Málsnúmer 2105031

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 228. fundur - 26.05.2021

Lagt fram til kynningar bréf bæjarstjóra þar sem kynnt er að listaverk er nú sett upp á lóðinni að Hrannarstíg 18.

Sólrún Halldórsdóttir hefur afsalað Grundarfjarðarbæ listaverki sínu, í varanlegu formi. Verkið byggir á 112 íslenskum orðum um vind og veður og verður það afhjúpað föstudaginn 4. júní nk.

Bæjarráð - 568. fundur - 02.06.2021

Lagt fram til kynningar bréf bæjarstjóra varðandi listaverk Sólrúnar Halldórsdóttur, sem hún afsalar til Grundarfjarðarbæjar. Verkið byggir á 112 íslenskum orðum um vind og veður. Verkið var upphaflega sett upp sumarið 2019, í tengslum við listsýningu á Snæfellsensi sem bar heitið Nr. 3 - Umhverfing.

Nú hafa verið byggðar varanlegar undirstöður undir verkið, sem stendur á eignarlóð Grundarfjarðarbæjar, sem tilheyrir íbúðum eldri borgara.

Vígsla verksins fer fram 4. júní 2021, kl. 15:30, og mun frú Eliza Reid afhjúpa verkið.

Bæjarráð þakkar höfðinglega gjöf til bæjarins.