231. fundur 07. desember 2021 kl. 16:30 - 19:30 í Samkomuhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Arnar Kristjánsson (AK)
    Aðalmaður: Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Vignir Smári Maríasson (VSM) varaformaður
  • Runólfur J. Kristjánsson (RJK)
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ)
  • Eymar Eyjólfsson (EE)
Starfsmenn
  • Þuríður Gía Jóhannesdóttir (ÞGJ) starfsmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
  • Kristín Þorleifsdóttir (KÞ) sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
  • Fannar Þór Þorfinnsson (FÞÞ) byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristín Þorleifsdóttir
Dagskrá
Varaformaður setti fundinn og fól Kristínu Þorleifsdóttur fundarstjórn. Fundur var settur og gengið var til dagskrár.
Runólfur J. Kristjánsson sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Hlíðarvegur 5 - Ósk um afnot af landi

Málsnúmer 2110034Vakta málsnúmer

Lóðarhafi á Hlíðarvegi 5 óskar eftir afnotum af landi Grundarfjarðarbæjar til viðbyggingar við bílskúr. Óskað er eftir viðbótarlandi sem liggur í átt að íþróttavelli/grunnskóla.
Vatnslögn og aðrar lagnir liggja sunnanvert við lóðir umrædds húss og aðliggjandi húsa við Hlíðarveg. M.a. af þeirri ástæðu getur skipulags- og umhverfisnefnd ekki orðið við beiðni lóðarhafa við Hlíðarveg 5 um afnot af landi bæjarins á umræddu svæði.
EE situr hjá við afgreiðslu þessa erindis

2.Innri Látravík - byggingarleyfi fyrir bragga

Málsnúmer 2112002Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsókn landeiganda vegna byggingar bragga í landi Innri Látravíkur. Bragginn verður notaður sem fjárhús og staðsettur fyrir ofan hús suðaustanmegin, skv. aðaluppdráttum.
Umhverfis- og skipulagssviði er falið að skoða málið frekar.

Máli frestað.

3.Hlíðarvegur 11 - útlitsbreyting

Málsnúmer 2112003Vakta málsnúmer

Lóðarhafi að Hlíðarvegi 11 leggur fram umsókn um útlitsbreytingu á húsi ásamt reyndarteikningu.
Sett verður ný hurð í stað glugga sem liggur úr stofu á suðurhlið húss.
Byggingarfulltrúi hefur farið yfir framlagðar teikningar og gerir ekki athugasemdir við umræddar breytingar.

Nefndin telur að umrædd breyting sé minniháttar og komi ekki til með að skerða hagsmuni nágranna sbr. c. lið 2.3.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

Með hliðsjón af því samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð.

4.Grundargata 26-28 - Klæðning á húsi

Málsnúmer 2102004Vakta málsnúmer

Húsfélag Grundargötu 26-28 leggur fram umsókn um útlitsbreytingu á klæðningu á húsi. Til stendur að skipta um klæðningu á öllu húsinu, úr steniklæðningu í álklæðningu í sambærilegum lit. Eldri klæðning liggur undir skemmdum og kominn er tími á endurnýjun, skv. umsókn.

Fyrir liggur samþykkt húsfélags að Grundargötu 26-28 frá 4. nóvember 2021 um að skipta um klæðningu.
Byggingarfulltrúi hefur farið yfir framlögð gögn og gerir ekki athugasemdir við umræddar breytingar.

Þar sem breyting telst ekki óveruleg er lagt til að umrædd framkvæmd verði grenndarkynnt fyrir nærliggjandi lóðarhöfum, sbr. 2.3.4. gr. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 og umrætt svæði er ódeiliskipulagt.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu til aðliggjandi lóðarhafa að Grundargötu 21, 21a, 23, 24, 25, 27, 30 og Borgarbraut 1, 2 og 6, Hamrahlíð 1 og Nesveg 1.

5.Skipulags- og byggingarmál - kæra til úrskurðarnefndar

Málsnúmer 2108015Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 15. október sl. vegna kæru á breytingu deiliskipulags og veitingu byggingarleyfis á lóð að Nesvegi 4a, nýju netaverkstæði.

Niðurstaða úrskurðarnefndar var að kærunni var vísað frá.

6.Skipulagsstofnun - Skipulag fyrir nýja tíma - Skipulagsdagurinn 2021

Málsnúmer 2111012Vakta málsnúmer

Árlegur Skipulagsdagur Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga var haldinn 12. nóvember sl.

Bæjarstjóri flutti fjarerindi á ráðstefnunni undir yfirskriftinni "Grænn og heilsuvænn Grundarfjörður" og hefur það skírskotun í markmið í aðalskipulagi. Erindið fjallar um átaksverkefni bæjarstjórnar um gönguvænan Grundarfjörð; endurbætur stíga, gatna og tenginga, aðgengi og fleira.

Sjá slóð á erindi Skipulagsdagsins hér: https://www.skipulag.is/skipulagsstofnun/frettir/skipulagsdagurinn-glaerur-frummaelenda
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fyrir kynninguna en óskar jafnframt eftir því að fá erindið til umsagnar.

7.Mál frá skipulags- og byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2009012Vakta málsnúmer

Til kynningar:

Umræðupunktar frá skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa og bæjarstjóra um vanhirt hús eða lóðir í bænum sem áhrif hafa á nærumhverfi sitt.

Framvinda við vinnu á deiliskipulagi Ölkeldudals.

Húsnæðisáætlun HMS.

Gönguvænn Grundarfjörður, staða í gatnaframkvæmdum: Götur, gangstéttar og lýsing.
Til umræðu
Fundargerð rituð og send fundarmönnum að loknum fundi til rafrænnar staðfestingar.
Fundargerð þessi er birt með fyrirvara um afgreiðslu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 19:30.