Málsnúmer 2102005F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 247. fundur - 11.03.2021

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 564. fundar bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 564 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • Bæjarráð - 564 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar í janúar 2021. Skv. yfirlitinu er greitt útsvar 45,4% hærra en í janúar 2020. Fram hefur komið sú skýring að Fjársýsla ríkisins hafi tvígreitt greiðslur sem greiddar voru í desember 2020, sem aftur var vangreitt útsvar á árinu 2020.

    Bæjarstjóri hefur leitað skýringa og sent til Fjársýslunnar bókanir bæjarráðs frá því í janúar og bæjarstjórnar í febrúar sl. um útsvarsgreiðslur. Vænta má svars Fjársýslunnar fljótlega.
  • Bæjarráð - 564 Lagðar fram tillögur sem Alta hefur unnið fyrir Grundarfjarðarbæ að rýmum í "götukassa", þ.e. svæði fyrir gangstéttar og hjólreiðastíga og svæðis fyrir aðra fararmáta, s.s. rafknúin hjól, rafskutlur o.fl. Einnig framsetning á stígum út fyrir bæinn, í samræmi við viðræður bæjarstjóra við Vegagerðina.

    Farið var ítarlega yfir tillögurnar og lagðar grófar línur um forgangsröðun vegna undirbúnings og kostnaðargreiningar framkvæmda sem bæjarstjóri og skipulags- og byggingafulltrúi vinna nú að.

    Til áframhaldandi úrvinnslu.

  • Bæjarráð - 564 Jón Frantzson og Gunnar Jónsson frá Íslenska gámafélaginu ehf. (ÍGF) sátu fundinn undir þessum lið.

    Lagður fram sorphirðusamningur frá 1. september 2016 ásamt yfirliti um kostnað við sorphirðu síðustu 10 ár.

    Umræður við Jón og Gunnar um ýmis mál sem snerta sorphirðu í Grundarfirði. Bæjarráð vill hvetja íbúa til frekari flokkunar á sorpi. Rætt um aukna kynningu á flokkun. Fulltrúar ÍG munu koma með tillögur hvernig draga megi úr kostnaði bæjarins vegna gámastöðvar og sorphirðu.

    Jóni og Gunnari var þökkuð koman á fundinn.
    Bókun fundar Allir tóku til máls.
  • Bæjarráð - 564 Lögð fram drög að samstarfssamningi Grundarfjarðarbæjar, Eyja- og Miklaholtshrepps, Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar um sameiginlegt embætti skipulags- og byggingafulltrúa. Ekki er gert ráð fyrir að stofna sérstakt byggðasamlag um starfsemina, heldur gert ráð fyrir að starfsmenn verði ráðnir beint, hjá Grundarfjarðarbæ og Stykkishólmsbæ.

    Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi fari ennfremur með yfirstjórn verklegra framkvæmda/eignaumsjónar hjá sveitarfélögunum, eins og falist hefur síðustu árin í starfi skipulags- og byggingarfulltrúa þeirra.

    Gert er ráð fyrir að starfsmenn hafi fasta viðveru á bæjarskrifstofum í Grundarfirði og Stykkishólmi og viðveru eftir nánara samkomulagi, mögulega fasta, í hinum sveitarfélögunum tveimur.

    Áfram verði hvert sveitarfélag með sína skipulagsnefnd/byggingarnefnd, en að gjaldskrár byggingarmála og tengdrar þjónustu verði samræmdar og verði eins hjá sveitarfélögunum fjórum.

    Gert er ráð fyrir þremur stöðugildum alls, þ.e. byggingarfulltrúa, sem jafnframt verði sviðsstjóri, skipulagsfulltrúa og tveimur 50% stöðugildum aðstoðarmanna.

    Unnið hefur verið að undirbúningi og samningsdrög útbúin, með aðstoð rekstrarráðgjafa og lögmanns. Mánudaginn 15. febrúar sl. var haldinn fjarfundur til kynningar á samningsdrögunum fyrir fulltrúum þessara sveitarfélaga.

    Stefnt er að því að auglýsa starf sviðsstjóra/byggingarfulltrúa í byrjun marsmánaðar.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti og að störfin verði auglýst.
  • Bæjarráð - 564 Lagðar fram reglur nokkurra sveitarfélaga um birtingu gagna með fundargerðum á vef. Jafnframt lögð fram drög að reglum Grundarfjarðarbæjar um birtingu gagna með fundargerðum á vef Grundarfjarðarbæjar.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að reglum, sem lagðar verða fyrir bæjarstjórn á næsta fundi, í mars.
  • Bæjarráð - 564 Lagt fram bréf Hildar Sæmundsdóttur dags. 9. febrúar sl. fyrir hönd stjórnar Fellaskjóls um heimsendingar á mat á komandi sumri og um framkvæmdaþarfir heimilisins.

    Í erindinu kom m.a. fram að Fellaskjól hefur ekki tök á því að sjá um heimsendingu matarskammta fyrir eldri borgara meðan starfsfólk heimilisins er í sumarfríi, eða frá 15. maí og út sumarleyfistímann. Lagt til að heimsending á mat verði á höndum bæjarins þetta tímabil.

    Samþykkt samhljóða.

    Jafnframt eru nefndar í bréfinu helstu framkvæmdaþarfir heimilisins, óskað er eftir upplýsingum um lóðamörk og aðstoð bæjarins við umhirðu lóðar.

    Fram kom hjá bæjarstjóra að hún hefði óskað eftir því við skipulags- og byggingafulltrúa að hann tæki til afgreiðslu beiðni Fellaskjóls í þessu erindi um uppmælingu og afmörkun lóðar.

    Bæjarráð óskar eftir fundi með fulltrúum Fellaskjóls í marsmánuði nk. til umræðu um málefni heimilisins. Óskað er eftir að þá liggi fyrir gögn um mörk lóðar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 564 Lögð fram Eldvarnastefna Grundarfjarðarbæjar til samþykktar. Stefnan er hluti af verkefni sem unnið er í samstarfi við VÍS og sem hluti af samningi um vátryggingar sveitarfélagsins, eftir síðasta útboð. Verkefnið felst í því að auka eigið eldvarnaeftirlit á stofnunum bæjarins og fræðslu fyrir starfsfólk.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu um eldvarnastefnu.

    Bókun fundar Bæjarstjórn fagnar framkominni eldvarnarstefnu og samþykkir hana.
  • Bæjarráð - 564 Íbúð 102 að Ölkelduvegi 9 sem er í eigu Leigufélagsins Bríetar hefur staðið auð síðan í nóvember sl., en verið auglýst reglulega til útleigu.

    Umsókn hefur borist um íbúðina. Skrifstofustjóra falið að ganga frá leigusamningi.

    Samþykkt samhljóða.

  • Bæjarráð - 564 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga (FSS) með upplýsingum um að geðheilsuteymi fyrir fólk með þroskahömlun og skyldar raskanir hafi verið stofnað, þar sem heilbrigðisráðuneytið hefur veitt Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 108 millj. kr. fjárframlag í eitt ár til stofnunar og reksturs geðheilsuteymis sem mun starfa á landsvísu.

    Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga (FSS) annast alla þjónustu við fólk með fötlun sem búsett er í aðildarsveitarfélögum FSS, þ.e. Snæfellsbæ, Grundarfjarðarbæ, Stykkishólmsbæ, Helgafellssveit og Eyja- og Miklaholtshreppi. Tengiliðir FSS við verkefnið verða af hálfu FSS þau Jón Haukur Hilmarsson, ráðgjafarþroskaþjálfi og fagstjóri þjónustu við fólk með fötlun, og Ingveldur Eyþórsdóttir, yfirfélagsráðgjafi.

  • Bæjarráð - 564 Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga um heimsmarkmiðin, ásamt minnisblaði um fund í vinnuhópi um heimsmarkmiðin sem haldinn var 25. nóvember 2020.
  • Bæjarráð - 564 Lagðar fram til kynningar upplýsingar um atvinnuleysi í Grundarfirði.

    Skv. upplýsingum Vinnumálastofnunar sem mótteknar voru 5. febrúar sl. eru 45 íbúar án atvinnu í sveitarfélaginu. Ekki fengust upplýsingar um hversu margir þeirra eru á hlutabótum.