Málsnúmer 2104017

Vakta málsnúmer

Öldungaráð - 10. fundur - 27.03.2021

Ráðuneytið hefur auglýst styrki fyrir sveitarfélög sem vilja efla félagsstarf eldri borgara á tímum Covid. Gera þarf grein fyrir því í hverju viðbótarstarf felst.

Farið var yfir það félagsstarf sem haldið hefur verið úti fyrir eldri borgara, bæði á vegum FEBG og annarra.
Hefðbundið félagsstarf er á vegum FEBG, og heilsueflingin (sjá næsta lið á undan) einnig.
Grundarfjarðardeild RKÍ hefur haldið úti Vinahúsi, sem er opið fyrir öllum - einnig hefur Karlakaffi verið haldið úti.
Félagsstarf/handavinna eldri borgara er á vegum bæjarins.

Vegna Covid hefur starfið legið niðri og verið stopult síðasta árið.
Rætt var um þörfina fyrir öflugt félagsstarf þegar samkomutakmörkunum léttir.

Farið var yfir breytingar í Sögumiðstöðinni en ætlunin er að félagsstarf sem verið hefur að Borgarbraut 2, færist þangað.
Samþykkt var að fundarmenn myndu fljótlega fara í Sögumiðstöðina og skoða aðstæður og leggja á ráðin um fyrirkomulag starfs, út frá aðstöðu.

Samþykkt var að skoða möguleikana á því að ráðinn yrði starfsmaður, t.d. tímabundið - til reynslu - til að halda utan um félagsstarf og styðja við það. Bæjarstóri mun leggja upp tillögu í samræmi við umræður fundarins.

Samþykkt að óska eftir styrk úr sjóði félagsmálaráðuneytisins, í þennan lið.

Bæjarráð - 567. fundur - 29.04.2021

Lagður fram til kynningar tölvupóstur félagsmálaráðuneytisins, dags. 11. mars sl., þar sem kynnt er að sveitarfélög geti sótt um styrk til aukins félagsstarfs eldri borgara. Einnig tölvupóstur dags. 27. apríl sl., þar sem samþykkt er umsókn bæjarins um fjárframlag til félagsstarfs eldri borgara. Veittur styrkur er um 156 þús. kr. og tekur mið af íbúafjölda 67 ára og eldri.