Lagt fram til kynningar bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 15. október sl. þar sem tilkynnt er að sveitarfélögum muni verða veittur lengri frestur til að leggja fram og ljúka gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2021, óski þau þess. Ástæðan er sú óvissa sem nú er uppi vegna áhrifa Covid-19.
Eftirfarandi frestir eru veittir:
- til framlagningar tillögu að fjárhagsáætlun, fyrir 1. desember 2020 í stað 1. nóvember - til að ljúka síðari umræðu fjárhagsáætlunar, frestur til 31. desember 2020, í stað 15. desember.
Sveitarstjórnir þurfa þó að óska eftir auknum fresti við ráðuneytið, þurfi þau þess.
Bæjarráð samþykkir að fela skrifstofustjóra f.h. bæjarins að óska eftir fresti til framlagningar og afgreiðslu fjárhagsáætlunar, í samræmi við ofangreint.
Eftirfarandi frestir eru veittir:
- til framlagningar tillögu að fjárhagsáætlun, fyrir 1. desember 2020 í stað 1. nóvember
- til að ljúka síðari umræðu fjárhagsáætlunar, frestur til 31. desember 2020, í stað 15. desember.
Sveitarstjórnir þurfa þó að óska eftir auknum fresti við ráðuneytið, þurfi þau þess.
Bæjarráð samþykkir að fela skrifstofustjóra f.h. bæjarins að óska eftir fresti til framlagningar og afgreiðslu fjárhagsáætlunar, í samræmi við ofangreint.