Málsnúmer 2103017

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 248. fundur - 15.04.2021

Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi dags. 17. mars sl., um umsögn við umsókn Nesvegar 5 ehf., sem óskar eftir að bæta veitingastað á jarðhæð Nesvegi 5 við áður útgefið leyfi til gistingar. Veitingastaðurinn var áður rekinn af SH 55 slf. sem Láka kaffi. Reksturinn færist úr gististað í flokki II (gisting án veitinga) í gististað í flokki IV (gististaður með áfengisveitingum), gistiheimili með gistirými fyrir 18 gesti og veitingasal fyrir 50 gesti sem rekið verður sem Grundarfjörður bed and breakfast, Nesvegi 5 (F211-5209).

Fyrir liggja jákvæðar umsagnir skipulags- og byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt, enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.

Samþykkt samhljóða.