Málsnúmer 2011048

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 243. fundur - 26.11.2020


Í byrjun ágústmánaðar sl. óskaði Samband íslenskra sveitarfélaga eftir því að landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefndu fulltrúa landshlutanna og Reykjavíkurborgar í stafrænt ráð. Hlutverk þess er að styðja við stefnumótun og forgangsröðun um stafræna framþróun sveitarfélaga. Vilji er til þess að hafa samstarf sveitarfélaga á landsvísu um þessi mál. Í lok október sl. tók ráðið til starfa og hefur lagt fram tillögur um starfsemi og kostnaðarskiptingu sveitarfélaga.

Tillögur ráðsins liggja fyrir fundinum.

Tillögurnar eru:

1. Að stofnað verði miðlægt tækniteymi Sambands íslenskra sveitarfélaga (árlegur kostnaður 45 millj. kr.) sem sinna mun innleiðingu rafrænna lausna, gagnauppbyggingu og tengingu gagna gagnvart öllum sveitarfélögum landsins, sbr. kynningu.

2. Að sveitarfélög greiði fjárhæð sem er 200.000 kr. fasta fjárhæð og svo miðað við. íbúafjölda sem skipti framangreindri fjárhæð 45 millj. kr á milli sveitarfélaganna. Ársgreiðsla (kostnaðarhlutur) Grundarfjarðarbæjar 2021 yrði um 316 þús. kr.

3. Að formlegt samþykktarferli verði fyrir sveitarfélög á vali á forgangsverkefnum, notað einu sinni til tvisvar á ári.

Til máls tóku JÓK, RG, BÁ, UÞS og SÞ

Tillögurnar eru samþykktar samhljóða.