Málsnúmer 2011001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 243. fundur - 26.11.2020

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 559. fundar bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 559 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • Bæjarráð - 559 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-október 2020. Skv. yfirlitinu er greitt útsvar 1,2% lægra en á sama tímabili í fyrra og 5,6% undir áætlun ársins.

    Jafnframt lagt fram svar Fjársýslu ríkisins vegna fyrirspurnar skrifstofustjóra um sveiflur í útsvarsgreiðslum. Svarið fól ekki í sér viðhlítandi skýringar.
  • Bæjarráð - 559 Lögð fram og yfirfarin drög að launaáætlun ásamt áætluðum stöðugildum stærstu stofnana.

    Undir þessum lið komu eftirtaldir gestir og sátu hluta fundarins:

    Aðalsteinn Jósepsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja.
    Rætt um framkvæmdir ársins 2020 í íþróttamannvirkjum og framkvæmdaþörf ársins 2021.

    Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri grunnskóla og tónlistarskóla og Gunnar Jóhann Elísson, umsjónarmaður fasteigna.
    Farið yfir þörf fyrir tækjakaup og rætt um framkvæmdir ársins 2020 á grunnskóla. Skólastjóri sýndi gegnum vef þær breytingar sem framkvæmdar voru í hornstofu sem tekin var undir starfsemi heilsdagsskóla. Jafnframt farið yfir framkvæmdaþörf ársins 2021.

    Bæjarráð þakkaði skólastjóra og starfsfólki grunnskólans fyrir gott starf á erfiðum tímum.

    Ragnheiður D. Benidiktsdóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðvar.
    Farið yfir starf félagsmiðstöðvar, sem hefur farið fram með breyttum hætti. Starfsemin hefur farið fram úti, í stærra húsnæði eða á netinu vegna aðstæðna í samfélaginu.

    Sunna Njálsdóttir, forstöðumaður bókasafns og Upplýsingamiðstöðvar.
    Farið yfir starfsemi bókasafns, en minna hefur verið um heimsóknir og útlán, rætt um skönnun á myndum Bærings Cecilssonar sem hafist var handa við sl. sumar og fleira.

    Gestum fundarins var þakkað fyrir komuna á fundinn og yfirferð þeirra.

    Frekari vinnu við fjárhagsáætlun vísað til næsta fundar bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 559 Lögð fram ýmis viðbótargögn vegna fasteignagjalda 2021, útskýringar á lækkun fasteignamats á eignum í Grundarfjarðarbæ og yfirlit yfir kostnað við sorphirðu síðustu ár.

    Frekari vinnu vísað til næsta fundar bæjarráðs.
  • .5 2010028 Gjaldskrár 2021
    Bæjarráð - 559 Lögð fram gögn varðandi þjónustugjaldskrár bæjarins.

    Frekari vinnu vísað til næsta fundar bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 559 Lagðar fram umsóknir sem bárust um styrki vegna ársins 2021 og samantekið yfirlit þeirra.

    Frekari vinnu vísað til næsta fundar bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 559 Lagður fram tölvupóstur frá Gunnari Kristjánssyni þar sem hann reifar hugmynd um störf án staðsetningar og að hafa til taks hentugt húsnæði í því skyni. Hann býður fram til kaups eða leigu fasteignina að Hrannarstíg 5.

    Bæjarráð þakkar Gunnari fyrir erindið og fyrir að vekja athygli á störfum án staðsetningar. Á vettvangi bæjarstjórnar er í vinnslu hugmynd að húsnæði undir störf án staðsetningar og getur bærinn að svo stöddu ekki ráðist í frekari skuldbindingar.

    Samþykkt samhljóða.

  • Bæjarráð - 559 Lagt fram bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu dags. 13. október 2020. Erindið var sent Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi sem áframsendi það til sveitarfélaga á Vesturlandi.

    Í bréfinu er óskað eftir niðurfellingu fasteignagjalda, frestun til allt að tíu ára á greiðslu gjalda 2020-2022 með lagaheimild, og/eða lengingu á lögveði vegna fasteignaskatta, til að styðja við atvinnurekendur í ferðaþjónustu.

    Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar bendir á að Grundarfjarðarbæ er þröngur fjárhagslegur stakkur sniðinn. Fasteignagjöld eru hluti af lögbundnum tekjum sveitarfélaga, sbr. lög um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið fer með málefni sveitarfélaga. Sveitarfélög hafa lítið svigrúm til að bregðast við og heimild til breytinga eða frestunar greiðslu fasteignagjalda er háð skýrri lagaheimild, líkt og heimild til frestunar á greiðslu fasteignagjalda sem samþykkt var á Alþingi 30. mars sl. Ljóst er að sveitarfélögum landsins er því ekki heimilt að afsala sér lögboðnum tekjum eins og fasteignaskatti. Auk þess yrði þá að mæta því með öðrum tekjum sem ekki blasa við nú. Um leið vill bæjarráð árétta að staða sveitarfélagsins eins og margra annarra sveitarfélaga er þröng og hugmyndir um slíkar breytingar á greiðslu fasteignagjalda eru grundvallaratriði, sem ekki verða ákveðin án samstöðu allra sveitarfélaga og aðkomu ríkisins.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 559 Lagt fram til kynningar bréf baráttuhóps smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu, sem sent var til stjórnvalda 3. nóvember sl., með yfirlýsingu, kröfum og tillögum.

    Bæjarráð vísar í svar skv. lið 8.
  • Bæjarráð - 559 Lögð fram til kynningar ýmis gögn varðandi Snæfellingshöllina. Formaður sagði frá samskiptum við stjórnarmenn í Snæfellingshöllinni.

    Málinu vísað til næsta fundar bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 559 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fellaskjóls vegna ársins 2019.