Málsnúmer 2101036

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 224. fundur - 27.01.2021

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi v/Fellabrekku 5 ásamt tillögu að teikningum að húsi.
Valdimar Ásgeirsson og Rósa Guðmundsdóttir leggja fram teikningar af einbýlishúsi til byggingar á lóðinni Fellabrekku 5 ásamt umsókn um byggingarleyfi.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða byggingu á lóðinni til nærliggjandi lóðarhafa eða þeirra sem gætu átt hagsmuni að gæta sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða eigendur að Fellabrekku 3 og Hellnafell 2 og 4.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 225. fundur - 17.02.2021

Á 224. fundi skipulags- og umhverfisnefndar fól hún byggingarfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða byggingarframkvæmd að Fellabrekku 5 til nærliggjandi lóðarhafa eða þeirra sem gætu átt hagsmuna að gæta, sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða eigendur að Fellabrekku 3 og Hellnafelli 2 og 4. Einnig var fyrirhuguð framkvæmd auglýst á heimasíðu bæjarins.
Í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var grenndarkynning send út 4. febrúar og frestur til athugasemda til 5. mars 2021. Þeir aðilar sem grenndarkynninguna fengu hafa nú allir skilað inn sínu samþykki v/fyrirhugaðra framkvæmda.

Skipulagsnefnd er heimilt að ljúka afgreiðslu málsins þegar þeim sem fengu grenndarkynninguna hafa lýst yfir með undirritun sinni að þeir geri ekki athugasemd við fyrirhuguð áform.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.