Málsnúmer 2102004

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 231. fundur - 07.12.2021

Húsfélag Grundargötu 26-28 leggur fram umsókn um útlitsbreytingu á klæðningu á húsi. Til stendur að skipta um klæðningu á öllu húsinu, úr steniklæðningu í álklæðningu í sambærilegum lit. Eldri klæðning liggur undir skemmdum og kominn er tími á endurnýjun, skv. umsókn.

Fyrir liggur samþykkt húsfélags að Grundargötu 26-28 frá 4. nóvember 2021 um að skipta um klæðningu.
Byggingarfulltrúi hefur farið yfir framlögð gögn og gerir ekki athugasemdir við umræddar breytingar.

Þar sem breyting telst ekki óveruleg er lagt til að umrædd framkvæmd verði grenndarkynnt fyrir nærliggjandi lóðarhöfum, sbr. 2.3.4. gr. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 og umrætt svæði er ódeiliskipulagt.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu til aðliggjandi lóðarhafa að Grundargötu 21, 21a, 23, 24, 25, 27, 30 og Borgarbraut 1, 2 og 6, Hamrahlíð 1 og Nesveg 1.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 232. fundur - 25.01.2022

Á 231. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tekið fyrir erindi húsfélagsins á Grundargötu 26-28 um breytingu á klæðningu á húsinu. Taldi nefndin að umrædd framkvæmd myndi ekki teljast óveruleg og þar sem umrætt svæði er ódeiliskipulagt fól nefndin skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdina til nærliggjandi lóðarhafa í samræmi við 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Grenndarkynningartímabil var frá 16. desember 2021 til 14. janúar 2022. Á kynningartíma bárust engar athugasemdir en fimm umsagnir bárust og eru þær hér meðfylgjandi.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í fyrirhugaða breytingu og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áformin.