10. fundur
27. mars 2021 kl. 11:00 - 13:15 í Samkomuhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
Hildur Sæmundsdóttiraðalmaður
Helga Elísabet Árnadóttiraðalmaður
Þórunn Kristinsdóttirvaramaður
Ólafur Guðmundssonvaramaður
Ragnheiður Þórarinsdóttiraðalmaður
Starfsmenn
Björg Ágústsdóttir (BÁ)bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:Björg Ágústsdóttirbæjarstjóri
Dagskrá
Bæjarstjóri bauð nefndarmenn og gesti velkomna.
Ragnheiður Þórarinsdóttir var með á fundinum gegnum síma.
Gestir fundarins eru:
Runólfur Guðmundsson, formaður Félags eldri borgara í Grundarfirði
Steinunn Hansdóttir, fulltrúi Grundarfjarðardeildar RKÍ og umsjónarmaður Vinahúss RKÍ
Bæjarstjóri kynnti breytingar á lögum um málefni aldraðra og félagsþjónustu sveitarfélaga hvað varðar skipan öldungaráðs sveitarfélaga, auk tillögu um breytingu hjá Grundarfjarðarbæ.
Í öldungaráði Grundarfjarðarbæjar sitja í dag þrír aðalmenn og jafnmargir til vara. Öldungaráð gegnir skv. erindisbréfi hlutverki þjónustuhóps aldraðra og starfar skv. 7. gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999. Öldungaráð getur komið ábendingum til bæjarstjórnar um allt það sem betur kann að fara er varðar málefni aldraðra í bæjarfélaginu.
Árið 2018 urðu breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem mælti fyrir um að starfandi ætti að vera formlegur samráðsvettvangur er nefndist ölrungaráð. Þar ættu að sitja að lágmarki þrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórn að loknum sveitarstjórnarkosningum og þrír fulltrúar tilnefndir af félagi eldri borgara, auk eins fulltrúa frá heilsugæslunni. Vettvangurinn ætti að fjalla um þjónustu við aldraða og framkvæmd og þróun öldrunarmála. Ákvæðið var í andstöðu við ákvæði laga um málefni aldraðra, þar til á síðasta ári að síðarnefndu lögunum var breytt. Í frumvarpi með lagabreytingunni segir að breytingin sé gerð til samræmis við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga.
Í samræmi við þessi tvenn lög þarf því núna að breyta skipan öldungaráðs bæjarins.
Bæjarstjóri mun leggja eftirfarandi tillögu um breytingu fyrir bæjarstjórn:
- Bæjarstjórn kjósi öldungaráð samkvæmt nýju fyrirkomulagi á næsta eða þar næsta fundi (apríl eða maí), þannig að skilyrði laganna séu strax uppfyllt. - Núverandi öldungaráð eru 3 aðalmenn og 3 varamenn. Bærinn leggi til við Félag eldri borgara að þrír af þessum sex verði tilnefndir (út kjörtímabilið) sem fulltrúar Félagsins og þrír verði skipaðir af bæjarstjórn. Leitað verði eftir fulltrúa Heilbrigðisstofnunar Vesturlands að auki. Þannig verði sömu einstaklingar áfram í öldungaráði (þannig breyttu) út kjörtímabilið. - Ef Félag eldri borgara óskar eftir að koma stjórnarmönnum eða öðrum sínum fulltrúum að umræðu í öldungaráði á þessu kjörtímabili, þá geti þeir verið sem gestir inná fundi öldungaráðs. - Breyting verði gerð á samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar hvað varðar skipan öldungaráðs, í samræmi við fyrrgreind lög, næst þegar ástæða er til, mögulega fyrir vorið 2022, skv. nánari ákvörðun bæjarstjórnar. Umrædd tvenn lög leiðbeina alveg fram á næsta ár og segja fyrir um hlutverk ráðsins.
Öldungaráð gerir ekki athugasemdir við þessa framkvæmd og RG fulltrúi FEBG mun bera þetta undir stjórn félagsins.
Bæjarstjóri kynnti helstu verkefni Grundarfjarðarbæjar sem snúa að hagsmunum eldri íbúa.
Bæjarstjóri fór yfir ýmis mál sem eru í gangi hjá Grundarfjarðarbæ um þessar mundir. Eftirfarandi er það helsta sem rætt var:
- Heilsuefling 60 samstarfsverkefni FEBG og bæjarins með stuðningi RKÍ-deildarinnar (sjá næsta dagskrárlið)
- Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) Samstarfsfundir sveitarfélaganna á Snæfellsnesi með HVE um ýmis hagsmunamál hafa verið árlegir (teknir upp á þessu kjörtímabili) - meðal annars er þar rætt um aukið samstarf í þjónustu við eldri borgara (félagsþjónusta, HVE og dvalarheimili). Einnig er þar rætt um læknamál og aðra nauðsynlega þjónustu.
- Gönguvænn Grundarfjörður Unnið er að hönnun og undirbúningi umfangsmikils verkefnis sem snýr að endurbótum á gangstéttum, gönguleiðum, lagningu hjólastíga og göngustíga, bættum umferðartengingum og aðgengismálum í þéttbýlinu. Til stendur að leggja nýjar gangstéttar á næstu árum og því var farið í það að skoða hvar og hvernig væri pláss fyrir samhliða svæði/stíga, sem þjónar hjólandi vegfarendum og rafknúnum hjólum, rafskutlum, hjólastólum, barnavögnum o.s.frv. - hugmyndin er að breikka gangstéttar þannig að þær rúmi einnig þessa umferð. Jafnhliða er lagt uppúr því að gróður í umferðarrýmum (við götur, gangstéttir) verði skoðaður og lögð niður "regnbeð" sem geta tekið óhindrað við ofanvatni og þannig minnkað álag á holræsakerfið.
- Snjómokstur á stígum Bærinn hefur lagt sig fram um að standa vel að mokstri á gangstéttum og auka hann, þannig að auðveldara sé að komast gangandi um bæinn, líka að vetri til. Verklag er sífellt í skoðun og ábendingar vel þegnar.
- Sögumiðstöðin ? félagsstarf og aðstaða Stórt verkefni sem snýr að uppbyggingu og endurbótum í Sögumiðstöð. Félags- og menningarstarf verður þar í fyrirrúmi, m.a. verður félagsstarf eldri borgara þar með fasta aðstöðu. (sjá næsta lið).
- Þríhyrningurinn: fjölskyldu- og útivistargarður. Unnið er að undirbúningu framkvæmda í Þríhyrningi, samkvæmt hugmyndum sem íþrótta- og æskulýðsnefnd hefur haldið utan um. Hönnun liggur fyrir. Fyrsti áfangi framkvæmda verður í sumar. Hugsað er sérstaklega fyrir þörfum eldri borgara, sem geti nýtt garðinn fyrir sig.
Minnst var á aðra aðstöðu, eins og minigolf. Bæjarstjóri sagði að önnur svæði en Þríhyrningur yrðu að þjóna slíkri aðstöðu.
Félag eldri borgara hefur frá snemma árs 2019, í samvinnu við Grundarfjarðarbæ, haldið úti heilsueflingu 60 . Í vetur hefur starfið verið með hléum vegna samkomutakmarkana.
Elsa sagði frá starfi heilsueflingar, en Félag eldri borgara hefur haldið úti starfinu og fengið styrk frá Rauða kross deildinni í Grundarfirði. Grundarfjarðarbær sér um húsnæðisþáttinn og styður við að öðru leyti. Þátttakendur greiða lágt mánaðargjald. Ekki hefur verið rukkað á vorönn, þar sem starfið hefur verið stopult í vetur.
Vegna samkomutakmarkana hefur starfið verið með hléum í vetur. Það fer fram í íþróttahúsinu og líkamsræktinni.
Ætlunin var alltaf að fá fyrirlesara til okkar, með áhugaverðar kynningar og fróðleik, en vegna Covid hefur lítið orðið af því síðasta árið. Eins var áhugi á að fá HVE til liðs við hópinn, með stuðning á sviði heilsufarsmælinga. Það er í skoðun.
Fundarmenn lýstu ánægju með starf heilsueflingarinnar, ekki síst þjálfarana, þær Ágústu Einarsdóttur og Rut Rúnarsdóttur, sem hafa haldið afar vel utan um starfið. Elsu var þakkað fyrir ötult starf og gott utanumhald og áhuga fyrir þessu mikilvæga starfi.
4.Félagsmálaráðuneyti - Félagsstarf eldri borgara á tímum Covid, styrkur
Ráðuneytið hefur auglýst styrki fyrir sveitarfélög sem vilja efla félagsstarf eldri borgara á tímum Covid. Gera þarf grein fyrir því í hverju viðbótarstarf felst.
Farið var yfir það félagsstarf sem haldið hefur verið úti fyrir eldri borgara, bæði á vegum FEBG og annarra. Hefðbundið félagsstarf er á vegum FEBG, og heilsueflingin (sjá næsta lið á undan) einnig. Grundarfjarðardeild RKÍ hefur haldið úti Vinahúsi, sem er opið fyrir öllum - einnig hefur Karlakaffi verið haldið úti. Félagsstarf/handavinna eldri borgara er á vegum bæjarins.
Vegna Covid hefur starfið legið niðri og verið stopult síðasta árið. Rætt var um þörfina fyrir öflugt félagsstarf þegar samkomutakmörkunum léttir.
Farið var yfir breytingar í Sögumiðstöðinni en ætlunin er að félagsstarf sem verið hefur að Borgarbraut 2, færist þangað. Samþykkt var að fundarmenn myndu fljótlega fara í Sögumiðstöðina og skoða aðstæður og leggja á ráðin um fyrirkomulag starfs, út frá aðstöðu.
Samþykkt var að skoða möguleikana á því að ráðinn yrði starfsmaður, t.d. tímabundið - til reynslu - til að halda utan um félagsstarf og styðja við það. Bæjarstóri mun leggja upp tillögu í samræmi við umræður fundarins.
Samþykkt að óska eftir styrk úr sjóði félagsmálaráðuneytisins, í þennan lið.
Ragnheiður Þórarinsdóttir var með á fundinum gegnum síma.
Gestir fundarins eru:
Runólfur Guðmundsson, formaður Félags eldri borgara í Grundarfirði
Steinunn Hansdóttir, fulltrúi Grundarfjarðardeildar RKÍ og umsjónarmaður Vinahúss RKÍ