Málsnúmer 2103028

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 227. fundur - 12.04.2021

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram bréf sitt dags. 10. mars sl. sem sent var lóðarhöfum að Fellabrekku 11-13 um afturköllun lóðanna.
Á 197. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 17. október 2018 var samþykkt lóðaúthlutun lóðanna Fellabrekku 11-13 til Páls Mar Magnússonar og Arnar Beck Eiríkssonar. Afgreiðslan var staðfest á fundi bæjarstjórnar 18. október 2018 og þann 22. október 2018 var lóðarhöfum tilkynnt um úthlutun lóðanna.

Í samræmi við lið 3.4. í Samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði og m.t.t. áður sendra erinda til lóðarhafa þar sem óskað var eftir að teikningar yrðu lagðar fram, tilkynnti skipulags- og byggingarfulltrúi lóðarhöfum með bréfi þann 10. mars 2021, að úthlutun lóðanna væri felld úr gildi. Bréfið er lagt fyrir fundinn og vísast í það til nánari upplýsinga um feril umsóknar, afgreiðslu og samskipti við lóðarhafa.

Lagt fram til kynningar fyrir skipulags- og umhverfisnefnd.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umræddar lóðir verði auglýstar lausar til úthlutunar að nýju.