Málsnúmer 2103026

Vakta málsnúmer

Menningarnefnd - 28. fundur - 22.03.2021

Ákvörðun um þema ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar árið 2021.
Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar verður haldin í 12. sinn í ár.

Þema keppninnar í ár er "Litagleði".

Sigurvegarar keppninnar árið 2020 voru, í 1. sæti Olga Sædís Aðalsteinsdóttir, í 2. sæti var Olga Sædís Einarsdóttir og í 3. sæti var Salbjörg Nóadóttir. Þeim voru færð verðlaunin heim í lok nóvember sl. þar sem aðventudagur Kvenfélagsins var ekki haldinn í desember sl. Menningarnefnd óskar þeim innilega til hamingju með verðlaunin.
Í dómnefnd voru Eygló formaður og Ólöf Guðrún úr menningarnefnd, auk Lúðvíks Karlssonar meðdómara, sem nefndin þakkar fyrir samstarfið.

Rúmlega 90 myndir bárust í keppnina á sl. ári og þakkar menningarnefnd öllum ljósmyndurum fyrir þátttökuna og sýndan áhuga.

Menningarnefnd - 29. fundur - 15.09.2021

Þema ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2021 er litagleði, eins og ákveðið var á fundi nefndarinnar snemma á árinu.

Íbúar er hvattir til að taka þátt. Hvatning verður birt á bæjarvef á næstu dögum.