Málsnúmer 2109001

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 252. fundur - 14.10.2021

Bæjarstjórn ákvað við síðustu fjárhagsáætlunargerð að láta fara fram úttekt á ástandi húsnæðis íþróttahúss og sundlaugar. Lögð fram ástandsúttekt Eflu á Íþróttahúsi Grundarfjarðar. Lagt til að skýrslunni verði vísað til frekari skoðunar og umræðu í bæjarráði, í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2022.

Allir tóku til máls.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 577. fundur - 18.10.2021

Lögð fram ástandsskýrsla Eflu með úttekt á húsnæði íþróttahúss og sundlaugar, en bæjarstjórn vísaði skýrslunni til frekari skoðunar og umræðu í bæjarráði, í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2022.
Farið yfir efni skýrslunnar frá Eflu.

Bæjarráð óskar eftir að byggingarfulltrúi leiti eftir frekari upplýsingum frá Eflu, þ.e. nánara kostnaðarmati á einstökum verkþáttum, sbr. umræður, og mati á forgangsröðun þeirra.

Gestir

  • Fannar Þór Þorfinnsson byggingarfulltrúi