Lagt fram til kynningar bréf Leigufélagsins Bríetar dags. 10. febrúar sl. ásamt kynningu á samstarfsverkefni sveitarfélaga og leigufélagsins. Fram kemur að Varasjóður húsnæðismála verði lagður niður, en að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) taki yfir verkefni sjóðsins og ráðstafi eignum hans. Annars vegar með því að veita rekstrarframlög til sveitafélaga vegna hallareksturs félagslegra íbúða eða íbúða sem staðið hafa auðar í langan tíma, eftir því sem fjármagn leyfir. Hins vegar að veita framlög vegna sölu félagslegra eignar- og leiguíbúða á almennum markaði, eins og fjármagn leyfir.