Málsnúmer 2104001

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 227. fundur - 12.04.2021

Eigendur að Sólbakka í landi Háls leggja fram umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við frístundahús. Um er að ræða viðbyggingu á tveimur pöllum við þegar byggt frístundahús. Eigendur óska jafnframt eftir óverulegri breytingu á deiliskipulagi Sólbakka, með stækkun byggingarreits vegna viðbyggingar, sé þess þörf.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindi um viðbyggingu og óverulega breytingu deiliskipulags, gerist þess þörf, og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi með fyrirvara um að viðbyggingin falli innan byggingarreits, og að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.