Málsnúmer 2101030

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 563. fundur - 27.01.2021

Lögð fram fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands (HeV) fyrir árið 2021. Áætlunin hafði verið lækkuð frá þeirri sem upphaflega barst sveitarfélögunum.

Bæjarstjóri sat fund í sl. viku þar sem farið var yfir ákvarðanir Heilbrigðisnefndar/Heilbrigðiseftirlits, gerð fjárhagsáætlunar og gjaldskrár. Endurskoðuð áætlun er send til bæjarstjórna á Vesturlandi til formlegrar samþykktar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fjárhagsáætlun HeV verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.