Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi, dags. 22. mars sl., um umsögn við umsókn Lárusar Lárberg hf., um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í lokki I, stærra gistiheimili, sem rekinnn yrði sem Sólvellir 13 - Guesthouse and apartments, að Sólvöllum 13 (F211-5265). Umsækjandi er nýr rekstraraðili sem tekið hefur yfir rekstur gististaðarins Grundarfjörður Gistiheimili sem 65° Ubuntu ehf. rak skv. rekstrarleyfi LG-REK-0015964, útgefið 14.12.2020. Fyrri rekstraraðili hefur tilkynnt að hann hafi hætt rekstrinum.
Allir tóku til máls.
Forseti leggur til að málinu verði frestað. Umsagnir skipulags- og byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra liggja ekki fyrir, en bæjarstjórn hefur fylgt því verklagi að bóka ekki umsögn sína fyrr en umsagnir þeirra liggja fyrir.
Allir tóku til máls.
Forseti leggur til að málinu verði frestað. Umsagnir skipulags- og byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra liggja ekki fyrir, en bæjarstjórn hefur fylgt því verklagi að bóka ekki umsögn sína fyrr en umsagnir þeirra liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða.