565. fundur 23. mars 2021 kl. 15:00 - 17:55 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG) formaður
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Lausafjárstaða 2021

Málsnúmer 2101039Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

2.Greitt útsvar 2021

Málsnúmer 2101005Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-febrúar 2021.
Skv. yfirlitinu er greitt útsvar 8,9% hærra en á sama tímabili í fyrra.

3.Yfirlit yfir ógreiddar viðskiptakröfur

Málsnúmer 2103030Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir ógreiddar viðskiptakröfur 31.12.2020.

4.Tillaga um afskrift viðskiptakrafna

Málsnúmer 2103029Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um afskrift viðskiptakrafna Grundarfjarðarbæjar að fjárhæð 207.162 kr.

Samþykkt samhljóða.

5.Vetrarþjónustan - Snjómokstur, framlenging á samningi

Málsnúmer 2102027Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá samningur um snjómokstur á grunni útboðs.
Samningurinn gildir frá október 2017 til 15. júní 2021. Samkvæmt 18 grein í útboðsgögnum, sem eru hluti samningsins, er heimilt að framlengja samninginn um eitt ár í senn, eftir að samningstíma lýkur.

Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss, kom inná fundinn gegnum Teams undir þessum dagskrárlið.

Lagt fram erindi Vetrarþjónustunnar ehf. með boði um að núverandi samningur verði framlengdur. Jafnframt lagðar fram upplýsingar um kostnað við snjómokstur á gildistíma samningsins.

Farið var yfir reynsluna af þeim samningi sem í gildi er.

Bæjarráð samþykkir samhljóða framlengingu samningsins um eitt ár. Bæjarstjóra falið að ræða við samningsaðila og ganga frá samningi á þessum grunni.

Gestir

  • Valgeir Magnússon - mæting: 15:20

6.Íslenska Gámafélagið, sorphirðusamningur 2016

Málsnúmer 1601005Vakta málsnúmer

Lagður fram sorphirðusamningur við Íslenska gámafélagið ehf. (ÍG) frá 2016, sem gildir til september 2021. Heimilt er að framlengja samninginn um eitt ár í senn, mest tvisvar sinnum. Rætt um framkvæmd samningsins og kostnað.

Bæjarráð mun á næsta fundi sínum gera tillögu um hvort framlengja eigi samninginn um eitt ár eða fara í útboð þjónustunnar til næstu ára. Bæjarráð óskar eftir eftirfarandi upplýsingum fyrir næsta fund:

Listi yfir fyrirkomulag losunar og fjölda sorptunna í hverjum flokki, sundurliðun á förgun og akstri við heimilissorp annars vegar og gámastöð hins vegar og upplýsingar um fyrirkomulag kaupa á tunnum. UÞS mun skoða nánar með bæjarstjóra og skrifstofustjóra.

7.Golfklúbburinn Vestarr - Ósk um aðstoð með húsnæði undir rafrænan búnað

Málsnúmer 2103013Vakta málsnúmer

Garðar Svansson, formaður GVG, sat fundinn undir þessum lið gegnum Teams.

Lagt fram bréf Golfklúbbsins Vestarrs Grundarfirði (GVG), dags. 5. mars 2021.
Þar kemur fram að GVG standi til boða að kaupa rafrænan búnað til kennslu og æfinga í golfi fyrir börn og unglinga. GVG hafi ekki aðgang að húsnæði sem gæti hentað fyrir búnaðinn og leitar klúbburinn til sveitarfélagsins um aðstoð með húsnæði fyrir búnaðinn.

Garðar, formaður GVG, upplýsti bæjarráð. Rætt um búnaðinn og hverskonar aðstöðu þurfi fyrir þennan búnað.

Fram kom að íþróttahúsið og samkomuhúsið gætu hentað sem aðstaða fyrir þessa starfsemi. Bæjarráð tekur vel í hugmyndir GVG og býður fulltrúum klúbbsins í vettvangsferð og framhaldandi samtal um málið.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Garðar Svansson - mæting: 17:00

8.Hrannarstígur 18 íbúð 108

Málsnúmer 2102036Vakta málsnúmer



Íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18 hefur verið auglýst tvisvar sinnum laus til umsóknar, en ekki hefur borist umsókn um íbúðina.

Íbúðin verður auglýst aftur til úthlutunar.

Samþykkt samhljóða.

9.Hrafná - Efnistaka og úrvinnsla

Málsnúmer 2011019Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri sagði frá vinnu við gerð efnistökuáætlunar í tengslum við umsókn um framkvæmdaleyfi, þ.e. til efnistöku í Hrafná, í samræmi við aðalskipulag og fyrri ákvörðun bæjarstjórnar.
Lögð fram vinnugögn um rofvarnir og efnistöku í Hrafná og mögulegar leiðir.

10.N4 - Samstarf 2021

Málsnúmer 2102035Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samingur við N4 vegna sjónvarpsþáttagerðar árið 2021.

11.Samband íslenskra sveitarfélaga - Boðun XXXVI. landsþings sambandsins

Málsnúmer 2102003Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar töluvpóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 17. mars sl., þar sem fram kemur að 36. landsþingi sambandsins sé frestað fram í maí.

12.Leigufélagið Bríet - Uppbygging leiguíbúða á samfélagslegum grunni með áherslu á landsbyggðina

Málsnúmer 2102037Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Leigufélagsins Bríetar dags. 10. febrúar sl. ásamt kynningu á samstarfsverkefni sveitarfélaga og leigufélagsins. Fram kemur að Varasjóður húsnæðismála verði lagður niður, en að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) taki yfir verkefni sjóðsins og ráðstafi eignum hans. Annars vegar með því að veita rekstrarframlög til sveitafélaga vegna hallareksturs félagslegra íbúða eða íbúða sem staðið hafa auðar í langan tíma, eftir því sem fjármagn leyfir. Hins vegar að veita framlög vegna sölu félagslegra eignar- og leiguíbúða á almennum markaði, eins og fjármagn leyfir.

13.Golfklúbburinn Vestarr - Skýrsla stjórnar 2020

Málsnúmer 2102033Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla stjórnar Golfklúbbsins Vestarrs Grundarfirði vegna ársins 2020.

14.Hesteigendafélag Grundarfjarðar - Ársreikningar 2020

Málsnúmer 2103003Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Hesteigendafélags Grundarfjarðar vegna ársins 2020.

15.Listvinafélag Grundarfjarðark. - Ársuppgjör 2020

Málsnúmer 2102034Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar ársuppgjör Listvinafélags Grundarfjarðarkirkju vegna ársins 2020.

16.SSV - Ársreikningar og ársskýrsla

Málsnúmer 2103018Vakta málsnúmer

Lagður fram ársreikningur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) vegna ársins 2020 ásamt ársskýrslu.

17.Jafnréttisstofa - Tilkynning til sveitarfélaga v. nýrra jafnréttislaga

Málsnúmer 2103021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Jafnréttisstofu dags. 2. mars sl. um áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög.

18.Samband íslenskra sveitarfélaga - Stöðuskýrsla 10

Málsnúmer 2103023Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19. Stöðuskýrsla nr. 10, dags. 28. janúar sl.

19.Samband íslenskra sveitarfélaga - Stöðuskýrsla 11

Málsnúmer 2103024Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19. Stöðuskýrsla nr. 11, dags. 5. mars sl.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:55.