-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 227
Með hliðsjón af niðurstöðu úr grenndarkynningu samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að fengnu samþykki allra eigenda fjölbýlishússins fyrir umræddri breytingu sbr. 1. mgr. 30. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús.
Bókun fundar
Til máls tóku JÓK, HK, BÁ og BS.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 227
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindi um viðbyggingu og óverulega breytingu deiliskipulags, gerist þess þörf, og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi með fyrirvara um að viðbyggingin falli innan byggingarreits, og að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.
Bókun fundar
Allir tóku til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 227
Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir að umrædd framkvæmd verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum að Grundargötu 29, þar sem breyting telst ekki óveruleg skv. leiðbeiningarblaði 8a gefið út af Skipulagsstofnun, sbr. grein 2.3.4. gr. í byggingarreglugerð nr. 112/2012, hvað varðar útsýni.
Einnig skuli liggja fyrir skriflegt samþykki annarra eigenda hússins fyrir umræddri breytingu, sbr. 1. mgr. 30. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingarleyfi að uppfylltum ofangreindum skilyrðum, berist ekki athugasemdir í grenndarkynningu, og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi, sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.
Bókun fundar
Allir tóku til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 227
Húsið er á reit sem skilgreindur er fyrir íbúðarbyggð skv. aðalskipulagi. Í skipulagsreglugerð, grein 6.2, er að finna skilgreiningu á landnotkunarflokknum "íbúðarbyggð" og segir þar: "Svæði fyrir íbúðarhúsnæði og nærþjónustu sem því tengist, auk minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist búsetu eftir því sem nánar er kveðið á um í stefnu skipulagsins."
Aðalskipulag tekur ekki sérstaklega á verslun í íbúðarbyggð að öðru leyti en því að vísa í framangreinda grein skipulagsreglugerðar.
Í 2.3.1. gr. byggingarreglugerðar er fjallað um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir og segir þar að leyfi þurfi fyrir breyttri notkun húss.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að umsótt, breytt not teljist minniháttar atvinnustarfsemi sem samræmst geti búsetu og fyrirkomulagi í nánasta umhverfi hússins, og að bílastæði séu næg. Samþykki nærliggjandi húsa fylgir.
Nefndin gerir því ekki athugasemdir við umsótta breytingu á notum húss og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum, sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.
Hvað varðar skilti sem fyrirhugað er að setja upp, sbr. umsókn, þá kemur fram í 2.5.1. gr. byggingarreglugerðar að sækja þurfi um leyfi fyrir skiltum á byggingum ef þau eru yfir 1,5 m² að flatarmáli. Umsækjanda er bent á að leggja fram viðeigandi gögn til byggingarfulltrúa þegar útlit, fyrirkomulag og nánari staðsetning skiltis liggur fyrir.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 227
Í ljósi þess að engar athugasemdir bárust, samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd erindi lóðarhafa Ölkelduvegar 29-31 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.
Skipulags- og byggingarfulltrúi mun að öðru leyti ljúka frágangi óverulegu deilskipulagsbreytingarinnar og birta með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Bókun fundar
Til máls tóku JÓK og HK.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 227
Óverulega deiliskipulagsbreytingin felst í að mörk lóðar 4a færast vegna breikkunar á vegi austan við lóðina og færslu hafnargarðs, lóðin minnkar því þeim megin en stækkar á móti til suðvesturs. Byggingarreitur er einnig stækkaður til suðurs og vesturs. BK kóta er bætt inn, en TK er óbreyttur. Nýtingarhlutfall helst óbreytt.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagða tillögu að óverulegri deiliskipulagsbreytingu á Nesvegi 4a og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða byggingu á lóðinni, með tilgreindum breytingum deiliskipulags, til nærliggjandi lóðarhafa eða þeirra sem gætu átt hagsmuni að gæta sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða eigendur fasteigna að Nesvegi 4 og 4b, Norðurgarði D og Norðurgarði C.
Bókun fundar
RG vék af fundi undir þessum lið.
Til máls tóku JÓK, SÞ, BS, BÁ, GS og HK.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
RG tók aftur sæti sitt á fundinum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 227
Farið var yfir framlagt minnisblað.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska eftir útfærslu á tillögunni sem nú er í vinnslu, á þann veg að efsta lóðin við Ölkelduveg verði felld út. Þannig náist nægilegt rými á milli hússins við Fellasneið 28 og efsta húss á Ölkelduvegi, fyrir aðkomu að skógræktarsvæði ofan byggðar. Einnig myndist með því góð tenging á milli skógræktarsvæðisins og græna svæðisins neðan Ölkelduvegar, þ.e. niður "Hönnugil".
Nefndin leggur til að útfærsla tillögunnar verði opin hvað varðar húsagerð á nýjum lóðum á Ölkelduvegi. Gera megi ráð fyrir hvort heldur sem er einbýlishúsum, parhúsum eða raðhúsum.
Bókun fundar
Allir tóku til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 227
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum, í samræmi við gildandi Gjaldskrá og reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 227
Á 197. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 17. október 2018 var samþykkt lóðaúthlutun lóðanna Fellabrekku 11-13 til Páls Mar Magnússonar og Arnar Beck Eiríkssonar. Afgreiðslan var staðfest á fundi bæjarstjórnar 18. október 2018 og þann 22. október 2018 var lóðarhöfum tilkynnt um úthlutun lóðanna.
Í samræmi við lið 3.4. í Samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði og m.t.t. áður sendra erinda til lóðarhafa þar sem óskað var eftir að teikningar yrðu lagðar fram, tilkynnti skipulags- og byggingarfulltrúi lóðarhöfum með bréfi þann 10. mars 2021, að úthlutun lóðanna væri felld úr gildi. Bréfið er lagt fyrir fundinn og vísast í það til nánari upplýsinga um feril umsóknar, afgreiðslu og samskipti við lóðarhafa.
Lagt fram til kynningar fyrir skipulags- og umhverfisnefnd.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umræddar lóðir verði auglýstar lausar til úthlutunar að nýju.
Bókun fundar
Allir tóku til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 227
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að stefna að því að umhverfisrölt fari fram í græna og rauða hverfi þriðjudaginn 18. maí nk. kl. 19.30 og 20.30.
Umhverfisrölt í bláa og gula hverfi fari fram miðvikudaginn 19. maí kl. 19:30 og 20.30 - með fyrirvara um veðurspá, samkomutakmarkanir og nánara skipulag.
Umverfisrölt í dreifbýli fari fram þriðjudagskvöldið 25. maí nk. - með sömu fyrirvörum - og hefjist með heimsókn í hesthúsahverfið, í samvinnu við Hesteigendafélagið, og auk þess verði rölt um iðnaðar- og athafnasvæðið við Kverná.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 227