Málsnúmer 2003015Vakta málsnúmer
Lagt fram til afgreiðslu nefndar. Óveruleg deiliskipulagsbreyting á deiliskipulagi Ölkeldudals var tekin fyrir á 225. fundi nefndarinnar, breyting sem nær til lóða nr. 21, 23, 25, 27 og 29-31 við Ölkelduveg ásamt tilfærslu á göngustíg.
Tillaga að breytingu vegna 29-31 er að beiðni lóðarhafa, en breytingar er varða færslu á göngustíg og stækkun lóða nr. 21 og 23, sem og númerabreyting húsa, eru að frumkvæði bæjarins.
Samkvæmt tillögunni verða eftirfarandi breytingar á númeraröðun skv. breytingu deiliskipulagsins:
Lóð nr. 25 í gildandi deiliskipulagi breytist í nr. 25 og 27 (til samræmis við raunverulega merkingu í dag).
Lóðir nr. 27 og 29 í gildandi deiliskipulagi verða nr. 29, 31, 33, 35 og 37 skv. breytingu (raðhús).
Grenndarkynning fór fram á tímabilinu 19. febrúar til 23. mars 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.