Málsnúmer 2108007

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 573. fundur - 26.08.2021


Lagt fram bréf dómsmálaráðuneytisins dags. 11. ágúst 2021 um greiðslu kostnaðar sveitarfélaga vegna starfa kjörstjórna og framkvæmdar við Alþingiskosningar i september nk.

Bæjarstjóri sagði frá samskiptum við Sýslumann Vesturlands um framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, en samið hefur verið um að hún fari fram í Ráðhúsi Grundarfjarðar, með sama hætti og við forsetakosningar á síðasta ári. Hefst kosningin hér í næstu viku.