapi vegna lægra framlags frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og lægri skatttekna.

Skv. viðaukanum eru áætlaðar tekjur lækkaðar um 43,9 millj. kr. og laun og annar kostnaður lækkaður um 35,3 millj. kr. Nettó lækkun er um 8,6 millj. kr. Áætluð rekstrarniðurstaða (afgangur) er því um 7,2 millj. kr.

Allir tóku til máls.

Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2020 samþykktur samhljóða.

10.Lánasjóður sveitarfélaga - Lántaka 2020

Málsnúmer 2002028Vakta málsnúmer

Lögð fram greiðsluáætlun og lagt til að tekið verði viðbótarlán hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna afborgana lána og fjárfestinga.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 60.000.000.-, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórn hefur kynnt sér.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, verðbótum auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum sveitarfélagsins og endurfjármögnun á afborgunum eldri lána sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Björgu Ágústsdóttur, bæjarstjóra, kt. 240368-3239, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grundarfjarðarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða.

11.Álagning útsvars 2021

Málsnúmer 2010026Vakta málsnúmer


Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs, frá 557. fundi, um álagningu útsvars, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að álagningarprósenta verði óbreytt frá fyrra ári, eða 14,52%.

Samþykkt samhljóða.

12.Gjaldskrár 2021

Málsnúmer 2010028Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir tillögur bæjarráðs að þjónustugjaldskrám næsta árs ásamt yfirliti með samanburði á helstu þjónustugjaldskrám 2020 milli nokkurra nágrannasveitarfélaga.

Gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2021 fela í sér 2,5% hækkun frá árinu 2020.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi þjónustugjaldskrár fyrir árið 2021.

Samþykkt samhljóða.

13.Styrkumsóknir og afgreiðsla 2021

Málsnúmer 2010013Vakta málsnúmer

GS vék af fundi undir þessum lið.

Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir ásamt tillögum að styrkveitingum ársins 2021, sem bæjarráð vísaði til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Allir tóku til máls.

Tillaga bæjarráðs samþykkt samhljóða sem hluti af fjárhagsáætlun ársins 2021.

GS tók aftur sæti sitt á fundinum.

14.Fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 2009045Vakta málsnúmer

Lögð fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun ársins 2021 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2022-2024, sem innifelur rekstraryfirlit, málaflokkayfirlit, efnahagsyfirlit og sjóðsstreymi. Jafnframt lagt fram yfirlit með samanburði á deildum milli áætlana 2020 og 2021 ásamt uppfærðri launaáætlun fyrir 2021.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun áranna 2022-2024 til síðari umræðu í bæjarstjórn, og til milliumræðu í bæjarráði (aukið bæjarráð) í næstu viku. Á þeim fundi verði einnig farið yfir tillögur um fjölda stöðugilda á árinu 2021.

Samþykkt samhljóða.

15.Snæfellingshöllin - Erindi Hesteigendafélagsins um eignarhald

Málsnúmer 2002021Vakta málsnúmer

Lögð fram ýmis gögn vegna Snæfellingshallarinnar ehf.; ósk Hesteigendafélags Grundarfjarðar um uppgjör vegna stofnframlags Grundarfjarðarbæjar til Snæfellingshallarinnar ehf., dags. 11. febrúar 2020, og síðari samskipti, einkum í tölvupósti, auk stofnsamnings, samþykkta og gagna frá Hesteigendafélagi Grundarfjarðar.

Jafnframt lögð fram tillaga að samkomulagi við Hesteigendafélag Grundarfjarðar vegna reiðskemmu, í samræmi við umræður á 560. fundi bæjarráðs og samtal á þeim fundi við endurskoðanda bæjarins.

Í fyrirliggjandi drögum að samkomulagi er tillaga um hluti og uppgjör vegna Snæfellingshallarinnar ehf. Grundarfjarðarbær er eigandi að 15,75% hlutar í félaginu, alls 242.393 kr. nafnverðshluti. Upphaflega hafði Grundarfjarðarbær samþykkt að leggja til 7 millj. kr. vegna byggingar reiðskemmu. Framlag bæjarins skyldi greiðast skv. nánara samkomulagi. Innborganir Grundarfjarðarbæjar voru inntar af hendi til félagsins þann 03.06.2013, 2 millj. kr., þann 19.07.2016, 2,5 millj. kr. og þann 20.02.2017, 2 millj. kr. Alls voru því greiddar 6,5 millj. kr. til félagsins. Við þessar greiðslur skv. uppgjöri, virðist hafa verið gengið út frá því að 500.000 kr. hafi áður verið greiddar, sem reikna má með að hafi verið álitið framlag við stofnun hlutafélags um Snæfellingshöllina, sumarið 2007. Gögn sýna ekki fram á að svo hafi verið, Hesteigendafélagið hefur óskað eftir að það verði greitt, og fellst bæjarstjórn á það.

Hesteigendafélagið hefur að auki óskað eftir fullri greiðslu verðbóta aftur til ársins 2010, á framlag bæjarins að frádregnum þeim greiðslum sem áður eru taldar upp. Skilmálar vegna uppgjörs og við greiðslur bæjarins til Snæfellingshallarinnar ehf. eru ekki að öllu leyti skýrir eða rekjanlegt hvort fullar verðbætur hefði átt að greiða eða ekki.

Með hliðsjón af framansögðu og m.t.t. framtíðaruppbyggingar sem Hesteigendafélagið hyggur á, er lagt til að Grundarfjarðarbær gefi eftir hlut sinn í Snæfellingshöllinni ehf. til Hesteigendafélags Grundarfjarðar. Miðað við upplýsingar endurskoðanda bæjarins er gert ráð fyrir að hluturinn sé á bilinu 3,5 til 4,5 millj. kr. að upplausnarvirði á móti skuld bæjarins við Hesteigendafélagið. Í yfirfærslu hlutarins felst uppgjör, skv. ofangreindu, milli bæjarins og Hesteigendafélagsins. Eftir undirritun samkomulagsins ætti hvorugur kröfu á hinn.

Allir tóku til máls.

Samþykkt samhljóða.

16.Sýslumaðurinn á Vesturlandi - Umsagnarb.rek,II - Nónsteinn, Mýrar

Málsnúmer 2009043Vakta málsnúmer


Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi, dags. 23. september 2020, þar sem óskað er umsagnar bæjarstjórnar um umsókn Ólafs Inga Jónssonar, Mýrum, um endurnýjun á rekstrarleyfi til að reka gististað í flokki II, frístundahús, sem rekinn er sem Nónsteinn að Mýrum. Eldra leyfi áður útgefið.

Fyrir liggja jákvæðar umsagnir slökkviliðsstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.

Samþykkt samhljóða.

17.Landskipti Hamrar 2020

Málsnúmer 2009035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni Guðlaugar Guðmundsdóttur, þinglýsts landeiganda jarðarinnar Hamra, fastanr. 211-4662, landnr. 136613, um að bæjarstjórn veiti umsögn skv. 12. gr. jarðalaga nr. 81/2004 um landskiptagjörð, dags. 12.09.2020 og 17.09.2020. Í gjörðinni er tveimur spildum, samtals ríflega 1,3 hektörum að stærð, skipt út úr jörðinni Hömrum og þessum spildum ráðstafað til Hilmars Þórs Harðarsonar annars vegar og Hlyns Harðarsonar hins vegar.

Hluti af landskiptagjörðinni eru hnitsettir uppdrættir, sem sýna staðsetningu og mörk lóðanna. Uppdrættirnir eru unnir af Sigurgeir Skúlasyni, landfræðingi, dagsettir 27. ágúst 2020.

Þess er óskað að hnitsett kort sem fylgja, verði árituð af skipulagsyfirvöldum. Ennfremur, að byggingarfulltrúi Grundarfjarðarbæjar gefi út landnúmer fyrir hinar nýju lóðir, í samræmi við lög. Lóðirnar verði skráðar sem sumarbústaðaland.

Landskiptin eru skv. landskiptagjörð sem fylgdi beiðninni. Beiðnin felur jafnframt í sér erindi um að útskiptar spildur verði teknar úr landbúnaðarnotum. Með landskiptum er ekki hróflað við stöðu jarðarinnar Hamra sem lögbýlis.

Út úr jörðinni Hömrum hefur áður verið skipt 9315 m2 landi sem í fasteignaskrá ber heitið Árbrekka, Grundarfirði.

Til máls tóku JÓK, BS, UÞS, RG, SÞ og BÁ.

Bæjarstjórn bendir á að samkvæmt skilmálum aðalskipulags eru heimildir til byggingar íbúðarhúsa og frístundahúsa á jörðum takmarkaðar og gilda takmörk um jörðina Hamra ásamt lóðum og landskikum sem áður tilheyrðu jörðinni. Í erindi um landskipti samkvæmt framangreindu felst ekki beiðni til bygginga á hinum útskiptum lóðum, enda þyrfti slík beiðni að koma sameiginlega frá þeim sem eignarrétt eiga á því svæði sem aðalskipulag kveður á um.

Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er um að ræða tvo afmarkaða bletti innan jarðarinnar Hamra og er ekki að sjá að stærð þeirra eða lega muni hafa afgerandi neikvæð áhrif á framleiðslugetu jarðarinnar sem landbúnaðarlands.

Með vísan til framangreinds, einkum umfjöllunar um að erindið snertir ekki skipulag á svæðinu, fellst bæjarstjórn fyrir sitt leyti á beiðni Guðlaugar um landskipti.

Bent er á að landskiptagjörð þarfnast staðfestingar landbúnaðarráðuneytis, sbr. 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004, eftir samþykkt bæjarstjórnar. Ennfremur, að sama ráðuneyti þarf að staðfesta að umræddar lóðir séu leystar úr landbúnaðarnotum, sbr. 14. gr. jarðalaga.

Samþykkt samhljóða.

18.Samband íslenskra sveitarfélaga - Tillögur stafræns ráðs til sveitarfélaga

Málsnúmer 2011048Vakta málsnúmer


Í byrjun ágústmánaðar sl. óskaði Samband íslenskra sveitarfélaga eftir því að landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefndu fulltrúa landshlutanna og Reykjavíkurborgar í stafrænt ráð. Hlutverk þess er að styðja við stefnumótun og forgangsröðun um stafræna framþróun sveitarfélaga. Vilji er til þess að hafa samstarf sveitarfélaga á landsvísu um þessi mál. Í lok október sl. tók ráðið til starfa og hefur lagt fram tillögur um starfsemi og kostnaðarskiptingu sveitarfélaga.

Tillögur ráðsins liggja fyrir fundinum.

Tillögurnar eru:

1. Að stofnað verði miðlægt tækniteymi Sambands íslenskra sveitarfélaga (árlegur kostnaður 45 millj. kr.) sem sinna mun innleiðingu rafrænna lausna, gagnauppbyggingu og tengingu gagna gagnvart öllum sveitarfélögum landsins, sbr. kynningu.

2. Að sveitarfélög greiði fjárhæð sem er 200.000 kr. fasta fjárhæð og svo miðað við. íbúafjölda sem skipti framangreindri fjárhæð 45 millj. kr á milli sveitarfélaganna. Ársgreiðsla (kostnaðarhlutur) Grundarfjarðarbæjar 2021 yrði um 316 þús. kr.

3. Að formlegt samþykktarferli verði fyrir sveitarfélög á vali á forgangsverkefnum, notað einu sinni til tvisvar á ári.

Til máls tóku JÓK, RG, BÁ, UÞS og SÞ

Tillögurnar eru samþykktar samhljóða.

19.Félagsmálanefnd Snæfellinga - Fundargerð 187. fundar

Málsnúmer 2010010Vakta málsnúmer


Lögð fram til kynningar fundargerð 187. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga sem haldinn var 6. október sl.

20.Félagsmálanefnd Snæfellinga - Fundargerð 188. fundar

Málsnúmer 2010015Vakta málsnúmer


Lögð fram til kynningar fundargerð 188. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga sem haldinn var 9. október sl.

21.Heilbrigðisnefnd Vesturlands - Fundargerð 162. fundar

Málsnúmer 2010037Vakta málsnúmer


Lögð fram til kynningar fundargerð 162. fundar heilbrigðisnefndar Vesturlands, sem haldinn var 16. júlí sl., ásamt ársskýrslu 2019 fyrir heilbrigðisnefnd og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands.

22.Heilbrigðisnefnd Vesturlands - Fundargerð 163. fundar

Málsnúmer 2010038Vakta málsnúmer


Lögð fram til kynningar fundargerð 163. fundar heilbrigðisnefndar Vesturlands, sem haldinn var 20. október sl., ásamt hluta þeirra fundargagna sem lögð voru fram á fundinum og send sveitarfélögum. Þar á meðal eru fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands (HeV) og gjaldskrá 2021. Jafnframt eru lögð fram drög HeV til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um skráningarreglugerð.

23.Svæðisgarðurinn Snæfellsnes - Fundargerðir stjórnar

Málsnúmer 2010007Vakta málsnúmer


Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Svæðisgarðsins Snæfellsness frá 30. september, 14. október og 28. október sl.

24.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 890. fundar stjórnar

Málsnúmer 2011017Vakta málsnúmer


Lögð fram til kynningar fundargerð 890. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 30. október sl.

25.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 891. fundar stjórnar

Málsnúmer 2011046Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 891. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 20. nóvember sl.

26.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - Fundargerð 60. stjórnarfundar

Málsnúmer 2011049Vakta málsnúmer


Lögð fram til kynningar fundargerð 60. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn var 19. nóvember sl.

27.Samband íslenskra sveitarfélaga - Boðun XXXV. landsþings

Málsnúmer 2010024Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til XXXV. landsþings sambandsins föstudaginn 18. desember nk.

Í ljósi aðstæðna verður landsþingið haldið rafrænt, frá kl. 10:00 til 13:00.
Boðaðir eru landsþingsfulltrúar sveitarfélaganna, formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka sveitarfélaga og framkvæmdastjórar sveitarfélaga.

Kjörinn fulltrúi Grundarfjarðarbæjar, sem fer með atkvæðisrétt á landsþingum, er Jósef Ó. Kjartansson, forseti bæjarstjórnar. Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri mun einnig taka þátt í þinginu.

28.Samgöngustofa - Umferðarþing 21. apríl 2021

Málsnúmer 2009027Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ný dagsetning umferðarþings. Samgöngustofa hefur ákveðið að fresta umferðarþingi fram á næsta vor og verður það haldið miðvikudagonn 21. apríl 2021 í Reykjavík.

Áhersla umferðarþingsins verður á ungt fólk í umferðinni (15-20 ára), forvarnir og fræðsla sem stuðla að bættu umferðaröryggi.

29.Félagsmálaráðuneytið - Móttökusveitarfélög - beiðni félagsmálaráðuneytisins um þátttöku í tilraunaverkefni

Málsnúmer 2010044Vakta málsnúmerLagður fram til kynningar tölvupóstur félagsmálaráðuneytisins, dags. 26. október sl., þar sem kynnt er samræmd móttaka flóttafólks, sem er í undirbúningi hjá ráðuneytinu í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og fleiri aðila. Leitað er til sveitarfélaga um þátttöku í tilraunaverkefni.

Um er að ræða reynsluverkefni til eins árs, um samræmda móttöku flóttafólks, hjá móttökusveitarfélögum. Úttekt á verkefninu verður gerð til þess að leggja mat á verkefnið og greina nánar þörf fyrir úrbætur.

30.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Kynning á stöðu og starfsemi

Málsnúmer 2010047Vakta málsnúmer


Lögð fram til kynningar gögn vegna kynningar sem fram fór 28. okt. sl. fyrir framkvæmdastjórum sveitarfélaga o.fl. á stöðu og starfsemi Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.

31.Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - Þingmannafundur 2. nóv.2020 - Kynning SSV á fundinum

Málsnúmer 2011004Vakta málsnúmer


Lögð fram til kynningar glærukynning frá 2. nóv. sl. á fundi sveitarstjórnarfólks á Vesturlandi með þingmönnum kjördæmisins. Framkvæmdastjóri SSV hélt kynninguna.

Til máls tóku JÓK og BÁ.

32.Breiðafjarðarnefnd - Samantekt um framtíð Breiðafjarðar - ósk um umsögn

Málsnúmer 2011047Vakta málsnúmer


Lagt fram til kynningar bréf Breiðafjarðarnefndar, dags. 23. nóvember sl., ásamt samantekt og niðurstöðum Breiðafjarðarnefndar eftir upplýsingaöflun og samráð um framtíð Breiðafjarðar. Í bréfinu er óskað umsagnar bæjarins á gögnum Breiðafjarðarnefndar.

Fyrirhugaður er samráðsfundur með bæjarfulltrúum og nefndinni, 30. nóvember nk. Gögnin verða tekin til umsagnar eftir það.

Til máls tóku JÓK og UÞS.

33.Skipulagsstofnun - Tillaga að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 til kynningar

Málsnúmer 2011031Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Skipulagsstofnunar að viðauka við landsskipulagsstefnu 2015-2026. Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnuna, sem auglýst er til kynningar ásamt umhverfismati í samræmi við lög nr. 123/2010 og 105/2006 og reglugerð nr. 1001/2011.

Í tillögunni er sett fram stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála og tekur hún eftir atvikum til allra viðfangsefna gildandi landsskipulagsstefnu. Auk þess felur tillagan í sér breytingar á gildandi landsskipulagsstefnu varðandi skipulag haf- og strandsvæða m.t.t. laga nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða.

Tillagan er aðgengileg á vef landsskipulagsstefnu, www.landsskipulag.is, og á vef Skipulagsstofnunar, www.skipulag.is. Gögn eru einnig til sýnis hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík.

Allir sem þess óska geta gert athugasemdir við tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 og umhverfismat hennar.

Frestur til að koma skriflegum athugasemdum á framfæri við Skipulagsstofnun er til og með 8. janúar 2021.

Til máls tóku JÓK, UÞS og BS.

Lagt til að skipulags- og umhverfisnefnd verði falið að fjalla um málið og að gera umsögn um viðaukann.

Samþykkt samhljóða.

34.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - útkomuspá

Málsnúmer 2011001Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS) ásamt bréfi EFS, dags. 15. október sl. og samskipti við starfsmann nefndarinnar.

Með tilvísun til 79. gr. sveitarstjórnalaga óskaði EFS eftir að henni berist útkomuspá fyrir fjárhagsárið 2020 samhliða fjárhagsáætlun fyrir árið 2021.

Eftirlitsnefndin lagði ríka áherslu á að gerð væri útkomuspá fyrir árið 2020 sem grunnur að fjárhagsáætlun fyrir árið 2021. Óskaði nefndin eftir því að útkomuspáin bærist um leið og fjárhagsáætlun 2021.

Jafnframt var óskað eftir upplýsingum um til hvaða fjárhagslegu aðgerða sveitarstjórn hyggst grípa eða hefur gripið til vegna Covid-19 ástandsins.

Til máls tóku JÓK, BÁ, RG, UÞS og SRS.

35.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - Ársskýrsla 2019

Málsnúmer 2011041Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2019.

36.BSRB - Um styttingu vinnuviku

Málsnúmer 2011042Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf BSRB sem sent var til sveitarstjórnarfólks.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 21:14.