248. fundur 15. apríl 2021 kl. 16:30 - 19:55 í Samkomuhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Garðar Svansson (GS)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir mál í vinnslu. Hún sagði frá samskiptum við Veitur ohf., ræddi verklegar framkvæmdir, byggingarmál og lóðaframkvæmdir.

Í apríl verður gerð ástandsúttekt á íþróttahúsinu, til að bæjarstjórn geti gert sér sem besta grein fyrir þeim valkostum sem eru um viðgerðir á húsinu. Kominn er tími á gluggaviðgerðir, viðgerðir á klæðningu húss, o.fl. Búið er að panta glugga sem endurnýja á í austurhluta grunnskólahúsnæðis, en þar á líka að fara í áframhaldandi múrviðgerðir. Verið er að undirbúa viðhaldsverkefni á leikskólalóð, viðgerðir á leiktækjum og umbætur á lóð eru á dagskrá sumarsins.

Talsverð vinna hefur verið í undirbúningi framkvæmda við gangstéttar, hjólaleiðir, stíga og tengingar, sbr. markmið um „Gönguvænan Grundarfjörð“. Verið er að útfæra nánar þær hugmyndir sem unnar voru í vetur. Sótt er um styrk í sérstöku átaki um stuðning við fráveituframkvæmdir.

Allir tóku til máls.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu - Umræða

Málsnúmer 1808012Vakta málsnúmer

Forseti sagði frá því að hann, Hinrik, Unnur Þóra og bæjarstjóri hafi sótt aðalfund SSV, Sorpurðunar Vesturlands hf., Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, Símenntunar og Starfsendurhæfingar Vesturlands, sem var haldinn 24. mars sl. á Hótel Hamri í Borgarnesi.

Hann sagði frá því að bæjarstjóri hefði verið með erindi á fundi um fjarskipti í gærmorgun, en um var að ræða samráðsfund með Vestlendingum sem er liður í undirbúningi að gerð Grænbókar um fjarskiptamál. Grænbók er mat á stöðu fjarskiptamála, en í undirbúningi er stefnumótun ríkisins um málaflokkinn.

3.Atvinnumál - Umræða

Málsnúmer 1808013Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um atvinnuleysi í Grundarfirði. Í mars voru 37 manns á atvinnuleysisskrá.

Bæjarstjóri sagði frá því að Grundarfjarðarbær hyggist ráða a.m.k. tvo atvinnuleitendur til starfa við átaksstörf, sem búið væri að leggja inn hjá Vinnumálastofnun undir átakinu „Hefjum störf“. Sótt verður um fleiri störf. Auk þess er í undirbúningi að sækja um störf fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, sem stuðningur getur fengist við, líkt og gert var í fyrra.

Forseti vakti athygli á því að auglýstar hafi verið stöður lækna í Grundarfirði og Ólafsvík, á vegum HVE. Bæjarstjórn fagnar þessum áformum HVE.

Allir tóku til máls.

4.Bæjarráð - 565

Málsnúmer 2103003FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 565. fundar bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 565 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

  • 4.2 2101005 Greitt útsvar 2021
    Bæjarráð - 565 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-febrúar 2021.
    Skv. yfirlitinu er greitt útsvar 8,9% hærra en á sama tímabili í fyrra.
  • Bæjarráð - 565 Lagt fram yfirlit yfir ógreiddar viðskiptakröfur 31.12.2020.
  • Bæjarráð - 565 Lögð fram tillaga um afskrift viðskiptakrafna Grundarfjarðarbæjar að fjárhæð 207.162 kr.

    Samþykkt samhljóða.
  • Fyrir fundinum lá samningur um snjómokstur á grunni útboðs.
    Samningurinn gildir frá október 2017 til 15. júní 2021. Samkvæmt 18 grein í útboðsgögnum, sem eru hluti samningsins, er heimilt að framlengja samninginn um eitt ár í senn, eftir að samningstíma lýkur.

    Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss, kom inná fundinn gegnum Teams undir þessum dagskrárlið.

    Bæjarráð - 565 Lagt fram erindi Vetrarþjónustunnar ehf. með boði um að núverandi samningur verði framlengdur. Jafnframt lagðar fram upplýsingar um kostnað við snjómokstur á gildistíma samningsins.

    Farið var yfir reynsluna af þeim samningi sem í gildi er.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða framlengingu samningsins um eitt ár. Bæjarstjóra falið að ræða við samningsaðila og ganga frá samningi á þessum grunni.

    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, GS, UÞS og BÁ.

    Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 565 Lagður fram sorphirðusamningur við Íslenska gámafélagið ehf. (ÍG) frá 2016, sem gildir til september 2021. Heimilt er að framlengja samninginn um eitt ár í senn, mest tvisvar sinnum. Rætt um framkvæmd samningsins og kostnað.

    Bæjarráð mun á næsta fundi sínum gera tillögu um hvort framlengja eigi samninginn um eitt ár eða fara í útboð þjónustunnar til næstu ára. Bæjarráð óskar eftir eftirfarandi upplýsingum fyrir næsta fund:

    Listi yfir fyrirkomulag losunar og fjölda sorptunna í hverjum flokki, sundurliðun á förgun og akstri við heimilissorp annars vegar og gámastöð hins vegar og upplýsingar um fyrirkomulag kaupa á tunnum. UÞS mun skoða nánar með bæjarstjóra og skrifstofustjóra.
  • Bæjarráð - 565 Garðar Svansson, formaður GVG, sat fundinn undir þessum lið gegnum Teams.

    Lagt fram bréf Golfklúbbsins Vestarrs Grundarfirði (GVG), dags. 5. mars 2021.
    Þar kemur fram að GVG standi til boða að kaupa rafrænan búnað til kennslu og æfinga í golfi fyrir börn og unglinga. GVG hafi ekki aðgang að húsnæði sem gæti hentað fyrir búnaðinn og leitar klúbburinn til sveitarfélagsins um aðstoð með húsnæði fyrir búnaðinn.

    Garðar, formaður GVG, upplýsti bæjarráð. Rætt um búnaðinn og hverskonar aðstöðu þurfi fyrir þennan búnað.

    Fram kom að íþróttahúsið og samkomuhúsið gætu hentað sem aðstaða fyrir þessa starfsemi. Bæjarráð tekur vel í hugmyndir GVG og býður fulltrúum klúbbsins í vettvangsferð og framhaldandi samtal um málið.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 565 Íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18 hefur verið auglýst tvisvar sinnum laus til umsóknar, en ekki hefur borist umsókn um íbúðina.

    Íbúðin verður auglýst aftur til úthlutunar.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Allir tóku til máls.

  • Bæjarráð - 565 Bæjarstjóri sagði frá vinnu við gerð efnistökuáætlunar í tengslum við umsókn um framkvæmdaleyfi, þ.e. til efnistöku í Hrafná, í samræmi við aðalskipulag og fyrri ákvörðun bæjarstjórnar.
    Lögð fram vinnugögn um rofvarnir og efnistöku í Hrafná og mögulegar leiðir.
  • 4.10 2102035 N4 - Samstarf 2021
    Bæjarráð - 565 Lagður fram til kynningar samingur við N4 vegna sjónvarpsþáttagerðar árið 2021.
  • Bæjarráð - 565 Lagður fram til kynningar töluvpóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 17. mars sl., þar sem fram kemur að 36. landsþingi sambandsins sé frestað fram í maí.
  • Bæjarráð - 565 Lagt fram til kynningar bréf Leigufélagsins Bríetar dags. 10. febrúar sl. ásamt kynningu á samstarfsverkefni sveitarfélaga og leigufélagsins. Fram kemur að Varasjóður húsnæðismála verði lagður niður, en að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) taki yfir verkefni sjóðsins og ráðstafi eignum hans. Annars vegar með því að veita rekstrarframlög til sveitafélaga vegna hallareksturs félagslegra íbúða eða íbúða sem staðið hafa auðar í langan tíma, eftir því sem fjármagn leyfir. Hins vegar að veita framlög vegna sölu félagslegra eignar- og leiguíbúða á almennum markaði, eins og fjármagn leyfir.
  • Bæjarráð - 565 Lögð fram til kynningar skýrsla stjórnar Golfklúbbsins Vestarrs Grundarfirði vegna ársins 2020.
  • Bæjarráð - 565 Lagður fram til kynningar ársreikningur Hesteigendafélags Grundarfjarðar vegna ársins 2020.
  • Bæjarráð - 565 Lagt fram til kynningar ársuppgjör Listvinafélags Grundarfjarðarkirkju vegna ársins 2020.
  • Bæjarráð - 565 Lagður fram ársreikningur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) vegna ársins 2020 ásamt ársskýrslu.
  • Bæjarráð - 565 Lagt fram til kynningar bréf Jafnréttisstofu dags. 2. mars sl. um áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög.
  • Bæjarráð - 565 Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19. Stöðuskýrsla nr. 10, dags. 28. janúar sl.
  • Bæjarráð - 565 Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19. Stöðuskýrsla nr. 11, dags. 5. mars sl.

5.Skipulags- og umhverfisnefnd - 226

Málsnúmer 2103001FVakta málsnúmer

RG vék af fundi undir liðum 5. og 6.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 226. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lóðarhafi, G. Run hf., hafði lagt fram beiðni um breytingu á gildandi deiliskipulagi á hafnarsvæði austan Nesvegar, þ.e. á lóð við Nesveg 4a, sem tekin var fyrir á 225. fundi nefndarinnar þann 17. febrúar sl. Breytingin fólst í stækkun á byggingarreit á lóðinni, en ennfremur voru lagðar fram teikningar af fyrirhugaðri byggingu. Á lóðinni stóð áður hús sem nú hefur verið rifið. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti á umræddum fundi framlagaða tillögu að óverulegri deiliskipulagsbreytingu og fól byggingarfulltrúa að grenndarkynna hana í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Nú er lögð fram til afgreiðslu breytt tillaga frá áður framlagðri og samþykktri tillögu og erindi lóðarhafa. Er tillagan unnin og lögð fyrir skipulags- og umhverfisnefnd og fyrir hafnarstjórn, eftir samráð lóðarhafa, hafnarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa.

    Á 225. fundi nefndarinnar var einnig óskað eftir áliti Hafnarstjórnar Grundarfjarðarbæjar þar sem um er að ræða hafnsækna starfsemi; skipulagsmál á hafnarsvæði.

    Þessi fundur er haldinn sameiginlega með hafnarstjórn, sem skilar sinni fundargerð um þennan sameiginlega fund.


    Skipulags- og umhverfisnefnd - 226 Lögð fram tillaga sem felur í sér breytingar á áður afgreiddri tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins varðandi lóðina að Nesvegi 4a.

    Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillöguna og það samtal sem fram hefur farið m.a. milli hans, lóðarhafa og hafnarstjóra.

    Breytingin snýst áfram um að byggingarreitur verði stækkaður til suðurs og vesturs, en að auki er um að ræða breikkun á götu sem liggur norðaustan við lóðina.

    Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að grenndarkynna þessa tillögu, sem óverulega deiliskipulagsbreytingu, sbr. 2. og 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, SÞ, BÁ, HK og GS.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

6.Hafnarstjórn - 14

Málsnúmer 2103002FVakta málsnúmer

  • Lóðarhafi, G. Run hf., hafði lagt fram beiðni um breytingu á gildandi deiliskipulagi á hafnarsvæði austan Nesvegar, þ.e. á lóð við Nesveg 4a, sem tekin var fyrir á 225. fundi nefndarinnar þann 17. febrúar sl.
    Breytingin fólst í stækkun á byggingarreit á lóðinni og voru einnig lagðar fram teikningar af fyrirhugaðri byggingu.
    Á lóðinni stóð áður hús sem nú hefur verið rifið.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti á umræddum fundi framlagaða tillögu að óverulegri deiliskipulagsbreytingu og fól byggingarfulltrúa að grenndarkynna hana í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Á 225. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var óskað eftir áliti Hafnarstjórnar Grundarfjarðarbæjar þar sem um er að ræða hafnsækna starfsemi; skipulagsmál á hafnarsvæði.

    Nú er lögð fram til afgreiðslu hjá skipulags- og umhverfisnefnd breytt tillaga frá áður framlagðri og samþykktri tillögu og erindi lóðarhafa. Er tillagan unnin og lögð fyrir skipulags- og umhverfisnefnd og nú einnig fyrir hafnarstjórn, eftir samráð lóðarhafa, hafnarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa.

    Þessi fundur er haldinn sameiginlega með skipulags- og umhverfisnefnd, sem skilar eigin fundargerð um þennan sameiginlega fund.

    Hafnarstjórn - 14 Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi svæðisins varðandi lóðina að Nesvegi 4a.

    Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillöguna og það samtal sem fram hefur farið m.a. milli hans, lóðarhafa og hafnarstjóra.

    Breytingin snýst um að byggingarreitur lóðarinnar verði stækkaður til suðurs og vesturs, en að auki er um að ræða breikkun á götu sem liggur norðaustan við lóðina.

    Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar (haldinn samhliða þessum fundi hafnarstjórnar) er skipulags- og byggingarfulltrúa falið að grenndarkynna þessa tillögu, sem óverulega deiliskipulagsbreytingu, sbr. 2. og 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti það fyrirkomulag sem felst í framlagðri tillögu og undirbúin hefur verið af hafnarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa.

    Hafnarstjórn og hafnarstjóri leggja til að á næstu vikum verði aftur haldinn sameiginlegur fundur hafnarstjórnar og skipulags- og umhverfisnefndar um skipulags- og þróunarmál á hafnarsvæði.
    Auk þess hefur bæjarstjórn samþykkt tillögu hafnarstjórnar um að endurskoða deiliskipulag hafnarsvæðis austan Nesvegar, og tillögu skipulags- og umhverfisnefndar um að vinna deiliskipulag á Framnesi. Sú vinna mun að ýmsu leyti fara fram samhliða og mun hefjast á árinu.

7.Hafnarstjórn - 15

Málsnúmer 2103005FVakta málsnúmer

RG tók aftur sæti sitt á fundinum.
  • Hafnarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda. Hafnarstjórn - 15 Borgarverk hefur nú lokið við sitt tilboðsverk við lengingu Norðugarðs. Almenna umhverfisþjónustan hefur lokið við frágang á kanttré á garðinum og Vélsmiðja Grundarfjarðar smíðaði stiga, sem settir hafa verið upp.
    Tilboðsverk Borgarverks stóðst fjárhagsáætlun. Hafnarstjórn lýsir ánægju sinni með verkið.

    Ennfremur hefur Borgarverk lokið vinnu við fyrirstöðugarð og landfyllingu og samhliða færslu ræsis, austan Nesvegar.

    Vinna við frágang námu er í gangi.

    Nú er unnið að því að leggja lagnir undir þekju á Norðurgarði og Almenna umhverfisþjónustan hefur unnið að uppsteypu á rafmagns- og vatnshúsi. Búið er að steypa undirstöður fyrir hús og fyrir tvö ný ljósamöstur á garðinum. Áætlað er að þekja verði steypt í lok apríl nk.
    Verklok tilboðsverks Almennu umhverfisþjónustunnar eru síðla sumars.

  • Hafnarstjórn - 15 Rætt um skipulagsmál á hafnarsvæðinu.

    Hafnarstjóri upplýsti að mikið sé spurt um framlengingu Nesvegar til austurs, sem verið hefur inná aðalskipulagi í áratugi. Hugsunin er sú að með því komi ný tenging þjóðvegar að hafnarsvæði. Með því myndi léttast á umferð á Grundargötu austanverðri, sem er tiltölulega þröng íbúðargata, en miklir þungaflutningar fara eftir götunni.
    Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að hún hefji viðræður við Vegagerðina um lagningu þessa vegar, sem þjóðvegar í þéttbýli.

    Einnig var rætt um að brýnt sé að koma á framtíðarumferðartengingu frá hinni nýju Bergþórugötu og yfir á nýju landfyllinguna, austan Nesvegar, yfir á Norðurgarð og hafnarsvæðið þar suðurúr. Sú tenging liggur fyrir í aðalskipulagi og í deiliskipulagi hafnarsvæðis austan Nesvegar.

    Lögð var fram hugmynd í vinnuskjali, um landfyllingu austan Miðgarðs, í samræmi við aðalskipulag hafnarsvæðis. Hugmyndin er einkum sett fram í því skyni að geta áætlað efnisþörf til framtíðar.
    Hafnarstjórn leggur áherslu á að þarna er um að ræða þróun svæðisins til framtíðar. Hinsvegar sé mikilvægt að huga tímanlega að þeim þáttum sem taka langan tíma, eins og t.d. málsmeðferð efnistökuleyfa. Í dag er staðan sú að magn skv. gildandi leyfi til efnistöku á hafsbotni, á Grundarfirði, er að verða uppurið. Frekari efnistaka krefst nýrra leyfa.

    Hafnarstjórn samþykkir að hefja undirbúning að leyfisumsókn um efnistöku á hafsbotni, samanber áform í aðalskipulagi. Hafnarstjóri mun afla upplýsinga um næstu skref og kostnað, áður en lengra er haldið.


    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, HG, SÞ, RG, BÁ og UÞS.

    Bæjarstjórn tekur undir hugmyndir hafnarstjórnar um undirbúning frekari efnistökuleyfa á hafsbotni, með framtíðaruppbyggingu í huga. Rétt sé að hafa tímann fyrir sér þar sem leyfisveitingaferli slíkrar efnistöku geti verið tímafrek. Jafnframt tekur bæjarstjórn undir með hafnarstjórn um nýja tengingu að hafnarsvæði, neðan Grundargötu og að Nesvegi austanverðum.

    Samþykkt samhljóða.
  • Fjárhagsáætlun ársins 2021 og staðan í dag.



    Hafnarstjórn - 15 Hafnarstjóri fór yfir tekjur hafnarsjóðs í janúar-febrúar sl. Tekjur fyrstu tvo mánuði ársins eru vel yfir áætlun það sem af er og einnig talsvert hærri en sömu mánuði 2020. Mars stefnir hins vegar í að verða lægri en mars í fyrra.

    Töluvert hefur verið um afbókanir skemmtiferðaskipa. Bókanir voru komnar í 68 fyrir komandi sumar, en vegna afbókana eru 32 skipakomur enn áætlaðar.

  • Hafnasamband Íslands sendi aðildarhöfnum erindi um hvernig bæta megi móttöku og flokkun sorps í höfnum, en allar hafnir eiga að fylgja áætlun um meðhöndlun úrgangs.

    Hafnarstjórn - 15 Hafnarstjóri sagði frá því að áður en erindið barst hefði hann verið farinn af stað með að vinna áætlun og leiðbeiningar um meðhöndlun á sorpi, í samstarfi við útgerðir í bænum. Þar er sérstaklega tekið á veiðarfærum og flokkun almenns sorps. Reglurnar eru tilbúnar og voru auglýstar 10. mars sl.

  • Lögð fram þinggerð frá Hafnasambandsþingi sem haldið var rafrænt 27. nóvember 2020.
    Hafsteinn og Björg sátu þingið fyrir hönd hafnarinnar.
    Hafnarstjórn - 15
  • Fundargerðin lögð fram til kynningar. Með henni fylgir umsögn Hafnasambandsins um frumvarp til breytinga á hafnalögum um rafræna vöktun (myndavélar).
    Hafnarstjórn - 15
  • Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
    Hafnarstjórn - 15
  • Fundargerðin lögð fram til kynningar.
    Hafnarstjórn - 15
  • Fundargerðin lögð fram til kynningar.
    Hafnarstjórn - 15

8.Menningarnefnd - 28

Málsnúmer 2103004FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 28. fundar menningarnefndar.
  • 8.1 1801048 Sögumiðstöðin
    Í Sögumiðstöðinni er verkefni í vinnslu sem Ingi Hans Jónsson heldur utan um. Breyta á rýmum hússins og gera þar betri aðstöðu fyrir félags- og menningarstarf margvíslegt.
    Menningarnefnd - 28 Í lok febrúar sl. fór menningarnefnd að skoða aðstæður og leist vel á þær breytingar sem hafa átt sér stað. Í Sögumiðstöðinni eiga hópar og félagasamtök að geta haft greiðan aðgang og fastan samastað í nýrri aðstöðu.

    Í þessu ferli verður seinna meir sett upp ný sýning, þar sem hægt verður að bóka tíma og fá leiðsögn í gegnum sýninguna.

    Bókasafnið hefur einnig grisjað vel til og er nú alfarið flutt yfir í vestari helming hússins.

    Menningarnefnd lýsir ánægju með þær breytingar sem eru að verða í húsinu, en óskar eftir upplýsingum um hversu margir geta verið í húsinu og rýmum þess eftir breytingar.
    Bókun fundar Allir tóku til máls.

  • Ákvörðun um þema ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar árið 2021. Menningarnefnd - 28 Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar verður haldin í 12. sinn í ár.

    Þema keppninnar í ár er "Litagleði".

    Sigurvegarar keppninnar árið 2020 voru, í 1. sæti Olga Sædís Aðalsteinsdóttir, í 2. sæti var Olga Sædís Einarsdóttir og í 3. sæti var Salbjörg Nóadóttir. Þeim voru færð verðlaunin heim í lok nóvember sl. þar sem aðventudagur Kvenfélagsins var ekki haldinn í desember sl. Menningarnefnd óskar þeim innilega til hamingju með verðlaunin.
    Í dómnefnd voru Eygló formaður og Ólöf Guðrún úr menningarnefnd, auk Lúðvíks Karlssonar meðdómara, sem nefndin þakkar fyrir samstarfið.

    Rúmlega 90 myndir bárust í keppnina á sl. ári og þakkar menningarnefnd öllum ljósmyndurum fyrir þátttökuna og sýndan áhuga.

  • Almenn umræða um menningarstarf Grundarfjarðarbæjar síðustu mánuði, á tímum Covid. Menningarnefnd - 28 Farið var yfir menningarstarf liðins árs. Sökum Covid-19 var ekki hægt að halda úti hefðbundnu menningarstarfi en ýmsar nýjungar spruttu upp, þar sem hugsa þurfti í lausnum.

    Rökkurdagar - menningarhátíð
    Hinir árlegu Rökkurdagar fóru fram með breyttu sniði. Haldnar voru listsýningar utandyra og voru íbúar hvattir til þess að fara í göngu og huga að heilsunni.
    Stærsti þátturinn á Rökkurdögum voru "Rökkurlögin". Leitað var með þátttöku til nokkurra heimamanna, sem bæði eru vanir og óvanir söngvarar. Lögin voru tekin upp í Sögumiðstöðinni og send út á netinu. Þetta heppnaðist með eindæmum vel. Menningarnefnd vill þakka öllum þeim sem tóku þátt í þessu verkefni og gerðu þetta að veruleika.

    Jólalögin á aðventu
    Vegna samkomutakmarkana var ekki hægt að halda jólatónleika og standa að viðburðum á aðventu, eins og oft áður. Því leitaði menningarnefnd eftir samstarfi við Listvinafélag Grundarfjarðarkirkju. Það samstarf skilaði sér í fimm tónleikum sem sendir voru út hvern sunnudag á aðventu. Þar var einnig leitað til heimamanna sem sungu okkur inn í jólin og hægt var að njóta ljúfu tónanna heima. Enn er hægt að hlýða á fallegu tónana á Youtube-rás Grundarfjarðarbæjar. Öllum þeim sem tóku þátt í þessu verkefni eru færðar kærar þakkir; söngvurum, Listvinafélaginu, Þorkeli Mána hljóðmanni og upptökustjóra og fulltrúum í menningarnefnd.

    Jólagluggarnir
    Grundarfjarðarbær stóð að spennandi nýjung á aðventunni og fékk til liðs við sig fólk og fyrirtæki í bænum til að bjóða uppá skreytta jólaglugga.
    Frá 1. til 24. desember voru "opnaðir" eða afhjúpaðir jólagluggar, einn gluggi á dag eins og í jóladagatali. Þetta voru gluggar hér og þar í bænum, hjá stofnunum bæjarins, í fyrirtækjum og á öðrum vinnustöðum. Hver og einn réð sinni skreytingu, en þemað var að sjálfsögðu jólin og dagsetning hvers dags. Mynd var sett á vef/Facebook bæjarins þannig að fólk gæti giskað og farið í göngu til að leita að jólaglugganum. Að kvöldi hvers dags var síðan upplýst hvar gluggi dagsins væri.
    Með þessu var efnt til þátttöku margra bæjarbúa og íbúar einnig hvattir til að taka sér göngu í bænum og skoða fallegt handverk húseigendanna. Íbúar á öllum aldri gátu notið.
    Menningarnefnd þakkar öllum þátttakendum fyrir sitt framlag til þessa skemmtilega verkefnis.

    Jólakort og jólahús
    Menningarnefnd efndi til samkeppni um fallega skreytt jólahús á aðventunni og valdi hús Elínar H. Ottósdóttur og Kristins Ólafssonar, að Fagurhólstúni 5 sem jólahúsið 2020.

    Ekki var næg þátttaka í piparkökuhúsakeppni sem efnt var til og féll hún niður.

    Jólakort Grunnskólans var á sínum stað, nemendur teiknuðu jólamyndir og valin var mynd tveggja drengja í 2. bekk sem jólakort Grundarfjarðar 2020. Bæjarstjóri færði drengjunum viðurkenningu að morgni aðfangadags.

    Menningarnefnd vill færa Grundarfjarðarkirkju og sóknarnefnd Setbergsprestakalls sérstakar þakkir fyrir að bregðast hratt við breyttum aðstæðum og halda úti vefathöfnum kirkjunnar, með miklum gæðum í tónlist og hljómgæðum.

    Aðventudagur Kvenfélagsins Gleym-mér-ei hefur verið fastur liður í menningarlífi í upphafi aðventunnar hjá okkur. Kvenfélagi leysti málin skemmtilega þegar ekki var hægt að halda daginn með hefðbundnu sniði og færði leikfangahappdrættið í beina vefútsendingu.

  • Eygló Bára formaður menningarnefndar hefur tekið þátt í undirbúningi nýrrar grunnsýningar Byggðasafns Snæfellinga í Norska húsinu. Ný grunnsýning er gerð á 10-20 ára fresti.
    Menningarnefnd - 28 Eygló sagði frá vinnu á vegum Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla um nýja grunnsýningu í Norska húsinu, sem hún hefur tekið þátt í.

    Eygló sagði einnig frá því að nú sé í undirbúningi að yfirfara menningarstefnu Vesturlands. SSV fer af stað með fundaherferð til að leita efniviðar og hugmynda við mótun stefnunnar. Eygló hefur tekið þátt f.h. Grundarfjarðarbæjar í fundi til undirbúnings þessari vinnu.

  • Lögð fram söfnunar- og sýningarstefna Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla 2021-2026, og ársskýrsla safnsins 2019.
    Menningarnefnd - 28

9.Öldungaráð - 10

Málsnúmer 2006004FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 10. fundar öldungaráðs.
  • Bæjarstjóri kynnti breytingar á lögum um málefni aldraðra og félagsþjónustu sveitarfélaga hvað varðar skipan öldungaráðs sveitarfélaga, auk tillögu um breytingu hjá Grundarfjarðarbæ.

    Öldungaráð - 10 Í öldungaráði Grundarfjarðarbæjar sitja í dag þrír aðalmenn og jafnmargir til vara. Öldungaráð gegnir skv. erindisbréfi hlutverki þjónustuhóps aldraðra og starfar skv. 7. gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999. Öldungaráð getur komið ábendingum til bæjarstjórnar um allt það sem betur kann að fara er varðar málefni aldraðra í bæjarfélaginu.

    Árið 2018 urðu breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem mælti fyrir um að starfandi ætti að vera formlegur samráðsvettvangur er nefndist ölrungaráð. Þar ættu að sitja að lágmarki þrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórn að loknum sveitarstjórnarkosningum og þrír fulltrúar tilnefndir af félagi eldri borgara, auk eins fulltrúa frá heilsugæslunni. Vettvangurinn ætti að fjalla um þjónustu við aldraða og framkvæmd og þróun öldrunarmála. Ákvæðið var í andstöðu við ákvæði laga um málefni aldraðra, þar til á síðasta ári að síðarnefndu lögunum var breytt. Í frumvarpi með lagabreytingunni segir að breytingin sé gerð til samræmis við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga.

    Í samræmi við þessi tvenn lög þarf því núna að breyta skipan öldungaráðs bæjarins.

    Bæjarstjóri mun leggja eftirfarandi tillögu um breytingu fyrir bæjarstjórn:

    - Bæjarstjórn kjósi öldungaráð samkvæmt nýju fyrirkomulagi á næsta eða þar næsta fundi (apríl eða maí), þannig að skilyrði laganna séu strax uppfyllt.
    - Núverandi öldungaráð eru 3 aðalmenn og 3 varamenn. Bærinn leggi til við Félag eldri borgara að þrír af þessum sex verði tilnefndir (út kjörtímabilið) sem fulltrúar Félagsins og þrír verði skipaðir af bæjarstjórn. Leitað verði eftir fulltrúa Heilbrigðisstofnunar Vesturlands að auki. Þannig verði sömu einstaklingar áfram í öldungaráði (þannig breyttu) út kjörtímabilið.
    - Ef Félag eldri borgara óskar eftir að koma stjórnarmönnum eða öðrum sínum fulltrúum að umræðu í öldungaráði á þessu kjörtímabili, þá geti þeir verið sem gestir inná fundi öldungaráðs.
    - Breyting verði gerð á samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar hvað varðar skipan öldungaráðs, í samræmi við fyrrgreind lög, næst þegar ástæða er til, mögulega fyrir vorið 2022, skv. nánari ákvörðun bæjarstjórnar. Umrædd tvenn lög leiðbeina alveg fram á næsta ár og segja fyrir um hlutverk ráðsins.

    Öldungaráð gerir ekki athugasemdir við þessa framkvæmd og RG fulltrúi FEBG mun bera þetta undir stjórn félagsins.

  • Bæjarstjóri kynnti helstu verkefni Grundarfjarðarbæjar sem snúa að hagsmunum eldri íbúa.
    Öldungaráð - 10 Bæjarstjóri fór yfir ýmis mál sem eru í gangi hjá Grundarfjarðarbæ um þessar mundir.
    Eftirfarandi er það helsta sem rætt var:

    - Heilsuefling 60 samstarfsverkefni FEBG og bæjarins með stuðningi RKÍ-deildarinnar (sjá næsta dagskrárlið)

    - Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE)
    Samstarfsfundir sveitarfélaganna á Snæfellsnesi með HVE um ýmis hagsmunamál hafa verið árlegir (teknir upp á þessu kjörtímabili) - meðal annars er þar rætt um aukið samstarf í þjónustu við eldri borgara (félagsþjónusta, HVE og dvalarheimili). Einnig er þar rætt um læknamál og aðra nauðsynlega þjónustu.

    - Gönguvænn Grundarfjörður
    Unnið er að hönnun og undirbúningi umfangsmikils verkefnis sem snýr að endurbótum á gangstéttum, gönguleiðum, lagningu hjólastíga og göngustíga, bættum umferðartengingum og aðgengismálum í þéttbýlinu. Til stendur að leggja nýjar gangstéttar á næstu árum og því var farið í það að skoða hvar og hvernig væri pláss fyrir samhliða svæði/stíga, sem þjónar hjólandi vegfarendum og rafknúnum hjólum, rafskutlum, hjólastólum, barnavögnum o.s.frv. - hugmyndin er að breikka gangstéttar þannig að þær rúmi einnig þessa umferð.
    Jafnhliða er lagt uppúr því að gróður í umferðarrýmum (við götur, gangstéttir) verði skoðaður og lögð niður "regnbeð" sem geta tekið óhindrað við ofanvatni og þannig minnkað álag á holræsakerfið.

    - Snjómokstur á stígum
    Bærinn hefur lagt sig fram um að standa vel að mokstri á gangstéttum og auka hann, þannig að auðveldara sé að komast gangandi um bæinn, líka að vetri til.
    Verklag er sífellt í skoðun og ábendingar vel þegnar.

    - Sögumiðstöðin ? félagsstarf og aðstaða
    Stórt verkefni sem snýr að uppbyggingu og endurbótum í Sögumiðstöð.
    Félags- og menningarstarf verður þar í fyrirrúmi, m.a. verður félagsstarf eldri borgara þar með fasta aðstöðu.
    (sjá næsta lið).

    - Þríhyrningurinn: fjölskyldu- og útivistargarður.
    Unnið er að undirbúningu framkvæmda í Þríhyrningi, samkvæmt hugmyndum sem íþrótta- og æskulýðsnefnd hefur haldið utan um. Hönnun liggur fyrir. Fyrsti áfangi framkvæmda verður í sumar. Hugsað er sérstaklega fyrir þörfum eldri borgara, sem geti nýtt garðinn fyrir sig.

    Minnst var á aðra aðstöðu, eins og minigolf. Bæjarstjóri sagði að önnur svæði en Þríhyrningur yrðu að þjóna slíkri aðstöðu.

    Önnur verkefni einnig kynnt og rædd.

  • Félag eldri borgara hefur frá snemma árs 2019, í samvinnu við Grundarfjarðarbæ, haldið úti heilsueflingu 60 . Í vetur hefur starfið verið með hléum vegna samkomutakmarkana.

    Öldungaráð - 10 Elsa sagði frá starfi heilsueflingar, en Félag eldri borgara hefur haldið úti starfinu og fengið styrk frá Rauða kross deildinni í Grundarfirði. Grundarfjarðarbær sér um húsnæðisþáttinn og styður við að öðru leyti. Þátttakendur greiða lágt mánaðargjald. Ekki hefur verið rukkað á vorönn, þar sem starfið hefur verið stopult í vetur.

    Vegna samkomutakmarkana hefur starfið verið með hléum í vetur. Það fer fram í íþróttahúsinu og líkamsræktinni.

    Ætlunin var alltaf að fá fyrirlesara til okkar, með áhugaverðar kynningar og fróðleik, en vegna Covid hefur lítið orðið af því síðasta árið.
    Eins var áhugi á að fá HVE til liðs við hópinn, með stuðning á sviði heilsufarsmælinga. Það er í skoðun.

    Fundarmenn lýstu ánægju með starf heilsueflingarinnar, ekki síst þjálfarana, þær Ágústu Einarsdóttur og Rut Rúnarsdóttur, sem hafa haldið afar vel utan um starfið.
    Elsu var þakkað fyrir ötult starf og gott utanumhald og áhuga fyrir þessu mikilvæga starfi.

  • Ráðuneytið hefur auglýst styrki fyrir sveitarfélög sem vilja efla félagsstarf eldri borgara á tímum Covid. Gera þarf grein fyrir því í hverju viðbótarstarf felst.

    Öldungaráð - 10 Farið var yfir það félagsstarf sem haldið hefur verið úti fyrir eldri borgara, bæði á vegum FEBG og annarra.
    Hefðbundið félagsstarf er á vegum FEBG, og heilsueflingin (sjá næsta lið á undan) einnig.
    Grundarfjarðardeild RKÍ hefur haldið úti Vinahúsi, sem er opið fyrir öllum - einnig hefur Karlakaffi verið haldið úti.
    Félagsstarf/handavinna eldri borgara er á vegum bæjarins.

    Vegna Covid hefur starfið legið niðri og verið stopult síðasta árið.
    Rætt var um þörfina fyrir öflugt félagsstarf þegar samkomutakmörkunum léttir.

    Farið var yfir breytingar í Sögumiðstöðinni en ætlunin er að félagsstarf sem verið hefur að Borgarbraut 2, færist þangað.
    Samþykkt var að fundarmenn myndu fljótlega fara í Sögumiðstöðina og skoða aðstæður og leggja á ráðin um fyrirkomulag starfs, út frá aðstöðu.

    Samþykkt var að skoða möguleikana á því að ráðinn yrði starfsmaður, t.d. tímabundið - til reynslu - til að halda utan um félagsstarf og styðja við það. Bæjarstóri mun leggja upp tillögu í samræmi við umræður fundarins.

    Samþykkt að óska eftir styrk úr sjóði félagsmálaráðuneytisins, í þennan lið.

10.Skipulags- og umhverfisnefnd - 227

Málsnúmer 2104001FVakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 227. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Á 224. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir Grundargötu 28. Óskað var eftir breytingu á útliti á norðurhlið hússins, með ísetningu nýrra glugga á miðhæð og efri hæð. Þar sem umrædd framkvæmd felur í sér breytingu á útliti húss lagði nefndin til að fyrirhuguð framkvæmd yrði grenndarkynnt. Grenndarkynning stóð yfir frá 5. febrúar til 5. mars 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 227 Með hliðsjón af niðurstöðu úr grenndarkynningu samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að fengnu samþykki allra eigenda fjölbýlishússins fyrir umræddri breytingu sbr. 1. mgr. 30. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, HK, BÁ og BS.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Eigendur að Sólbakka í landi Háls leggja fram umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við frístundahús. Um er að ræða viðbyggingu á tveimur pöllum við þegar byggt frístundahús. Eigendur óska jafnframt eftir óverulegri breytingu á deiliskipulagi Sólbakka, með stækkun byggingarreits vegna viðbyggingar, sé þess þörf.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 227 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindi um viðbyggingu og óverulega breytingu deiliskipulags, gerist þess þörf, og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi með fyrirvara um að viðbyggingin falli innan byggingarreits, og að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.


    Bókun fundar Allir tóku til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Eigandi efri hæðar að Grundargötu 30 leggur fram teikningar vegna stækkunar á svölum.
    Gert er ráð fyrir að svalir lengist um 2 m til vesturs (ofan aðalinngangs í húsið) samtals um 18,3 m2.


    Skipulags- og umhverfisnefnd - 227 Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir að umrædd framkvæmd verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum að Grundargötu 29, þar sem breyting telst ekki óveruleg skv. leiðbeiningarblaði 8a gefið út af Skipulagsstofnun, sbr. grein 2.3.4. gr. í byggingarreglugerð nr. 112/2012, hvað varðar útsýni.
    Einnig skuli liggja fyrir skriflegt samþykki annarra eigenda hússins fyrir umræddri breytingu, sbr. 1. mgr. 30. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingarleyfi að uppfylltum ofangreindum skilyrðum, berist ekki athugasemdir í grenndarkynningu, og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi, sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.

    Bókun fundar Allir tóku til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

  • Lagt er fram erindi húseiganda sem sækir um breytt not húss í hluta af neðri hæð íbúðarhússins að Fagurhólstúni 2, þar sem ætlunin er að setja upp litla verslun með íþróttafatnað. Ekki eru gerðar breytingar á útliti húss, en ætlunin er þó að setja upp skilti á garðvegg innan lóðarmarka. Samþykki eigenda nærliggjandi húsa fylgir með, þ.e. eigenda að Eyrarvegi 17, 20 og 22.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 227 Húsið er á reit sem skilgreindur er fyrir íbúðarbyggð skv. aðalskipulagi. Í skipulagsreglugerð, grein 6.2, er að finna skilgreiningu á landnotkunarflokknum "íbúðarbyggð" og segir þar: "Svæði fyrir íbúðarhúsnæði og nærþjónustu sem því tengist, auk minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist búsetu eftir því sem nánar er kveðið á um í stefnu skipulagsins."

    Aðalskipulag tekur ekki sérstaklega á verslun í íbúðarbyggð að öðru leyti en því að vísa í framangreinda grein skipulagsreglugerðar.

    Í 2.3.1. gr. byggingarreglugerðar er fjallað um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir og segir þar að leyfi þurfi fyrir breyttri notkun húss.

    Skipulags- og umhverfisnefnd telur að umsótt, breytt not teljist minniháttar atvinnustarfsemi sem samræmst geti búsetu og fyrirkomulagi í nánasta umhverfi hússins, og að bílastæði séu næg. Samþykki nærliggjandi húsa fylgir.

    Nefndin gerir því ekki athugasemdir við umsótta breytingu á notum húss og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum, sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.

    Hvað varðar skilti sem fyrirhugað er að setja upp, sbr. umsókn, þá kemur fram í 2.5.1. gr. byggingarreglugerðar að sækja þurfi um leyfi fyrir skiltum á byggingum ef þau eru yfir 1,5 m² að flatarmáli. Umsækjanda er bent á að leggja fram viðeigandi gögn til byggingarfulltrúa þegar útlit, fyrirkomulag og nánari staðsetning skiltis liggur fyrir.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lagt fram til afgreiðslu nefndar. Óveruleg deiliskipulagsbreyting á deiliskipulagi Ölkeldudals var tekin fyrir á 225. fundi nefndarinnar, breyting sem nær til lóða nr. 21, 23, 25, 27 og 29-31 við Ölkelduveg ásamt tilfærslu á göngustíg.
    Tillaga að breytingu vegna 29-31 er að beiðni lóðarhafa, en breytingar er varða færslu á göngustíg og stækkun lóða nr. 21 og 23, sem og númerabreyting húsa, eru að frumkvæði bæjarins.

    Samkvæmt tillögunni verða eftirfarandi breytingar á númeraröðun skv. breytingu deiliskipulagsins:

    Lóð nr. 25 í gildandi deiliskipulagi breytist í nr. 25 og 27 (til samræmis við raunverulega merkingu í dag).
    Lóðir nr. 27 og 29 í gildandi deiliskipulagi verða nr. 29, 31, 33, 35 og 37 skv. breytingu (raðhús).

    Grenndarkynning fór fram á tímabilinu 19. febrúar til 23. mars 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 227 Í ljósi þess að engar athugasemdir bárust, samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd erindi lóðarhafa Ölkelduvegar 29-31 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.

    Skipulags- og byggingarfulltrúi mun að öðru leyti ljúka frágangi óverulegu deilskipulagsbreytingarinnar og birta með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.


    Bókun fundar Til máls tóku JÓK og HK.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Á 225. fundi skipulags og umhverfisnefndar var lögð fram ósk lóðarhafa og tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi á Framnesi, austan Nesvegar. Breytingin varðar reit sem nær til Nesvegar 4a og samþykkti nefndin að breytingartillagan færi í grenndarkynningu. Á sameiginlegum fundi nefndarinnar nr. 226 og fundi hafnarstjórnar voru lagðar fram og samþykktar tilfæringar og breytingar á tillögunni.

    Eftir þá afgreiðslu þurfti að gera frekari breytingar á byggingarreit og fleiru, í samráði við hafnarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa. Nú hafa ASK arkitektar endurbætt og sett fram þær breytingar sem óskað er eftir, á uppdrætti sem hér er lagður fram til afgreiðslu að nýju.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 227 Óverulega deiliskipulagsbreytingin felst í að mörk lóðar 4a færast vegna breikkunar á vegi austan við lóðina og færslu hafnargarðs, lóðin minnkar því þeim megin en stækkar á móti til suðvesturs. Byggingarreitur er einnig stækkaður til suðurs og vesturs. BK kóta er bætt inn, en TK er óbreyttur. Nýtingarhlutfall helst óbreytt.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagða tillögu að óverulegri deiliskipulagsbreytingu á Nesvegi 4a og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða byggingu á lóðinni, með tilgreindum breytingum deiliskipulags, til nærliggjandi lóðarhafa eða þeirra sem gætu átt hagsmuni að gæta sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða eigendur fasteigna að Nesvegi 4 og 4b, Norðurgarði D og Norðurgarði C.


    Bókun fundar RG vék af fundi undir þessum lið.

    Til máls tóku JÓK, SÞ, BS, BÁ, GS og HK.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

    RG tók aftur sæti sitt á fundinum.
  • Unnið er að breytingu deiliskipulags í Ölkeldudal. Helsta breytingin felst í að mörk deiliskipulagssvæðisins eru færð út. Annars vegar með því að bætt er við lóðum upp Ölkelduveg, í samræmi við nýtt aðalskipulag, og hins vegar með því að bæta við skipulagi á lóðum við Fellasneið 3, 5 og 7.

    Lagt var fram nýtt minnisblað skipulagsráðgjafa, dags. 9. apríl 2021, sem gerir grein fyrir hugmyndum að breytingu á áður framlagðri útfærslu í vinnu við breytingu á deiliskipulaginu, þ.e. mismunandi útfærslum á fyrirkomulagi lóða vestast á Ölkelduvegi.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 227 Farið var yfir framlagt minnisblað.

    Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska eftir útfærslu á tillögunni sem nú er í vinnslu, á þann veg að efsta lóðin við Ölkelduveg verði felld út. Þannig náist nægilegt rými á milli hússins við Fellasneið 28 og efsta húss á Ölkelduvegi, fyrir aðkomu að skógræktarsvæði ofan byggðar. Einnig myndist með því góð tenging á milli skógræktarsvæðisins og græna svæðisins neðan Ölkelduvegar, þ.e. niður "Hönnugil".

    Nefndin leggur til að útfærsla tillögunnar verði opin hvað varðar húsagerð á nýjum lóðum á Ölkelduvegi. Gera megi ráð fyrir hvort heldur sem er einbýlishúsum, parhúsum eða raðhúsum.
    Bókun fundar Allir tóku til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Bongó slf. sækir um tímabundið stöðuleyfi v/matarvagns sem staðsettur verður á auðu svæði á Grundargötu 33 líkt og verið hefur síðustu árin.
    Umrætt tímabil er frá 20. maí til 10. september 2021.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 227 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum, í samræmi við gildandi Gjaldskrá og reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram bréf sitt dags. 10. mars sl. sem sent var lóðarhöfum að Fellabrekku 11-13 um afturköllun lóðanna.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 227 Á 197. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 17. október 2018 var samþykkt lóðaúthlutun lóðanna Fellabrekku 11-13 til Páls Mar Magnússonar og Arnar Beck Eiríkssonar. Afgreiðslan var staðfest á fundi bæjarstjórnar 18. október 2018 og þann 22. október 2018 var lóðarhöfum tilkynnt um úthlutun lóðanna.

    Í samræmi við lið 3.4. í Samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði og m.t.t. áður sendra erinda til lóðarhafa þar sem óskað var eftir að teikningar yrðu lagðar fram, tilkynnti skipulags- og byggingarfulltrúi lóðarhöfum með bréfi þann 10. mars 2021, að úthlutun lóðanna væri felld úr gildi. Bréfið er lagt fyrir fundinn og vísast í það til nánari upplýsinga um feril umsóknar, afgreiðslu og samskipti við lóðarhafa.

    Lagt fram til kynningar fyrir skipulags- og umhverfisnefnd.

    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umræddar lóðir verði auglýstar lausar til úthlutunar að nýju.

    Bókun fundar Allir tóku til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Árin 2018, 2019 og 2020 buðu skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn til umhverfisrölts með íbúum um afmörkuð hverfi í þéttbýlinu.
    Ætlunin hefur verið að fara einnig í rölt í dreifbýlinu, en Covid hefur m.a. hamlað þeim áformum.



    Skipulags- og umhverfisnefnd - 227 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að stefna að því að umhverfisrölt fari fram í græna og rauða hverfi þriðjudaginn 18. maí nk. kl. 19.30 og 20.30.
    Umhverfisrölt í bláa og gula hverfi fari fram miðvikudaginn 19. maí kl. 19:30 og 20.30 - með fyrirvara um veðurspá, samkomutakmarkanir og nánara skipulag.

    Umverfisrölt í dreifbýli fari fram þriðjudagskvöldið 25. maí nk. - með sömu fyrirvörum - og hefjist með heimsókn í hesthúsahverfið, í samvinnu við Hesteigendafélagið, og auk þess verði rölt um iðnaðar- og athafnasvæðið við Kverná.

  • Bæjarstjóri kynnti vinnu sem staðið hefur yfir við verkefnið "Grænn og gönguvænn Grundarfjörður", sem byggir á markmiðum aðalskipulags.

    Síðan á síðasta ári hefur bæjarráð/bæjarstjórn unnið að greiningu á ástandi gangstétta, stíga og umferðartenginga í bænum. Rýnt var í rými í götum (götukassar) í þéttbýli og í framhaldinu unnar tillögur um hvernig megi koma fyrir breiðari gangstéttum og stígum fyrir hjólandi umferð, samhliða gangandi. Einnig hefur verið unnið að útfærslu á tengingum og göngustígum, m.a. við austanverða og vestanverða Grundargötu og að göngustíg frá þéttbýli að Kirkjufellsfossi.

    Nú stendur yfir frekari hönnun þeirra hugmynda sem unnið hefur verið að.
    Stefnt er að sameiginlegum fundi nefndarinnar með bæjarfulltrúum, til að kynna þessar tillögur frekar, þegar hönnun liggur endanlega fyrir.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 227

11.Ársreikningur 2020 - Fyrri umræða

Málsnúmer 2103027Vakta málsnúmer

Jónas Gestur Jónasson, lögg. endurskoðandi og Marinó Mortensen, frá Deloitte, sátu fundinn gegnum fjarfundarbúnað undir þessum lið. Þeir fóru yfir helstu tölur í ársreikningi 2020 við fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Allir tóku til máls.

Rekstrartekjur samstæðunnar námu 1.220 millj. kr., en endurskoðuð áætlun gerði ráð fyrir 1.183 millj. kr. Rekstrartekjur vegna A-hluta námu 1.059 millj. kr. en áætlun gerði ráð fyrir 1.026 millj. kr.

Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 6,8 millj. kr., en rekstarafkoma A hluta var neikvæð um 6,3 millj. kr. Fjárhagsáætlun með viðauka gerði ráð fyrir 7,2 millj. kr. jákvæðri niðurstöðu. Rekstrarafkoma ársins er 0,4 millj. kr. lakari en endurskoðuð áætlun gerði ráð fyrir.

Heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins námu 1.883 millj. kr. og skuldaviðmið 119,37% en var 113,21% árið áður.

Eigið fé sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi var 937,5 millj. kr. í árslok 2020 og eiginfjárhlutfall var 33,48% en var 34,81% árið áður.

Veltufé frá rekstri í samanteknum ársreikningi var 204,6 millj. kr. og handbært fé í árslok 135,3 millj. kr., en var 19,4 millj. kr. árið áður.

Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi 2020 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Gestir

  • Jónas Gestur Jónasson - mæting: 16:30
  • Marinó Mortensen - mæting: 16:30

12.Viðbúnaður vegna COVID-19

Málsnúmer 2003018Vakta málsnúmer

Lagt til að bæjarstjórn samþykki að endurnýja heimild nefnda og ráða bæjarins til að halda fundi sína sem fjarfundi, í samræmi við nýja heimild útgefna af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem gildir til 31. júlí 2021. Málið er til kynningar undir lið 18 á dagskrá fundarins.

Ákvörðunin er í samræmi við áður útgefnar samþykktir bæjarstjórnar og bæjarráðs á grunni fyrri sambærilegra heimilda ráðherra.

Samþykkt samhljóða.

13.Kosning í nefndir skv. B lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 1806014Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur bæjarstjóra til bæjarfulltrúa dags. 27. mars sl., þar sem lagt er til að skipan öldungaráðs sé breytt í samræmi við lög um málefni aldraðra nr. 125/1999 og lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Jafnframt vísað til fundargerðar öldungaráðs sem er 9. dagskrárliður þessa fundar.

Lagt er til að skipan öldungaráðs fari skv. 38. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Þar kemur fram að í hverju sveitarfélagi skuli starfa formlegur samráðsvettvangur er nefnist öldungaráð, þar sem fjallað er um þjónustu við aldraða og framkvæmd og þróun öldrunarmála. Í öldungaráði skulu að lágmarki sitja þrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórn og þrír fulltrúar tilnefndir af félagi eldri borgara, auk eins fulltrúa frá heilsugæslunni. Lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 var breytt til samræmis við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga á árinu 2020.

Til máls tóku JÓK, SÞ og BÁ.

Lagt til að öldungaráð verði skipað sömu aðalfulltrúum og áður, að Félag eldri borgara tilnefni þrjá fulltrúa út núverandi kjörtímabil og að einn fulltrúi verði tilnefndur af Heilbrigðisstofnun Vesturland (HVE).

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjóri upplýsti að HVE hefði skipað Dagnýju Ósk Guðlaugsdóttur, hjúkrunarfræðing, fulltrúa í ráðið, í framhaldi af erindi bæjarstjóra.

Bæjarstjóri mun ganga formlega frá tilnefningu fulltrúa Félags eldri borgara úr röðum nefnarmanna.

14.Grundargata 30 - þróun og framtíðarnot

Málsnúmer 2009041Vakta málsnúmer

Forseti lagði fram eftirfarandi tillögu:

Bæjarstjórn samþykkir að tilnefna fulltrúa í starfsnefnd sem hafi það hlutverk að fylgja eftir fyrri ákvörðunum og hugmyndum um útfærslu skrifstofukjarna á Grundargötu 30, neðri hæð (G30). Starfsnefndin verði skipuð þremur fulltrúum, einum fulltrúa hvors lista og bæjarstjóra. Nefndin geri tillögu um nýtingu fjárheimildar í fjárhagsáætlun ársins, einkum í því skyni að láta hanna rýmið á G30 þannig að það nýtist á sem hagkvæmastan og skemmtilegastan hátt fyrir ýmsa starfsemi og til framkvæmda, eftir því sem fjárheimild leyfir. Að fenginni afgreiðslu bæjarstjórnar á tillögu nefndarinnar, hafi hún umboð til að velja arkitekt og vinna með honum. Teikningar verði jafnframt nýttar sem kynningarefni, þannig að auðveldara sé að kynna aðstöðuna opinberlega. Nefndinni er falið að gera grófa tillögu um kynningu á aðstöðunni.

Samþykkt samhljóða.

Allir tóku til máls.

Lagt til að nefndina skipi Jósef Ó. Kjartansson og Garðar Svansson, ásamt bæjarstjóra. Stefnt er að því að tillögur nefndarinnar verði kynntar í september nk.

Samþykkt samhljóða.

15.Sýslumaðurinn á Vesturlandi - Umsagnarbeiðni breyt.rek.G.IV-Grundarfjörður bed og breakfast, Nesvegur 5

Málsnúmer 2103017Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi dags. 17. mars sl., um umsögn við umsókn Nesvegar 5 ehf., sem óskar eftir að bæta veitingastað á jarðhæð Nesvegi 5 við áður útgefið leyfi til gistingar. Veitingastaðurinn var áður rekinn af SH 55 slf. sem Láka kaffi. Reksturinn færist úr gististað í flokki II (gisting án veitinga) í gististað í flokki IV (gististaður með áfengisveitingum), gistiheimili með gistirými fyrir 18 gesti og veitingasal fyrir 50 gesti sem rekið verður sem Grundarfjörður bed and breakfast, Nesvegi 5 (F211-5209).

Fyrir liggja jákvæðar umsagnir skipulags- og byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt, enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.

Samþykkt samhljóða.

16.Sýslumaðurinn á Vesturlandi - Umsagnarb.rek.G.II-Sólvellir -Guest house and apartments, Sólvöllum 13, Grundarfirði

Málsnúmer 2103031Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi, dags. 22. mars sl., um umsögn við umsókn Lárusar Lárberg hf., um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í lokki I, stærra gistiheimili, sem rekinnn yrði sem Sólvellir 13 - Guesthouse and apartments, að Sólvöllum 13 (F211-5265). Umsækjandi er nýr rekstraraðili sem tekið hefur yfir rekstur gististaðarins Grundarfjörður Gistiheimili sem 65° Ubuntu ehf. rak skv. rekstrarleyfi LG-REK-0015964, útgefið 14.12.2020. Fyrri rekstraraðili hefur tilkynnt að hann hafi hætt rekstrinum.

Allir tóku til máls.

Forseti leggur til að málinu verði frestað. Umsagnir skipulags- og byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra liggja ekki fyrir, en bæjarstjórn hefur fylgt því verklagi að bóka ekki umsögn sína fyrr en umsagnir þeirra liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

17.Samgönguráðuneytið - Grænbók um samgöngumál

Málsnúmer 2103014Vakta málsnúmer



Lögð fram til kynningar umsögn um samgöngur og fjarskipti, en hægt er að veita umsögn um samgöngur og/eða fjarskipti.

Forseti sagði frá því að bæjarstjóri hefði verið með erindi um fjarskipti á fundi í gær, sem haldinn var á vegum samgönguráðuneytisins og SSV.

18.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti - Breyting á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga

Málsnúmer 2103049Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar lög um breytingu á ýmsum lögum tengdum sveitarfélögum en Alþingi samþykkti þann 26. mars sl. lög um breytingar á ýmsum lögum um málefni sveitarfélaga í tilefni af Covid-19 faraldrinum.

Samþykkt var breyting á 131. gr. sveitarstjórnarlaga þar sem tekið er á neyðarástandi í sveitarfélagi. Með ákvæðinu getur ráðherra sveitarstjórnarmála veitt sveitarfélögum heimild til að víkja tímabundið frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga ef almannavarnarástand ríkir í sveitarfélaginu. Um er að ræða sambærilegt ákvæði og lögfest var í sveitarstjórnarlög síðasta vor með bráðabirgðaákvæði.

Ráðherra sveitarstjórnarmála hefur á grunni laganna tekið nýja ákvörðun um að veita sveitarfélögum heimild til að víkja frá sömu skilyrðum sveitarstjórnarlaga og áður, þ.m.t. skilyrðum laganna vegna fjarfunda, og gildir ákvörðun ráðherra frá 1. apríl 2021 til 31. júlí 2021.

19.Samband íslenskra sveitarfélaga - Aðgerðaráætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili

Málsnúmer 2103047Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar aðgerðaráætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili, dags. 30. mars sl. ásamt uppfærðri stöðu verkefna í aðgerðapakka í mars 2021.

20.Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands - Styrktarsjóður 2021

Málsnúmer 2103048Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Styrktarsjóðs EBÍ, dags. 26. mars sl. Tilgangur Styrktarsjóðs EBÍ er að styðja og styrkja með fjárframlögum sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum.

http://www.brunabot.is/styrktarsjodur_reglur.html

21.Bændasamtök Íslands - Áskorun til sveitarfélaga

Málsnúmer 2103019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Bændasamtaka Íslands, dags. 16. mars sl., með áskorun til sveitarfélaga um að nota innlend matvæli í skólamáltíðir.

Til máls tóku JÓK, SÞ og BS.

22.Jeratún ehf. - Fundargerð stjórnarfundar og ársreikningur 2020

Málsnúmer 2103032Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 62. fundar stjórnar Jeratúns ehf., sem haldinn var 22. mars sl., ásamt ársreikningi ársins 2020.

23.Breiðafjarðarnefnd - Fundargerðir

Málsnúmer 2101034Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 188. fundar Breiðafjarðarnefndar, sem haldinn var 25. febrúar sl.

24.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 896. fundar stjórnar

Málsnúmer 2103041Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 896. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 26. mars sl.

25.Hafnasamband Íslands - Ársreikningar 2020

Málsnúmer 2103039Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Hafnasambands Íslands vegna ársins 2020.

26.Hafnasamband Íslands - Fundargerð 433. fundar stjórnar

Málsnúmer 2103033Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 433. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, sem haldinn var 19. mars sl.

27.Samband íslenskra sveitarfélaga - Stöðuskýrsla 12

Málsnúmer 2103044Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla nr. 12 til ráðgefandi aðila. Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19 vann skýrsluna.

28.FSS - Fundargerðir 115. og 116. funda stjórnar

Málsnúmer 2104008Vakta málsnúmer

Lagðar fram tvær fundargerðir stjórnar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga (FSS); fundargerð 115. fundar sem haldinn var 26. febrúar sl. og fundargerð 116. fundar sem haldinn var 31. mars sl.

Allir tóku til máls.

29.Félagsmálanefnd Snæfellinga - Fundargerð 192. fundar

Málsnúmer 2104010Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 192. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, sem haldinn var 6. apríl sl.

30.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Fundargerð aðalfundar og stjórnar

Málsnúmer 2104011Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, sem haldnn var 24. mars sl., ásamt skýrslu stjórnar.

31.Samband íslenskra sveitarfélaga - Lóðarleigusamningar skýrsla

Málsnúmer 2103016Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar skýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga með tillögu að heildarlöggjöf varðandi lóðarleigusamninga.

32.Umhverfisstofnun - Ársfundur Umhverfisstofnunar

Málsnúmer 2103042Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð Umhverfisstofnunar um ársfund stofnunarinnar, náttúruverndarnefnda og náttúrustofa, sem haldinn verður 28. apríl nk.

33.Frá nefndarsviði Alþingis - 645. mál til umsagnar

Málsnúmer 2104009Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tillaga velferðarnefndar Alþingis til þingsályktunar um leiðheilsustefnu til ársins 2030, 645. mál. Óskað er eftir umsögnum.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:55.