Málsnúmer 2102010

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 246. fundur - 11.02.2021

Atvinnuveganefnd Alþingis sendi sveitarfélögum landsins til umsagnar frumvarp um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja), 419. mál. Jafnframt liggur fyrir 418. mál, breyting á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.)

Umsagnarfrestur er til 10. febrúar. Samkvæmt beiðni bæjarstjóra veitti nefndasvið Alþingis bæjarstjórn frest til 12. febrúar að skila umsögn, þar sem bæjarstjórn tekur málið fyrir á fundi sínum 11. febrúar.

Bæjarstjórn tók fyrst fyrir þingmál 419.

a) Erindi Kristins Ólafssonar og Andra Ottós Kristinssonar dags. 27. janúar 2021 og fylgigögn, með ósk um að bæjarstjórn veiti jákvæða umsögn um frumvarpið (kvótasetning grásleppu).

b) Erindi Bergvins Sævars Guðmundssonar, Kristjáns E. Kristjánssonar, Runólfs Jóhanns Kristjánssonar og Kristjáns Guðmundssonar, mótt. 4. febrúar 2021, með ósk um að Grundarfjarðarbær standi gegn kvótasetningu á grásleppu með umsögn um frumvarpið.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn þakkar bréfriturum fyrir erindin. Eins og erindin bera með sér er augljós þörf á að breyta núverandi fyrirkomulagi við veiðar á grásleppu. Bæjarstjórn tekur undir það með bréfriturum. Hins vegar eru skiptar skoðanir um með hvaða hætti framtíðarfyrirkomulag veiðanna verður best fyrir komið, bæði meðal hagsmunaaðila og meðal bæjarfulltrúa, eins og umræður leiddu í ljós.

Í því ljósi mun bæjarstjórn ekki veita umsögn um frumvarpið.

Samþykkt samhljóða.

Þá tók bæjarstjórn fyrir þingmál 418.

SÞ vék af fundi undir þessum hluta.

Erindi mótt. 8. febrúar 2021, frá Bergvin Sævari Guðmundssyni, Kristjáni Kristjánssyni, Runólfi J. Kristjánssyni, Kristjáni Guðmundssyni, Einari Guðmundssyni, Ágústi Jónssyni, Valdimar Elíssyni og Magnúsi Jónssyni.

Þeir óska eftir að bæjarstjórn veiti umsögn um þingmál 418, frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.), þar sem hafnað verði breytingum frumvarpsins á fyrirkomulagi strandveiða og hvatt til þess að settar verði nægar aflaheimildir inn í kerfið svo þær tryggi öllum strandveiðibátum 48 daga á hverju sumri.

Þeir skora á bæjarstjórn að breyta úthlutunarreglum sveitarfélagsins á byggðakvóta þannig að smábátar fái einhvern lágmarks kvóta.

Jafnframt leggja þeir til við bæjarstjórn að hún veiti umsögn um efni frumvarpsins um línuívilnun, á þann veg að þær aflaheimildir sem ekki nýtast á hverju þriggja mánaða tímabili færist inn á næsta þriggja mánaða tímabil og skapi þannig möguleika til að hægt verði að hækka línuívilnunarprósentuna.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn þakkar bréfriturum fyrir erindið. Bæjarstjórn leggur til að fyrirkomulag strandveiða, þ.e. án svæðaskiptingar, verði óbreytt.

Að öðru leiti tekur bæjarstjórn ekki afstöðu til frumvarpsins.

Samþykkt samhljóða.

SÞ tók aftur sæti sitt á fundinum.