Málsnúmer 2102001

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 246. fundur - 11.02.2021

Lagt fram til kynningar rafrænt rit frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um helstu mál á vettvangi ESB árið 2021, sjá slóð hér: https://www.samband.is/verkefnin/althjodamal/brussel-skrifstofan/helstu-mal-a-vettvangi-esb-arid-2021/

Sambandið er með einn starfsmann á sveitarfélagaskrifstofu í Brussel.

Í ritinu er að finna yfirlit yfir helstu mál á vettvangi ESB árið 2021 sem varða íslensk sveitarfélög.

Þar er að finna kynningu á starfsáætlun Framkvæmdastjórnar ESB fyrir árið 2021, sem byggir á sex forgangsmálum sem ætlað er leggja línurnar fyrir fimm ára stefnumörkun núverandi framkvæmdastjóra. Einnig er í ritinu fjallað um helstu aðgerðir ESB í tengslum við COVID-19 faraldurinn, um samstarfsáætlanir ESB og um málefni sveitarfélaga sem tengjast EES-EFTA samstarfinu.

Til máls tóku JÓK og RG.