Málsnúmer 2103049

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 248. fundur - 15.04.2021

Lögð fram til kynningar lög um breytingu á ýmsum lögum tengdum sveitarfélögum en Alþingi samþykkti þann 26. mars sl. lög um breytingar á ýmsum lögum um málefni sveitarfélaga í tilefni af Covid-19 faraldrinum.

Samþykkt var breyting á 131. gr. sveitarstjórnarlaga þar sem tekið er á neyðarástandi í sveitarfélagi. Með ákvæðinu getur ráðherra sveitarstjórnarmála veitt sveitarfélögum heimild til að víkja tímabundið frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga ef almannavarnarástand ríkir í sveitarfélaginu. Um er að ræða sambærilegt ákvæði og lögfest var í sveitarstjórnarlög síðasta vor með bráðabirgðaákvæði.

Ráðherra sveitarstjórnarmála hefur á grunni laganna tekið nýja ákvörðun um að veita sveitarfélögum heimild til að víkja frá sömu skilyrðum sveitarstjórnarlaga og áður, þ.m.t. skilyrðum laganna vegna fjarfunda, og gildir ákvörðun ráðherra frá 1. apríl 2021 til 31. júlí 2021.