Málsnúmer 2103031

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 248. fundur - 15.04.2021

Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi, dags. 22. mars sl., um umsögn við umsókn Lárusar Lárberg hf., um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í lokki I, stærra gistiheimili, sem rekinnn yrði sem Sólvellir 13 - Guesthouse and apartments, að Sólvöllum 13 (F211-5265). Umsækjandi er nýr rekstraraðili sem tekið hefur yfir rekstur gististaðarins Grundarfjörður Gistiheimili sem 65° Ubuntu ehf. rak skv. rekstrarleyfi LG-REK-0015964, útgefið 14.12.2020. Fyrri rekstraraðili hefur tilkynnt að hann hafi hætt rekstrinum.

Allir tóku til máls.

Forseti leggur til að málinu verði frestað. Umsagnir skipulags- og byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra liggja ekki fyrir, en bæjarstjórn hefur fylgt því verklagi að bóka ekki umsögn sína fyrr en umsagnir þeirra liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.