247. fundur 11. mars 2021 kl. 16:15 - 19:31 í Samkomuhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
 • Hinrik Konráðsson (HK)
 • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
 • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
 • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
 • Garðar Svansson (GS)
 • Eygló Bára Jónsdóttir (EBJ)
  Aðalmaður: Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
Starfsmenn
 • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
 • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Svæðisgarður

Málsnúmer 1702015Vakta málsnúmer


Ragnhildur Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæfellsness og Bjarni Sigurbjörnsson, bæjarfulltrúi, sátu fundinn undir þessum lið gegnum fjarfund.

Ragnhildur fór yfir starfsemi Svæðisgarðsins og sagði sérstaklega frá verkefni sem felst í því að skoða ávinning, kosti og galla þess að Snæfellsnes verði "Man and Biosphere" svæði hjá Unesco.

Allir tóku til máls.

Gestir

 • Bjarni Sigurbjörnsson - mæting: 16:15
 • Ragnhildur Sigurðardóttir - mæting: 16:15

2.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir mál í vinnslu. Hún sagði frá fundum sem hún og fleiri hafa setið undanfarnar vikur og helstu verkefnum hjá bænum. Hún sagði frá undirbúningi verklegra framkvæmda ársins, ekki síst hönnun og undirbúningi á endurbótum gangstétta og hjólreiðastíga, betri umferðartenginga og fleira. Hún sagði frá fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar þessu tengdu. Hún sagði frá endurbótum á grunnskólahúsnæði, o.fl.

Jafnframt átti sér stað umræða um útsvarsgreiðslur og sameiginlegt embætti skipulags- og byggingarfulltrúa, en auglýsing um nýtt starf fer í loftið næstu daga.

Allir tóku til máls.

3.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu - Umræða

Málsnúmer 1808012Vakta málsnúmer

Forseti sagði frá því að hann hefði ásamt bæjarstjóra tekið þátt í rafrænum samráðsfundi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um stöðu samgöngumála á Vesturlandi, áskoranir og tækifæri, miðvikudaginn 3. mars sl. Fjögur erindi voru flutt af Vestlendingum og síðan var fundarfólki skipt upp í hópa sem svöruðu spurningum um ávinning af bættum samgöngum og sýn á framtíðartækifæri.

Fundurinn var hluti af fundaröð um allt land nú í mars vegna undirbúnings útgáfu "grænbókar um stöðu samgöngumála" - sjá nánar hér:
https://www.stjornarradid.is/verkefni/samgongur-og-fjarskipti/samgonguaaetlun/graenbok-um-samgongumal/

Grænbók er umræðuskjal með upplýsingum um samgöngur, stöðu, tölfræði, samanburð við önnur lönd og umfjöllun um ólíkar leiðir eða áherslur til að mæta þeim áskorunum sem við blasa. Grænbók er ætlað að meta stöðu samgöngumála og vera grundvöllur fyrir endurskoðaða stefnumótun í samgöngumálum til fimmtán ára (samgönguáætlun).

Hér síðar á fundinum liggja fyrir gögn og upplýsingar frá SSV teknar saman í tengslum við þennan fund.

Forseti sagði frá því að hafnarstjórn og skipulags- og umhverfisnefnd hefðu fundað sameiginlega í gær um tillögu að óverulegum breytingum á deiliskipulagi lóðar 4a á hafnarsvæði.

4.Atvinnumál - Umræða

Málsnúmer 1808013Vakta málsnúmer

Rætt með lið 3.

5.Bæjarráð - 564

Málsnúmer 2102005FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 564. fundar bæjarráðs.
 • Bæjarráð - 564 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
 • 5.2 2101005 Greitt útsvar 2021
  Bæjarráð - 564 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar í janúar 2021. Skv. yfirlitinu er greitt útsvar 45,4% hærra en í janúar 2020. Fram hefur komið sú skýring að Fjársýsla ríkisins hafi tvígreitt greiðslur sem greiddar voru í desember 2020, sem aftur var vangreitt útsvar á árinu 2020.

  Bæjarstjóri hefur leitað skýringa og sent til Fjársýslunnar bókanir bæjarráðs frá því í janúar og bæjarstjórnar í febrúar sl. um útsvarsgreiðslur. Vænta má svars Fjársýslunnar fljótlega.
 • Bæjarráð - 564 Lagðar fram tillögur sem Alta hefur unnið fyrir Grundarfjarðarbæ að rýmum í "götukassa", þ.e. svæði fyrir gangstéttar og hjólreiðastíga og svæðis fyrir aðra fararmáta, s.s. rafknúin hjól, rafskutlur o.fl. Einnig framsetning á stígum út fyrir bæinn, í samræmi við viðræður bæjarstjóra við Vegagerðina.

  Farið var ítarlega yfir tillögurnar og lagðar grófar línur um forgangsröðun vegna undirbúnings og kostnaðargreiningar framkvæmda sem bæjarstjóri og skipulags- og byggingafulltrúi vinna nú að.

  Til áframhaldandi úrvinnslu.

 • Bæjarráð - 564 Jón Frantzson og Gunnar Jónsson frá Íslenska gámafélaginu ehf. (ÍGF) sátu fundinn undir þessum lið.

  Lagður fram sorphirðusamningur frá 1. september 2016 ásamt yfirliti um kostnað við sorphirðu síðustu 10 ár.

  Umræður við Jón og Gunnar um ýmis mál sem snerta sorphirðu í Grundarfirði. Bæjarráð vill hvetja íbúa til frekari flokkunar á sorpi. Rætt um aukna kynningu á flokkun. Fulltrúar ÍG munu koma með tillögur hvernig draga megi úr kostnaði bæjarins vegna gámastöðvar og sorphirðu.

  Jóni og Gunnari var þökkuð koman á fundinn.
  Bókun fundar Allir tóku til máls.
 • Bæjarráð - 564 Lögð fram drög að samstarfssamningi Grundarfjarðarbæjar, Eyja- og Miklaholtshrepps, Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar um sameiginlegt embætti skipulags- og byggingafulltrúa. Ekki er gert ráð fyrir að stofna sérstakt byggðasamlag um starfsemina, heldur gert ráð fyrir að starfsmenn verði ráðnir beint, hjá Grundarfjarðarbæ og Stykkishólmsbæ.

  Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi fari ennfremur með yfirstjórn verklegra framkvæmda/eignaumsjónar hjá sveitarfélögunum, eins og falist hefur síðustu árin í starfi skipulags- og byggingarfulltrúa þeirra.

  Gert er ráð fyrir að starfsmenn hafi fasta viðveru á bæjarskrifstofum í Grundarfirði og Stykkishólmi og viðveru eftir nánara samkomulagi, mögulega fasta, í hinum sveitarfélögunum tveimur.

  Áfram verði hvert sveitarfélag með sína skipulagsnefnd/byggingarnefnd, en að gjaldskrár byggingarmála og tengdrar þjónustu verði samræmdar og verði eins hjá sveitarfélögunum fjórum.

  Gert er ráð fyrir þremur stöðugildum alls, þ.e. byggingarfulltrúa, sem jafnframt verði sviðsstjóri, skipulagsfulltrúa og tveimur 50% stöðugildum aðstoðarmanna.

  Unnið hefur verið að undirbúningi og samningsdrög útbúin, með aðstoð rekstrarráðgjafa og lögmanns. Mánudaginn 15. febrúar sl. var haldinn fjarfundur til kynningar á samningsdrögunum fyrir fulltrúum þessara sveitarfélaga.

  Stefnt er að því að auglýsa starf sviðsstjóra/byggingarfulltrúa í byrjun marsmánaðar.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti og að störfin verði auglýst.
 • Bæjarráð - 564 Lagðar fram reglur nokkurra sveitarfélaga um birtingu gagna með fundargerðum á vef. Jafnframt lögð fram drög að reglum Grundarfjarðarbæjar um birtingu gagna með fundargerðum á vef Grundarfjarðarbæjar.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að reglum, sem lagðar verða fyrir bæjarstjórn á næsta fundi, í mars.
 • Bæjarráð - 564 Lagt fram bréf Hildar Sæmundsdóttur dags. 9. febrúar sl. fyrir hönd stjórnar Fellaskjóls um heimsendingar á mat á komandi sumri og um framkvæmdaþarfir heimilisins.

  Í erindinu kom m.a. fram að Fellaskjól hefur ekki tök á því að sjá um heimsendingu matarskammta fyrir eldri borgara meðan starfsfólk heimilisins er í sumarfríi, eða frá 15. maí og út sumarleyfistímann. Lagt til að heimsending á mat verði á höndum bæjarins þetta tímabil.

  Samþykkt samhljóða.

  Jafnframt eru nefndar í bréfinu helstu framkvæmdaþarfir heimilisins, óskað er eftir upplýsingum um lóðamörk og aðstoð bæjarins við umhirðu lóðar.

  Fram kom hjá bæjarstjóra að hún hefði óskað eftir því við skipulags- og byggingafulltrúa að hann tæki til afgreiðslu beiðni Fellaskjóls í þessu erindi um uppmælingu og afmörkun lóðar.

  Bæjarráð óskar eftir fundi með fulltrúum Fellaskjóls í marsmánuði nk. til umræðu um málefni heimilisins. Óskað er eftir að þá liggi fyrir gögn um mörk lóðar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 564 Lögð fram Eldvarnastefna Grundarfjarðarbæjar til samþykktar. Stefnan er hluti af verkefni sem unnið er í samstarfi við VÍS og sem hluti af samningi um vátryggingar sveitarfélagsins, eftir síðasta útboð. Verkefnið felst í því að auka eigið eldvarnaeftirlit á stofnunum bæjarins og fræðslu fyrir starfsfólk.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu um eldvarnastefnu.

  Bókun fundar Bæjarstjórn fagnar framkominni eldvarnarstefnu og samþykkir hana.
 • Bæjarráð - 564 Íbúð 102 að Ölkelduvegi 9 sem er í eigu Leigufélagsins Bríetar hefur staðið auð síðan í nóvember sl., en verið auglýst reglulega til útleigu.

  Umsókn hefur borist um íbúðina. Skrifstofustjóra falið að ganga frá leigusamningi.

  Samþykkt samhljóða.

 • Bæjarráð - 564 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga (FSS) með upplýsingum um að geðheilsuteymi fyrir fólk með þroskahömlun og skyldar raskanir hafi verið stofnað, þar sem heilbrigðisráðuneytið hefur veitt Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 108 millj. kr. fjárframlag í eitt ár til stofnunar og reksturs geðheilsuteymis sem mun starfa á landsvísu.

  Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga (FSS) annast alla þjónustu við fólk með fötlun sem búsett er í aðildarsveitarfélögum FSS, þ.e. Snæfellsbæ, Grundarfjarðarbæ, Stykkishólmsbæ, Helgafellssveit og Eyja- og Miklaholtshreppi. Tengiliðir FSS við verkefnið verða af hálfu FSS þau Jón Haukur Hilmarsson, ráðgjafarþroskaþjálfi og fagstjóri þjónustu við fólk með fötlun, og Ingveldur Eyþórsdóttir, yfirfélagsráðgjafi.

 • Bæjarráð - 564 Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga um heimsmarkmiðin, ásamt minnisblaði um fund í vinnuhópi um heimsmarkmiðin sem haldinn var 25. nóvember 2020.
 • Bæjarráð - 564 Lagðar fram til kynningar upplýsingar um atvinnuleysi í Grundarfirði.

  Skv. upplýsingum Vinnumálastofnunar sem mótteknar voru 5. febrúar sl. eru 45 íbúar án atvinnu í sveitarfélaginu. Ekki fengust upplýsingar um hversu margir þeirra eru á hlutabótum.

6.Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 100

Málsnúmer 2102004FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 100. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar.

Bæjarstjórn færir nefndinni þakkir fyrir ötult starf og frumkvæði í verkefnum sínum, ekki síst undirbúningi að uppbyggingu Þríhyrnings, sem spennandi er að sjá hvernig er að þróast.
 • 6.1 2003010 Frisbígolf
  Farið var yfir stöðuna vegna uppsetningar á frisbígolfvelli.

  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 100 Starfsmenn áhaldahúss hafa sett upp 5 körfur af þeim 9 sem tilheyra frisbígolfvelli sem búið er að skipuleggja í bænum. Til stendur að setja niður síðustu körfurnar á næstunni. Skilti með yfirlitsmynd yfir völlinn mun koma þegar allar körfurnar hafa verið settar upp.

  Nefndin ræddi um framkvæmdina. Nefndin óskar eftir því að yfirlitsmynd verði sett fram á vef bæjarins þegar unnt verður og að frisbígolfvöllurinn verði kynntur fyrir íbúum þegar allt verður komið upp. Bent verði á leiðbeiningar og reglur á aðgengilegum stað.

  Ennfremur rætt um að diskar verði aðgengilegir og fáist til leigu á góðum stað, helst sem næst tjaldsvæðinu.

 • 6.2 1908016 Þríhyrningur - hugmyndir, hönnun, endurbætur
  Þríhyrningur: Staða hönnunar og undirbúningur.

  Gestir fundarins voru Herborg Árnadóttir arkitekt og Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulags- og byggingarfulltrúi.
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 100 Herborg fór yfir hugmyndir að nánari útfærslu þeirrar hönnunar sem nefndin hefur unnið með og áfangaskiptingu verksins. Rætt um ýmsa þætti hönnunarinnar og útfærslur, sem og framkvæmdina.

  Í ár eru ætlaðar 3 millj.kr. í fjárhagsáætlun í uppbyggingu Þríhyrningsins.
  Auk þess hefur fyrirtækið G.Run ánafnað fjármunum til kaupa á leiktækjum, og Uppbyggingarsjóður Vesturlands veitt styrk til að undirbúa skilti um sögu Þríhyrningsins.

  Fram kom að ekki þarf að skipta um jarðveg á svæðinu.

  Að loknum umræðum var Herborgu þakkað fyrir kynninguna og henni og Sigurði Val þakkað fyrir komuna. Viku þau hér af fundi.

  Nefndin setur sér fyrir eftirfarandi verkefni:

  * Nefndarmenn munu skoða og gera tillögur um val leiktækja á leiksvæðið
  * RDB mun skoða með plöntun trjáa, í samræði við umræður fundarins
  * Nefndin mun fara í Þríhyrning og skoða aðstæður með skipulags- og byggingarfulltrúa og verkstjóra áhaldahúss, með mótun svæðisins í huga sbr. hönnunartillögur sem unnið hefur verið með
  * Björg mun ræða við G.Run um styrkinn til leiktækja
  * Björg mun taka hugmyndir framsettar og ræddar á fundinum og leggja drög að kostnaðarútreikningum framkvæmdar - í framhaldinu verður endanlega ákveðin áfangaskipting
  * IEB og RDB munu ræða við fulltrúa Kvenfélagsins sem hefur sýnt áhuga á að koma að plöntun villigróðurs í garðinn
  * Nefndarmenn munu leita fyrir sér með hönnun á skilti, í samræmi við umræður fundarins
  * Nefndarmenn munu leita til bæjarbúa og annarra sem til þekkja, eftir upplýsingum, minningum og heimildum (t.d. ljósmyndum) um sögu Þríhyrningsins. Auglýst verður opinberlega eftir þessu.

  Vinna þarf betur að hugmyndum um lýsingu í garðinum.
  Hönnun og tillögur um Þríhyrninginn verða kynntar fyrir nágrönnum og íbúum á Teams fljótlega.

 • 6.3 2009030 Íþróttamaður Grundarfjarðar 2020
  Ákvörðun nefndarinnar í lok síðasta árs var að velja ekki íþróttamann Grundarfjarðar 2020, þar sem íþróttastarf var í lágmarki vegna Covid-19 á árinu. Íþróttafélög gátu haldið úti mismiklu starfi; æfingum og keppnum og því var þetta ákveðið.

  Í framhaldinu var ákveðið að heiðra í staðinn einstaklinga og/eða jafnvel fyrirtæki sem gert hafa mikið fyrir íþróttastarf.

  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 100 Nefndin ræddi og mótaði hugmynd um að heiðra einstaklinga sem hafa lagt mikið af mörkum í starfi í baklandi íþrótta- og æskulýðsfélaga.
  Hugmyndin sett á blað og bæjarstjóra falið að senda til umsagnar hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum og gefa 10-14 daga, ef einhverjar athugasemdir eru við útfærsluna.

  Stefnt verði að því að veita viðurkenningar/þakkir á Sumardaginn fyrsta.
 • 6.4 1810006 Samskipti og kynning íþróttafélaga hjá íþr. og æskulýðsnefnd
  Framhald umræðu nefndarinnar um samtal við fulltrúa íþróttafélaga og æskulýðssamtaka.
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 100 Nefndin hafði áður fengið fulltrúa UMFG inná fund til sín. Í tengslum við vinnu bæjarins að stefnumótun sem fram fór 2019-2020 var haldinn fundur með íþróttafélögum. Til hefur staðið að óska eftir fundi með fleiri félögum.

  Nefndin mun óska eftir sameiginlegum fundi með íþróttafélögum og æskulýðssamtökum.

  Bæjarstjóra falið að stilla upp fyrirkomulagi á fundi, í samræmi við umræður fundarins. Gert verði ráð fyrir kynningum af hálfu félaganna og umræðum á eftir, út frá fyrirfram mótuðum spurningum.

  Fundur verði haldinn um eða uppúr miðjum mars, dagsetning til nánari skoðunar. Leitað verði til félaganna um heppilega dagsetningu.

 • 6.5 1810008 Markmið íþrótta- og æskulýðsnefndar
  Rætt um fræðslumál fyrir ungt fólk. Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 100 Ragnheiður Dröfn sagði frá því að nýstofnað væri "Hinsegin Vesturland" sem hefur það að markmiði að fræða unglinga/ungt fólk út frá þeim útgangspunkti að vinna gegn fordómum og að ungt fólk eigi að "þora að vera það sjálft".

  Einnig er vefurinnn otila.is (Hinsegin frá Ö til A) með margvíslegri fræðslu.

  Rætt um þörf fyrir fræðslu og að vinna gegn fordómum.

  --
  Ragnheiður sagði frá starfi félagsmiðstöðvarinnar Eden, sem hún stýrir.

  Til stendur að halda söngkeppnina SamVest (félagsmiðstöðvar á Vesturlandi) í Grundarfirði 15. apríl nk. Félagsmiðstöðvarnar í Grundarfirði og Stykkishólmi standa saman að þeim undirbúningi.

  Nýir sófar eru komnir í sameiginlegt rými á unglingastigi í grunnskólanum. Rýmið er nú að hluta til nýtt fyrir starf félagsmiðstöðvarinnar. • 6.6 2102017 Þróun öryggisnámskeiða fyrir vinnuskóla
  Vís bauð Grundarfjarðarbæ að taka þátt í þróun öryggisnámskeiða fyrir vinnuskóla. Tveir kennarar við Keili sjá um þá vinnu, í samstarfi við VÍS.

  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 100 Bæjarstjóri sagði frá verkefni sem farið er af stað þar sem Grundarfjarðarbær tekur þátt í þróun námskeiða sem verða í boði fyrir vinnuskóla sveitarfélaganna.

7.Skipulags- og umhverfisnefnd - 225

Málsnúmer 2102003FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 225. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Vélsmiðja Grundarfjarðar ehf., óskar eftir leyfi til þess að byggja við húsið enn frekar. Um er að ræða stækkun til suðurs. Skipulags- og umhverfisnefnd - 225 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við beiðni um stækkun á húsnæði Vélsmiðju Grundarfjarðar, umrædd framkvæmd fellur innan byggingarreits. Bent er á að nýtingarhlutfall lóðar er 0,3 og skal ekki fara fram úr því.

  Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.

  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • G. Run hf. leggur fram beiðni um breytingu á gildandi deiliskipulagi á hafnarsvæði austan Nesvegar, þ.e. á lóð við Nesveg 4a.
  Óskað er eftir stækkun á byggingarreit ásamt því að lagðar eru fram teikningar af fyrirhugaðri byggingu.
  Á lóðinni stóð áður hús sem nú hefur verið rifið.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 225 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagaða tillögu að óverulegri deiliskipulagsbreytingu á Nesvegi 4a og felur byggingarfulltrúa að grenndarkynna hana í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að grenndarkynna óverulega deiliskipulagsbreytingu til eftirfarandi aðila: Nesveg 4, Nesveg 4b, Norðurgarður D og Norðurgarður C.

  Einnig er óskað eftir áliti Hafnarstjórnar Grundarfjarðarbæjar þar sem um er að ræða hafnsækna starfsemi.
  Bókun fundar RG vék af fundi undir þessum lið.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

  RG tók aftur sæti sitt á fundinum.
 • Lögð fram tillaga að (óverulegri) breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals.
  Breyting nær til lóða nr. 21, 23, 25, 27 og 29-31 við Ölkelduveg.
  Tillaga að breytingu vegna 29-31 er að beiðni lóðarhafa, en aðrar breytingar að frumkvæði bæjarins er varða færslu á göngustíg og stækkun lóða nr. 21 og 23.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 225 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagaða tillögu að óverulegri deiliskipulagsbreytingu í Ölkeldudal og felur byggingarfulltrúa að grenndarkynna hana í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að grenndarkynna óverulega deiliskipulagsbreytingu til eftirfarandi aðila: Lóðarhafar við Ölkelduveg nr. 21, 23, 25, 27 ásamt lóðarhöfum við Hrannarstíg 28 - 40.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Á 224. fundi skipulags- og umhverfisnefndar fól hún byggingarfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða byggingarframkvæmd að Fellabrekku 5 til nærliggjandi lóðarhafa eða þeirra sem gætu átt hagsmuna að gæta, sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða eigendur að Fellabrekku 3 og Hellnafelli 2 og 4. Einnig var fyrirhuguð framkvæmd auglýst á heimasíðu bæjarins. Skipulags- og umhverfisnefnd - 225 Í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var grenndarkynning send út 4. febrúar og frestur til athugasemda til 5. mars 2021. Þeir aðilar sem grenndarkynninguna fengu hafa nú allir skilað inn sínu samþykki v/fyrirhugaðra framkvæmda.

  Skipulagsnefnd er heimilt að ljúka afgreiðslu málsins þegar þeim sem fengu grenndarkynninguna hafa lýst yfir með undirritun sinni að þeir geri ekki athugasemd við fyrirhuguð áform.

  Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.
  Bókun fundar RG vék af fundi undir þessum lið.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

  RG tók aftur sæti sitt á fundinum.
 • Fram hefur farið, fyrir bæjarstjórn, greining Alta á rými í götum (götukassar) í þéttbýli og unnar tillögur um hvernig megi koma fyrir breiðari gangstéttum og stígum fyrir hjólandi umferð, samhliða. Einnig hefur verið unnið að útfærslu á göngustígum við austanverða og vestanverða Grundargötu og að göngustíg frá þéttbýli að Kirkjufellsfossi.
  Til stendur að hafa sameiginlegan fund nefndarinnar með bæjarfulltrúum, til að kynna þessar tillögur.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 225 Til upplýsinga

8.Grundarfjarðarbær - Opinber birting gagna með fundargerðum

Málsnúmer 2011055Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum um opinbera birtingu gagna með fundargerðum. Reglurnar ná til fundargerða bæjarstjórnar, bæjarráðs og fastanefnda bæjarins. Bæjarráð samþykkti drögin á fundi sínum þann 22. febrúar sl. Smávægilegar breytingar eru gerðar á þeim drögum.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða Reglur um birtingu gagna með fundargerðum. Framkvæmd reglnanna er í þróun og ef upp koma álitamál er bæjarráði falin úrlausn þeirra.

9.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, Kirkjufellsfoss, styrkur 2018

Málsnúmer 1803061Vakta málsnúmer

SÞ vék af fundi undir þessum lið.

Lögð fram drög að samningi Grundarfjarðarbæjar við fyrirtækið Sanna landvætti ehf. varðandi bílastæði við Kirkjufellsfoss. Sannir landvættir höfðu áður gert samning við landeigendur Kirkjufells. Félag á þeirra vegum tekur þá yfir rekstur bílastæðisins og sinnir þjónustu á því. Bílastæðinu yrði afsalað til félagsins gegn greiðslu framkvæmdakostnaðar, en verkþáttur vegna bílastæða var tekinn út úr framkvæmdaáætlun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða vegna styrkveitingar við áningarstaðinn Kirkjufellsfoss.

Bæjarstjóri sagði frá því að athugasemdir hafi borist frá landeiganda Sólbakka vegna landamerkja gagnvart jörðinni Kirkjufelli, en erindið snýr að landeigendum jarðarinnar Kirkjufells.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning og felur bæjarstjóra undirritun hans.

SÞ tók aftur sæti sitt á fundinum.

10.Golfklúbburinn Vestarr - Ósk um aðstoð með húsnæði undir rafrænan búnað

Málsnúmer 2103013Vakta málsnúmer

GS vék af fundi undir þessum lið.

Lögð fram beiðni Golfklúbbsins Vestarr um aðstoð við húsnæði fyrir rafrænan kennslu- og æfingabúnað til barna- og unglingastarfs, sem einnig nýtist almennum kylfingum til æfinga yfir vetrarmánuði.

Allir tóku til máls.

Forseti leggur til að erindið verði falið bæjarráði til skoðunar og afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

GS tók aftur sæti sitt á fundinum.

11.Samgönguráðuneytið - Grænbók um samgöngumál

Málsnúmer 2103014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar gögn sem bæjarstjóri fékk frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi um stöðu á helstu áherslumálum í Samgönguáætlun Vesturlands - Vegamál, einnig samantekt Vegagerðarinnar um fyrirhugaðar framkvæmdir gatnakerfis á Vesturlandi, sem og fundarboð samráðsfundar um stöðu samgöngumála á Vesturlandi ásamt hlekk á vef um grænbók um samgöngumál, sem sagt var frá undir lið 3.

Til máls tóku JÓK, BÁ og HK.

Forseti leggur til að undirbúin verði bókun eða umsögn bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar um mikilvægi umbóta í samgöngumálum, af því tilefni að verið er að taka saman efni í grænbók.

12.Tillaga starfshóps minni sveitarfélaga um sameiningarákvæði

Málsnúmer 2102028Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá sveitarstjórum fimm sveitarfélaga, ásamt tillögum starfshóps minni sveitarfélaga landsins varðandi frumvarp um íbúalágmark sveitarfélaga og sameiningarákvæði. Að tillögunni standa 20 sveitarfélög. Markmið með vinnu starfshópsins er að efling og stækkun sveitarfélaga skv. ákveðnum ákvæðum verði sett í lög í stað ákvæða um 250 eða 1.000 íbúa lágmarksfjölda.

Til máls tóku JÓK og HK.

13.Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - Aðalfundarboð 2021

Málsnúmer 2103007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og ýmissa tengdra stofnana og félaga, en aðalfundurinn verður haldinn 24. mars nk. í Borgarnesi.

Til máls tóku JÓK, HK, UÞS og BÁ.

14.Félagsmálanefnd Snæfellinga - Fundargerð 191. fundar

Málsnúmer 2103009Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 191. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, sem haldinn var 2. mars sl.

Til máls tóku JÓK, GS, BÁ og EBJ.

15.Heilbrigðisnefnd Vesturlands - Fundargerð 165. fundar

Málsnúmer 2102022Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 165. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, sem haldinn var 10. febrúar sl.

16.Breiðarfjarðarnefnd - Fundargerðir

Málsnúmer 2101034Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir Breiðarfjarðarnefndar, 186. fundar sem haldinn var 7. janúar sl. og 187. fundar sem haldinn var 13. janúar sl.

17.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 895. fundar stjórnar

Málsnúmer 2103004Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 895. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 26. febrúar sl.

18.Hafnasamband Íslands - Fundargerð 432. fundar stjórnar

Málsnúmer 2103005Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 432. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, sem haldinn var 19. febrúar sl.

Til máls tóku JÓK, SÞ, RG og BÁ.

19.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - Fundargerð 62. fundar stjórnar

Málsnúmer 2103010Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 62. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, sem haldinn var 22. febrúar sl.

20.Alþingi - Til umsagnar 188. mál frá nefndarsviði

Málsnúmer 2102039Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar frumvarp til stjórnskipunarlaga (kosningaaldur), breytingu á 33. og 34. gr. stjórnarskrárinnar - 188. mál frá nefndasviði Alþingis.

Óskað er eftir umsögnum sveitarfélaga og ungmennaráða um frumvarpið, en í því segir:

"Frumvarp þetta er lagt fram til að styrkja lýðræðið með því að bregðast við aukinni kröfu ungs fólks um að hafa tækifæri til að taka virkan þátt í mótun samfélagsins. Verði frumvarpið samþykkt mun kosningaaldur lækka um tvö ár, úr 18 árum í 16 ár, en kjörgengi áfram miðast við 18 ár." Samhliða verði gerðar breytingar á lögum um kosningar til Alþingis og lögum um kosningar til sveitarstjórna.

Bæjarstjórn ályktaði á fundi sínum þann 12. febrúar 2019 um frumvarp sem fól í sér breytingar á kosningaaldri til sveitarstjórna.

Forseti leggur til að veitt verði sama umsögn um þetta frumvarp, þ.e.

"Bæjarstjórn er hlynnt þeirri breytingu sem frumvarpið boðar um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna í 16 ár og hið sama á við um kosningar til Alþingis. Meginrökin fyrir breytingunni séu þau að frá sama aldri þurfi ungmenni að greiða skatta af tekjum sínum líkt og fullorðnir. Ákveðið samræmi sé því tryggt milli skattskyldu og kosningaréttar."

Samþykkt samhljóða.

21.Alþingi - Til umsagnar 259. mál frá nefndarsviði

Málsnúmer 2103006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tillaga til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar, 259. mál frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Óskað er eftir umsögnum sveitarfélaga um þingsályktunina.

Til máls tóku JÓK, HK, GS, SÞ, RG og BÁ.

Bæjarstjórn fagnar áformum um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:31.