Málsnúmer 2012008

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 600. fundur - 01.02.2023

Eigendur Árbrekku óska eftir að breyta skráningu sumarhúss í íbúðarhús.

Í aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 er heimild fyrir tveimur íbúðarhúsum án tengsla við landbúnað á hverri jörð án þess að breyta þurfi aðalskipulagi. Eigendur óska eftir samþykki á þeim grunni, en fyrir liggur samþykki fyrir hönd eiganda Hamra, en Árbrekka er stofnuð út úr jörðinni Hömrum.

Byggingarfulltrúi og skipulagsfulltrúi hafa yfirfarið teikningar húss og aðstæður m.t.t. skipulagsskilmála og gera ekki athugasemd við að fallist sé á ósk húseigenda. Skipulagsfulltrúi vísaði erindinu til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs/bæjarstjórnar.

Með tilliti til framlagðra gagna er beiðni eigenda Árbrekku samþykkt samhljóða.