Málsnúmer 2102039

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 247. fundur - 11.03.2021

Lagt fram til kynningar frumvarp til stjórnskipunarlaga (kosningaaldur), breytingu á 33. og 34. gr. stjórnarskrárinnar - 188. mál frá nefndasviði Alþingis.

Óskað er eftir umsögnum sveitarfélaga og ungmennaráða um frumvarpið, en í því segir:

"Frumvarp þetta er lagt fram til að styrkja lýðræðið með því að bregðast við aukinni kröfu ungs fólks um að hafa tækifæri til að taka virkan þátt í mótun samfélagsins. Verði frumvarpið samþykkt mun kosningaaldur lækka um tvö ár, úr 18 árum í 16 ár, en kjörgengi áfram miðast við 18 ár." Samhliða verði gerðar breytingar á lögum um kosningar til Alþingis og lögum um kosningar til sveitarstjórna.

Bæjarstjórn ályktaði á fundi sínum þann 12. febrúar 2019 um frumvarp sem fól í sér breytingar á kosningaaldri til sveitarstjórna.

Forseti leggur til að veitt verði sama umsögn um þetta frumvarp, þ.e.

"Bæjarstjórn er hlynnt þeirri breytingu sem frumvarpið boðar um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna í 16 ár og hið sama á við um kosningar til Alþingis. Meginrökin fyrir breytingunni séu þau að frá sama aldri þurfi ungmenni að greiða skatta af tekjum sínum líkt og fullorðnir. Ákveðið samræmi sé því tryggt milli skattskyldu og kosningaréttar."

Samþykkt samhljóða.