557. fundur 22. október 2020 kl. 16:30 - 20:55 í Sögumiðstöðinni
Nefndarmenn
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG) formaður
  • Hinrik Konráðsson (HK)
    Aðalmaður: Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund.

Formaður bar fram þá tillögu að á fundinn verði bætt dagskrárliðnum "Viðbrögð Grundarfjarðarbæjar við Covid-19," sem yrði liður 7 á dagskrá. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Gengið var til dagskrár.

1.Lausafjárstaða

Málsnúmer 2001004Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

2.Launaáætlun 2020

Málsnúmer 2006020Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit sem sýnir samanburð á launaáætlun og útgreiddum launum Grundarfjarðarbæjar janúar til september 2020.

Skv. yfirlitinu eru raunlaun undir áætlun.

3.Álagning útsvars 2021

Málsnúmer 2010026Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að álagningarprósentu útsvars árið 2021.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarprósenta verði óbreytt frá fyrra ári eða 14,52%.

Samþykkt samhljóða.

4.Fasteignagjöld 2021

Málsnúmer 2010027Vakta málsnúmer

Lögð fram og kynnt bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2021, sundurliðuð niður á álagningarflokka. Fasteignamat lækkar á milli áranna 2020 og 2021.

Jafnframt lagður fram samanburður á fasteignagjöldum og álagningu nágrannasveitarfélaga.

Bæjarráð óskar eftir skýringum á lækkun fasteignamats milli ára og felur skrifstofustjóra að afla upplýsinga.

Vísað til næsta fundar bæjarráðs.

5.Gjaldskrár 2021

Málsnúmer 2010028Vakta málsnúmer

Lagður fram samanburður á gjaldskrám nokkurra sveitarfélaga ásamt gjaldskrám ársins 2020.

Umræða um þörf fyrir gjaldskrárhækkanir í samhengi við áætlaðar kostnaðarhækkanir ársins 2021.

Frekari vinnu vísað til næsta fundar bæjarráðs.

6.Fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 2009045Vakta málsnúmer


Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 8. október sl. varðandi forsendur fjárhagsáætlana 2021-2024. Jafnframt lögð fram sviðsmynd 1 að rekstrarreikningi ársins 2021 og skýrsla HLH ehf.

Umræður um komandi fjárhagsáætlunargerð og tillögur úr rekstrarúttekt HLH ehf.

Frekari vinnu vísað til næsta fundar bæjarráðs.

7.Viðbrögð Grundarfjarðarbæjar vegna Covid-19

Málsnúmer 2004003Vakta málsnúmer

Umræður um líðan og félagslega stöðu bæjarbúa í Covid-ástandinu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir samtali við fagaðila um stöðuna.

Samþykkt samhljóða.

8.Leikskólinn - Breyting á stöðugildum

Málsnúmer 2010012Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi leikskólastjóra sem óskar eftir 15% viðbótarstöðugildi vegna mönnunar á deildir. Erindið er lagt fram í samræmi við fyrri bókun bæjarráðs varðandi breytingar á stöðugildum.

Jafnframt lagt fram yfirlit yfir stöðugildi og yfirlit yfir starfsmannaþörf miðað við fjölda barna á leikskólanum.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins sem verður til nánari umræðu á fundi með leikskólastjóra vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

Samþykkt samhljóða.


9.Sigurborg SH 24 - Forkaupsréttur

Málsnúmer 2010017Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Soffaníasi Cecilssyni ehf. varðandi það hvort Grundarfjarðarbær muni nýta sér forkaupsrétt á fiskiskipinu Sigurborgu SH-24, skipaskráningarnúmer 1019, í samræmi við lög um stjórn fiskveiða nr. 116/2006, vegna kauptilboðs, sem borist hefur í skipið. Fyrir liggur að enginn kvóti er á skipinu.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að nýta ekki forkaupsrétt Grundarfjarðarbæjar á Sigurborgu SH-24. Bæjarráð hafði áður samþykkt rafrænt.

10.Grundargata 30 - þróun og framtíðarnot

Málsnúmer 2009041Vakta málsnúmer

Lögð fram kostnaðaráætlun umsjónarmanns fasteigna á breytingum í kjallara að Grundargötu 30.

Bæjarráð samþykkir að verja 1.500 þús. kr. í endurbætur á kjallara að Grundargötu 30, svo Ungmennafélag Grundarfjarðar geti stundað þar rafíþróttir, sbr. ósk félagsins. Um nýtingu hússins skal gerður samningur. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi og nánari samtali um notkun rýmisins.

Samþykkt samhljóða.

11.Deloitte ehf. - Endurskoðun

Málsnúmer 2001024Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur með samskiptum bæjarins við Deloitte varðandi endurskoðun ársins og kostnað við endurskoðun.

Bæjarstjóri og skrifstofustjóri sögðu frá samtali við Deloitte á árlegum fundi sem fram fór í vikunni.

12.Samband íslenskra sveitarfélaga - Atvinnuleysistölur - Vinnumálastofnun

Málsnúmer 2010025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir atvinnuleysi á landinu. Í september voru 32 einstaklingar með lögheimili í Grundarfirði án atvinnu.

13.Ölkelduvegur 9, íbúð 102

Málsnúmer 2008024Vakta málsnúmer


Íbúð 102 að Ölkelduvegi 9 hefur verið framleigð af Leigufélaginu Bríet til íbúa. Íbúðin, sem er laus frá 1. nóvember nk., hefur verið auglýst þrisvar sinnum, en ekki hafa borist umsóknir eftir síðari auglýsingar.

Íbúðin verður áfram í auglýsingu.

14.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - Frestir vegna fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2021

Málsnúmer 2010021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 15. október sl. þar sem tilkynnt er að sveitarfélögum muni verða veittur lengri frestur til að leggja fram og ljúka gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2021, óski þau þess. Ástæðan er sú óvissa sem nú er uppi vegna áhrifa Covid-19.

Eftirfarandi frestir eru veittir:

- til framlagningar tillögu að fjárhagsáætlun, fyrir 1. desember 2020 í stað 1. nóvember
- til að ljúka síðari umræðu fjárhagsáætlunar, frestur til 31. desember 2020, í stað 15. desember.

Sveitarstjórnir þurfa þó að óska eftir auknum fresti við ráðuneytið, þurfi þau þess.

Bæjarráð samþykkir að fela skrifstofustjóra f.h. bæjarins að óska eftir fresti til framlagningar og afgreiðslu fjárhagsáætlunar, í samræmi við ofangreint.

15.Samband íslenskra sveitarfélaga - Aðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga

Málsnúmer 2010020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð á aðalfund Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, ásamt ársreikningi og skýrslu stjórnar. Fundurinn verður haldinn sem fjarfundur föstudaginn 30. október nk.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 20:55.